Fótbolti

Rifta samningi við dýrasta leik­mann fé­lagsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tanguy Ndombele náði aldrei að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans hjá Tottenham.
Tanguy Ndombele náði aldrei að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans hjá Tottenham. Julian Finney/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur og franski knattspyrnumaðurinn Tanguy Ndombele hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins við félagið.

Ndombele er dýrasti leikmaður Tottenham frá upphafi, en hann var keyptur til félagsins frá Lyon fyrir rúmlega 52 milljónir punda árið 2019.

Hann náði þó aldrei að heilla í hvítu treyjunni. Alls lék miðjumaðurinn 91 leik fyrir félagið og skoraði í þeim tíu mörk. Frakkinn átti erfitt með að aðlagast lífinu á Englandi og virtist oft og tíðum hreinlega ekki vera í nægilega góðu formi til að spila heilan fótboltaleik.

Frá árinu 2022 hefur Ndombele verið á láni frá Tottenham. Hann var fyrsta lánaður aftur til Lyon áður en hann varð ítalskur meistari með Napoli og tyrkneskur meistari með Galatasaray þar sem hann lék einnig á láni.

Ndombele skrifaði undir sex ára samning við Tottenham þegar hann gekk í raðir félagsins árið 2019 og átti því enn ár eftir af samningi sínum. Hann lék síðast fyrir Tottenham er liðið mætti Morecambe í þriðju umferð enska bikarsins þann 9. janúar árið 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×