Fyrirsjáanleiki til framtíðar Guðrún Halla Finnsdóttir og Valur Ægisson skrifa 12. júní 2024 09:30 Uppbygging raforkuvinnslu hér á landi hefur lengi tengst uppbyggingu stórra, orkusækinna fyrirtækja sem hafa með langtíma orkusamningum tryggt að fjárfesting í raforkuvinnslu sé réttlætanleg. Lengi vel hvöttu íslensk stjórnvöld til fjárfestinga sem leiddu saman öruggt fjármagn og nægt framboð á íslenskri orku og greiddu götu þeirra fyrirtækja sem sýndu því áhuga að starfa hér á landi. Þetta viðskiptafyrirkomulag skilaði góðum árangri fyrir þjóðarbúið, 100% endurnýjanlegri vinnslu raforku með hámarks nýtingu og samkeppnishæfu umhverfi fyrir stórnotendur. Þá hefur almenningur haft öruggt aðgengi að orku á lágu og stöðugu verði. Samstarfið leiddi til þess að hér á landi starfa öflug iðnfyrirtæki sem og stór, arðbær orkufyrirtæki. Saman móta þau kjölfestu efnahagslífsins. Nær öll raforka sem framleidd er á Íslandi er unnin á endurnýjanlegan hátt og okkur hefur hingað til tekist vel að móta orkustefnu sem byggir á þremur meginstoðum; endurnýjanleika, orkuöryggi og samkeppnishæfni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku í heiminum hefur aldrei verið meiri og Ísland er þar í kjörstöðu. Augljós kostur þess að nýta endurnýjanlega orku við iðnað er að framleidd vara verður eins umhverfisvæn og hægt er. Sala iðnaðarvöru skilar líka miklu til þjóðarbúsins í formi útflutningstekna og gerir orkuna okkar þar með að góðri söluvöru. Við eigum að byggja á reynslu vel heppnaðrar uppbyggingar undanfarinna áratuga, halda áfram að horfa til lengri tíma en fylgjast um leið vel með þróun í náinni framtíð. Landsvirkjun hefur tekið af öll tvímæli um að áhersla fyrirtækisins á næstu árum verði á aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og á innlend orkuskipti, einnig á aukna stafræna vegferð en ekki síst að styðja við framþróun stórnotenda. Það hefur orkufyrirtæki þjóðarinnar gert frá stofnun en nýir tímar skapa ný tækifæri til að efla samkeppnishæfni þeirra og auka framleiðslu á virðisaukandi vöru, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Blikur á lofti Íslenska raforkukerfið, byggt á endurnýjanlegri orku, er fyrirmynd í rekstri orkukerfa. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að samkeppnishæfni landsins skaðist, að landið teljist ekki lengur eftirsóknarverður staður fyrir (raf)orkusækinn iðnað. Síaukin eftirspurn eftir raforkunni kallar á aðgerðir. Eftir rannsóknir árum, jafnvel áratugum saman á æskilegum virkjanakostum er mál til komið að bretta upp ermar og ráðast í frekari orkuöflun. Hingað til hefur gangur mála verið sá að jafnvel þótt sjálft löggjafarþingið lýsi mjög skýrum vilja sínum með afgreiðslu rammaáætlunar – og þá eftir margra ára umfjöllun – þá tekur við leyfisveitingaferli sem bætir enn fjölmörgum árum við undirbúningstímann. Fæst orkufyrirtæki hafa nægilegt þolinmótt fjármagn til að festa í undirbúningi í áratugi. Raforkuöryggi almennings er ógnað ef orkufyrirtækin ná ekki að tryggja framboð. Sama gildir auðvitað um fyrirtækin, frá þeim smæstu til stærstu, sem verða að fá tryggt rafmagn fyrir núverandi starfsemi sína og möguleika á að þróa þá starfsemi áfram. Það er í raun alveg sama á hvaða hátt við tengjumst raforkunni, öll höfum við þörf fyrir meiri orku og fyrirsjáanleika til lengri tíma. Hámörkum verðmæti orkunnar Öflug ríki eru stolt af iðnaði sínum og leggja sig fram um að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa stjórnvöld loks vaknað upp af vondum draumi eftir að hafa skapað óvinveitt umhverfi fyrir iðnað og bregðast nú við. Verð orkunnar er einn þáttur sem taka þarf með í reikninginn, en samkeppnishæfni byggir á fjölmörgum mikilvægum þáttum sem hafa þarf í huga við mótun framtíðarstefnu. Landsvirkjun og Norðurál hafa verið í samstarfi í áratugi og bæði notið góðs af. Eins og í öllum langtímasamböndum þarf að takast á við áskoranir og leysa hin ýmsu mál en með mikilli vinnu og vilja til að halda áfram verðmætasköpun hefur það alltaf tekist. Báðum aðilum er ljóst að til að skapa góðan rekstrargrundvöll og til að undirstöður raforkukerfisins á Íslandi haldist sterkar þarf öflug raforkufyrirtæki og burðuga stórnotendur raforku. Það er öllum Íslendingum í hag að hámarka verðmæti endurnýjanlegu raforkunnar, en það verður ekki gert með skammtímasjónarmið að leiðarljósi heldur vel ígrundaðri og útfærðri stefnu og eftirfylgni. Fyrirsjáanleiki til framtíðar er eðlileg krafa. Guðrún Halla er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli og Valur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Valur Ægisson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Uppbygging raforkuvinnslu hér á landi hefur lengi tengst uppbyggingu stórra, orkusækinna fyrirtækja sem hafa með langtíma orkusamningum tryggt að fjárfesting í raforkuvinnslu sé réttlætanleg. Lengi vel hvöttu íslensk stjórnvöld til fjárfestinga sem leiddu saman öruggt fjármagn og nægt framboð á íslenskri orku og greiddu götu þeirra fyrirtækja sem sýndu því áhuga að starfa hér á landi. Þetta viðskiptafyrirkomulag skilaði góðum árangri fyrir þjóðarbúið, 100% endurnýjanlegri vinnslu raforku með hámarks nýtingu og samkeppnishæfu umhverfi fyrir stórnotendur. Þá hefur almenningur haft öruggt aðgengi að orku á lágu og stöðugu verði. Samstarfið leiddi til þess að hér á landi starfa öflug iðnfyrirtæki sem og stór, arðbær orkufyrirtæki. Saman móta þau kjölfestu efnahagslífsins. Nær öll raforka sem framleidd er á Íslandi er unnin á endurnýjanlegan hátt og okkur hefur hingað til tekist vel að móta orkustefnu sem byggir á þremur meginstoðum; endurnýjanleika, orkuöryggi og samkeppnishæfni. Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku í heiminum hefur aldrei verið meiri og Ísland er þar í kjörstöðu. Augljós kostur þess að nýta endurnýjanlega orku við iðnað er að framleidd vara verður eins umhverfisvæn og hægt er. Sala iðnaðarvöru skilar líka miklu til þjóðarbúsins í formi útflutningstekna og gerir orkuna okkar þar með að góðri söluvöru. Við eigum að byggja á reynslu vel heppnaðrar uppbyggingar undanfarinna áratuga, halda áfram að horfa til lengri tíma en fylgjast um leið vel með þróun í náinni framtíð. Landsvirkjun hefur tekið af öll tvímæli um að áhersla fyrirtækisins á næstu árum verði á aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og á innlend orkuskipti, einnig á aukna stafræna vegferð en ekki síst að styðja við framþróun stórnotenda. Það hefur orkufyrirtæki þjóðarinnar gert frá stofnun en nýir tímar skapa ný tækifæri til að efla samkeppnishæfni þeirra og auka framleiðslu á virðisaukandi vöru, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Blikur á lofti Íslenska raforkukerfið, byggt á endurnýjanlegri orku, er fyrirmynd í rekstri orkukerfa. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að samkeppnishæfni landsins skaðist, að landið teljist ekki lengur eftirsóknarverður staður fyrir (raf)orkusækinn iðnað. Síaukin eftirspurn eftir raforkunni kallar á aðgerðir. Eftir rannsóknir árum, jafnvel áratugum saman á æskilegum virkjanakostum er mál til komið að bretta upp ermar og ráðast í frekari orkuöflun. Hingað til hefur gangur mála verið sá að jafnvel þótt sjálft löggjafarþingið lýsi mjög skýrum vilja sínum með afgreiðslu rammaáætlunar – og þá eftir margra ára umfjöllun – þá tekur við leyfisveitingaferli sem bætir enn fjölmörgum árum við undirbúningstímann. Fæst orkufyrirtæki hafa nægilegt þolinmótt fjármagn til að festa í undirbúningi í áratugi. Raforkuöryggi almennings er ógnað ef orkufyrirtækin ná ekki að tryggja framboð. Sama gildir auðvitað um fyrirtækin, frá þeim smæstu til stærstu, sem verða að fá tryggt rafmagn fyrir núverandi starfsemi sína og möguleika á að þróa þá starfsemi áfram. Það er í raun alveg sama á hvaða hátt við tengjumst raforkunni, öll höfum við þörf fyrir meiri orku og fyrirsjáanleika til lengri tíma. Hámörkum verðmæti orkunnar Öflug ríki eru stolt af iðnaði sínum og leggja sig fram um að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa stjórnvöld loks vaknað upp af vondum draumi eftir að hafa skapað óvinveitt umhverfi fyrir iðnað og bregðast nú við. Verð orkunnar er einn þáttur sem taka þarf með í reikninginn, en samkeppnishæfni byggir á fjölmörgum mikilvægum þáttum sem hafa þarf í huga við mótun framtíðarstefnu. Landsvirkjun og Norðurál hafa verið í samstarfi í áratugi og bæði notið góðs af. Eins og í öllum langtímasamböndum þarf að takast á við áskoranir og leysa hin ýmsu mál en með mikilli vinnu og vilja til að halda áfram verðmætasköpun hefur það alltaf tekist. Báðum aðilum er ljóst að til að skapa góðan rekstrargrundvöll og til að undirstöður raforkukerfisins á Íslandi haldist sterkar þarf öflug raforkufyrirtæki og burðuga stórnotendur raforku. Það er öllum Íslendingum í hag að hámarka verðmæti endurnýjanlegu raforkunnar, en það verður ekki gert með skammtímasjónarmið að leiðarljósi heldur vel ígrundaðri og útfærðri stefnu og eftirfylgni. Fyrirsjáanleiki til framtíðar er eðlileg krafa. Guðrún Halla er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli og Valur er forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar