Skoðun

Fisk­eldi og Vest­firðir

Runólfur Ágústsson skrifar

Í lok maí var birt nýtt fasteignamat. Fasteignamat endurspeglar verðgildi fasteigna og fasteignamatið hækkar nú hvergi meira en á Vestfjörðum. Þetta eru góðar fréttir og endurspegla uppbyggingu í atvinnulífi þar vestra sem fjölgar atvinnutækifærum og hækkar fasteignaverð.

Fiskeldi hefur gjörbreytt möguleikum fólks til lífs, uppbyggingar og búsetu á Vestfjörðum. Á sínum tíma misstu Vestfirðingar mest af fiskveiðiréttindum sínum, nú tala margir fyrir því að taka fiskeldisréttinn af þeim líka. Þeir hinir sömu ættu að hafa í huga að með slíku væri verið að taka atvinnu og lífsbjörg frá íbúum Vestfjarða og leggja fjórðunginn í eyði!

Höfundur er Flateyringur.




Skoðun

Skoðun

1969

Tómas A. Tómasson skrifar

Sjá meira


×