Veður

Blíð­viðri á Norður­landi í dag

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hitinn gæti náð allt að nítján stigum.
Hitinn gæti náð allt að nítján stigum. Vísir/Vilhelm

Blíðviðri verður á Norðurlandi í dag og getur hitinn náð allt að 19 stigum. Rigning verður með köflum á sunnanverðu landinu en yfirleitt bjart fyrir norðan. Líkur eru á þokulofti á annesjum við norður- og austurströndina.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að austan og suðaustanátt verði í dag. Í kvöld og nótt dragi hægt úr vindi og úrkomu.

Á morgun er spáð austlægri átt með þremur til tíu metrum á sekúndu. Bjart veður verður um mest allt land en skýjað með köflum vestanlands og enn líkur á þoku við sjávarsíðuna fyrir norðan og austan. Áfram verði fremur hlýtt í veðri og allt að átján stiga hiti. Hlýjast verður inn til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×