Ljúgandi málpípa Sjálfstæðisflokksins Tómas Kristjánsson skrifar 13. júní 2024 07:01 Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“. Sannleikurinn er sá að skv. fjárlögum síðast liðinna ára hefur að meðaltali 30% meira verið innheimt í formi bifreiðagjalda, olíugjalda og bensíngjalda en var úthlutað í framkvæmdir í vegakerfinu. Fjárlög 2024 gera t.d. ráð fyrir að þessi gjöld skili ríkissjóði 38,5 milljörðum á meðan framkvæmdir á vegakerfinu kosti 26,2 milljarða. Þetta eru allt opinberar upplýsingar sem allir nettengdir einstaklingar hafa aðgang að. Við þetta mæti bæta að kolefnisgjald skilar ríkissjóði 14 milljörðum á ári þannig að í raun er umferðin að skila tvöfallt meiri tekjum til ríkisins en ríkið leggur í þjóðvegakerfið. Jón fullyrðir líka að allar þessar tekjur fari í vegakerfið. Þarna er ekki einusinni hægt að tala um misskilning af því að í öllum þeim lögum sem þessi gjöld eru nefnd stendur skýrum stöfum að gjöldin renni í ríkissjóð. Sama má segja um nýlega samþykkt lög um kílómetragjald. Ekkert af þessum skatti er eyrnamerktur vegakerfinu, eins og hann var fram til ársins 2018, heldur rennur þetta allt í taumlausa eyðslu partíflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi staðið fyrir upplýsingaóreiðu þegar kemur að samfélagslegum innviðum. Síðan flokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu 2013 hefur eyðsla ríkisins vaxið úr 583 milljörðum á ári í 1313 milljarða fyrir árið 2024. Það eru 500 milljarðar umfram verðbólgu. En einhverja hluta vegna skal allur áróður flokksins snúast um þessi tilteknu útgjöld, sem samtals eru ekki nema 1,8% af heildarútgjöldum ríkisins, í stað þess að spara í einhverjum af þeim tæplega 2000 gjaldaliðum sem má finna í fjárlögum. Alltaf skal báknið stækka. Í tengslum við glórulaus lög um kílómetragjald, eina skattinn sem rukkaður er eftir ólöggiltum mæli fyrir akstur utan þjóðvegakerfisins, var orðum eins og „jafnræði í gjaldtöku fyrir akstur í vegakerfinu“ slengt fram, að því virðist vera í þeim eina tilgangi að gera rafbílaeigendur að jaðarsettum hóp sem væri á einhvern hátt að svindla á kerfinu. Þetta og meira rugl má meira að segja finna á opinberri heimasíðu fjármálaráðuneytisins: vegirokkarallra.is Þetta er eins langt frá sannleikanum og hægt er. Staðreyndin er sú að rafbílavæðing er þjóðhagslega hagkvæm leið til að draga úr orkunotkun í samgöngum og það er algjörlega glórulaust að ríkið sé að skattleggja akstur rafbíla svo mikið að kostnaður við akstur á innlendu rafmagni geti verið nálægt því sá sami og að aka um á innfluttu eldsneyti. Ríkið er bundið af alþjóðlegum samningum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og almenningur var búinn að sýna fram á mikinn áhuga á að taka þátt í þessu verkefni með stjórnvöldum. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað hins vegar að stöðva þessa ásókn í rafbíla og á einni nóttu hrundi sala á rafbílum. Í dag sýna tölurnar okkur að það er ógerningur að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld voru búin að setja sér og því stefnir allt í sektargreiðslur, líkt og til annarra umhverfissóða. Vert er að taka fram að öll stjórnarandstaðan kaus gegn þessu kílómetragjaldi þannig að bæði VG og Framsókn hefðu getað stöðvað þessa vitleysu en því miður þá virðast stjórnarsamstarfið hafa yljað meira en skynsemi í skattlagningu á almenning. Höfundur er áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Samgöngur Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“. Sannleikurinn er sá að skv. fjárlögum síðast liðinna ára hefur að meðaltali 30% meira verið innheimt í formi bifreiðagjalda, olíugjalda og bensíngjalda en var úthlutað í framkvæmdir í vegakerfinu. Fjárlög 2024 gera t.d. ráð fyrir að þessi gjöld skili ríkissjóði 38,5 milljörðum á meðan framkvæmdir á vegakerfinu kosti 26,2 milljarða. Þetta eru allt opinberar upplýsingar sem allir nettengdir einstaklingar hafa aðgang að. Við þetta mæti bæta að kolefnisgjald skilar ríkissjóði 14 milljörðum á ári þannig að í raun er umferðin að skila tvöfallt meiri tekjum til ríkisins en ríkið leggur í þjóðvegakerfið. Jón fullyrðir líka að allar þessar tekjur fari í vegakerfið. Þarna er ekki einusinni hægt að tala um misskilning af því að í öllum þeim lögum sem þessi gjöld eru nefnd stendur skýrum stöfum að gjöldin renni í ríkissjóð. Sama má segja um nýlega samþykkt lög um kílómetragjald. Ekkert af þessum skatti er eyrnamerktur vegakerfinu, eins og hann var fram til ársins 2018, heldur rennur þetta allt í taumlausa eyðslu partíflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi staðið fyrir upplýsingaóreiðu þegar kemur að samfélagslegum innviðum. Síðan flokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu 2013 hefur eyðsla ríkisins vaxið úr 583 milljörðum á ári í 1313 milljarða fyrir árið 2024. Það eru 500 milljarðar umfram verðbólgu. En einhverja hluta vegna skal allur áróður flokksins snúast um þessi tilteknu útgjöld, sem samtals eru ekki nema 1,8% af heildarútgjöldum ríkisins, í stað þess að spara í einhverjum af þeim tæplega 2000 gjaldaliðum sem má finna í fjárlögum. Alltaf skal báknið stækka. Í tengslum við glórulaus lög um kílómetragjald, eina skattinn sem rukkaður er eftir ólöggiltum mæli fyrir akstur utan þjóðvegakerfisins, var orðum eins og „jafnræði í gjaldtöku fyrir akstur í vegakerfinu“ slengt fram, að því virðist vera í þeim eina tilgangi að gera rafbílaeigendur að jaðarsettum hóp sem væri á einhvern hátt að svindla á kerfinu. Þetta og meira rugl má meira að segja finna á opinberri heimasíðu fjármálaráðuneytisins: vegirokkarallra.is Þetta er eins langt frá sannleikanum og hægt er. Staðreyndin er sú að rafbílavæðing er þjóðhagslega hagkvæm leið til að draga úr orkunotkun í samgöngum og það er algjörlega glórulaust að ríkið sé að skattleggja akstur rafbíla svo mikið að kostnaður við akstur á innlendu rafmagni geti verið nálægt því sá sami og að aka um á innfluttu eldsneyti. Ríkið er bundið af alþjóðlegum samningum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og almenningur var búinn að sýna fram á mikinn áhuga á að taka þátt í þessu verkefni með stjórnvöldum. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað hins vegar að stöðva þessa ásókn í rafbíla og á einni nóttu hrundi sala á rafbílum. Í dag sýna tölurnar okkur að það er ógerningur að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld voru búin að setja sér og því stefnir allt í sektargreiðslur, líkt og til annarra umhverfissóða. Vert er að taka fram að öll stjórnarandstaðan kaus gegn þessu kílómetragjaldi þannig að bæði VG og Framsókn hefðu getað stöðvað þessa vitleysu en því miður þá virðast stjórnarsamstarfið hafa yljað meira en skynsemi í skattlagningu á almenning. Höfundur er áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun