Lífið

Françoise Har­dy er látin

Jón Þór Stefánsson skrifar
Françoise Hardy lést í gær áttræð að aldri.
Françoise Hardy lést í gær áttræð að aldri. Getty

Franska tónlistarkonan Françoise Har­dy lést í gær áttræð að aldri. Sonur hennar, Thomas Dutronc, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt Barrons hafði hún glímt við krabbamein frá árinu 2004.

Hardy sló í gegn árið 1962 með laginu Tous les garcons et les filles.

Hún var hvað þekktust fyrir lagið Comment te dire adieu og útgáfu sína á lagi Leonard Cohen, Suzanne. Bæði komu út á plötu samnefndri fyrra laginu frá árinu 1968.

Hardy lagði einnig stund á leiklist, en hún kom fyrir í kvikmynd Jean-Luc Godards Masculin féminin, sem og í kappaksturskvikmyndinni frægu Grand Prix.

Á lista Rolling Stone tímaritsins yfir bestu söngvara allra tíma, sem gefin var út árið 2023, var Françoise Har­dy eini fulltrúi Frakka.

Í umfjöllun Rolling Stone um andlát Hardy er minnst á hversu hugfanginn Bob Dylan var af tónlistarkonunni. Á plötunni Another Side of Bob Dylan birtist ljóð sem hann skrifaði um Hardy og þá er greint frá því að þegar þau hittust í fyrsta skipti hafi hann sungið fyrir og til hennar lag sitt I Want You.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×