„Þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. júní 2024 21:48 Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Keflavík er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 5-2 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var nokkuð ánægður með liðið en afar ósáttur með vítaspyrnuna sem dæmd var á Keflavík. „Þetta var alltaf að fara vera erfiður leikur og fyrir leik þurftum við að gera breytingar vegna meiðsla og við þurftum einnig að bregðast við meiðslum í leiknum,“ sagði Jonathan Glenn í samtali við Vísi og hélt áfram. „Við spiluðum fyrir tveimur dögum og vissum að þetta yrði erfitt gegn Blikum sem eru að spila sinn besta bolta þessa stundina.“ Keflavík þurfti að gera tvær skiptingar vegna meiðsla. Í fyrri hálfleik fór Caroline Mc Cue Van Slambrouck út af vegna meiðsla og í seinni hálfleik fór Marín Rún Guðmundsdóttir út af vegna meiðsla og það leit ekki vel út. Glenn var ekki viss hvað kom fyrir við Marín en sagði að um höfuðmeiðsli væri að ræða. Glenn var ekki sáttur með byrjun Keflavíkur þar sem Breiðablik skoraði mark eftir tvær mínútur og var 3-0 yfir eftir átján mínútur. „Þetta var ekki byrjunin sem við vildum. Við sváfum á verðinum og Breiðablik refsaði okkur.“ Breiðablik fékk níu hornspyrnur í fyrri hálfleik og tvær skiluðu sér með marki. Glenn var ekki sáttur með varnarleik Keflavíkur og sagði að þetta væri ólíkt þeim. „Þetta var ólíkt okkur þar sem við höfum varist vel á þessu svæði síðustu vikur og við hefðum átt að gera betur.“ Eftir að Keflavík minnkaði muninn í 3-1 fékk Breiðablik vítaspyrnu og Glenn var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn. „Frá mínu sjónarhorni fannst mér þetta ekki vera vítaspyrna og leikmaðurinn [Salóme Kristín Róbertsdóttir] var sammála. Mér fannst vera pressa frá stuðningsmönnum og þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim. Okkur tókst að minnka muninn í 3-1 og það var alltof aumt að flauta víti á þessu augnabliki,“ sagði Jonathan Glenn að lokum. Keflavík ÍF Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
„Þetta var alltaf að fara vera erfiður leikur og fyrir leik þurftum við að gera breytingar vegna meiðsla og við þurftum einnig að bregðast við meiðslum í leiknum,“ sagði Jonathan Glenn í samtali við Vísi og hélt áfram. „Við spiluðum fyrir tveimur dögum og vissum að þetta yrði erfitt gegn Blikum sem eru að spila sinn besta bolta þessa stundina.“ Keflavík þurfti að gera tvær skiptingar vegna meiðsla. Í fyrri hálfleik fór Caroline Mc Cue Van Slambrouck út af vegna meiðsla og í seinni hálfleik fór Marín Rún Guðmundsdóttir út af vegna meiðsla og það leit ekki vel út. Glenn var ekki viss hvað kom fyrir við Marín en sagði að um höfuðmeiðsli væri að ræða. Glenn var ekki sáttur með byrjun Keflavíkur þar sem Breiðablik skoraði mark eftir tvær mínútur og var 3-0 yfir eftir átján mínútur. „Þetta var ekki byrjunin sem við vildum. Við sváfum á verðinum og Breiðablik refsaði okkur.“ Breiðablik fékk níu hornspyrnur í fyrri hálfleik og tvær skiluðu sér með marki. Glenn var ekki sáttur með varnarleik Keflavíkur og sagði að þetta væri ólíkt þeim. „Þetta var ólíkt okkur þar sem við höfum varist vel á þessu svæði síðustu vikur og við hefðum átt að gera betur.“ Eftir að Keflavík minnkaði muninn í 3-1 fékk Breiðablik vítaspyrnu og Glenn var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn. „Frá mínu sjónarhorni fannst mér þetta ekki vera vítaspyrna og leikmaðurinn [Salóme Kristín Róbertsdóttir] var sammála. Mér fannst vera pressa frá stuðningsmönnum og þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim. Okkur tókst að minnka muninn í 3-1 og það var alltof aumt að flauta víti á þessu augnabliki,“ sagði Jonathan Glenn að lokum.
Keflavík ÍF Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira