Fótbolti

Sjáðu snögga af­greiðslu João Felix og snilldartvennu Ronaldo

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Joao Felix opnaði reikninginn og Ronaldo bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik.
Joao Felix opnaði reikninginn og Ronaldo bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Gualter Fatia/Getty Images

Cristiano Ronaldo og João Felix voru á skotskónum þegar Portúgal endaði undirbúning sinn fyrir Evrópumótið með 3-0 sigri gegn Írlandi.

João Felix tók forystuna fyrir Portúgal snemma leiks. Hann fékk boltann frá Bruno Fernandes hægra megin í teignum, sneri snöggt og virtist miða í nærhornið en skotið skoppaði af varnarmanni og yfir línuna.

Cristiano Ronaldo skoraði glæsilegt mark á 50. mínútu. Fékk boltann úti á hægri kanti eftir skiptingu Ruben Neves, tók tvö skæri og smurði hann svo snyrtilega í vinkilinn með vinstri fæti.

Ronaldo var aftur á ferðinni á tíu mínútur síðar. Diogo Jota vann boltann af varnarmönnum Írlands og sendi milli varnarmanna á Ronaldo sem var snöggur að fóta sig og þruma boltanum framhjá Caomhin Kelleher í markinu.

Mörkin þrjú má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: Mörkin í leik Portúgals og Írlands

Þetta var síðasti leikur Portúgals fyrir EM í Þýskalandi. Írland fer ekki á mótið.

Portúgalir eru í F-riðli og hefja leik gegn Tékklandi áður en leikið verður gegn Tyrklandi og Georgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×