Innlent

Svæðinu við Detti­foss lokað vegna færðar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Gönguleiðinni að Dettifossi hefur verið lokað, en aðstæður eru varasamar vegna leysinga.
Gönguleiðinni að Dettifossi hefur verið lokað, en aðstæður eru varasamar vegna leysinga. Vatnajökulsþjóðgarður

Svæðinu við Dettifoss hefur verið lokað vegna mikils vatnselgs. Mikið magn af snjó safnaðist fyrir á svæðinu í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku og með hlýnandi veðri hefur hann tekið að bráðna mjög hratt. Aðstæður sem hafa skapast eru orðnar varasamar, segir í tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs.

„Sá mikli snjór sem safnaðist upp á svæðinu í síðustu viku er tekinn að bráðna og færð á stígum því óvenjulega slæm miðað við árstíma; gangan einkennist af miklu krapi, djúpum pollum og ótryggum snjóbreiðum,“ segir í tilkynningu í gær.

Miklir vatnselgir hafa myndast á göngustígumVatnajökulsþjóðgarður

Í tilkynningu í dag segir að óvíst sé hvenær hægt verður að opna svæðið á ný en hægt sé að fylgjast með stöðu mála á Feisbúkksíðu Jökulsárgljúfurs og á heimasíðu vegagerðarinnar, vegagerdin.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×