Stilla upp harðlínumönnum til að fylla skarð Raisi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 07:00 Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins, er sagður annar af tveimur líklegum eftirmönnum Ebrahims Raisi sem forseti Írans. AP/Vahid Salemi Flestir sex frambjóðenda sem hlutu náð fyrir augum nefndar sem metur forsetaframbjóðendur í Íran eru íslamskir harðlínumenn. Fyrrverandi samningamaður í kjarnorkumálum er talinn líklegur eftirmaður Ebrahims Raisi sem fórst í þyrluslysi. Forsetakosningar í Íran fara fram 28. júní. Boðað var til þeirra eftir að Raisi fórst í þyrluslysi í afskekktu fjalllendi í norðvesturhluta Írans í maí. Raisi var lærlingur Ali Khamenei, æðstaklerks Írans, og jafnvel talinn líklegur eftirmaður hans. Áttatíu manns skráðu sig í framboð en svonefnt varðmannaráð valdi sex úr hópi þeirra til að vera í framboði á sunnudag. Nefndin, sem er skipuð klerkum og dómurum, metur frambjóðendur og hvort þeir séu hliðhollir byltingunni og íslömskum gildum. Nær allir þeirra sem voru valdir til framboðs eru harðlínumenn sem eru líkt þenkjandi og Khamenei, raunverulegur leiðtogi Írans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá sem er talinn eftirlæti Khamenei er Saeed Jalili, fyrrverandi formaður þjóðaröryggisráðs Írans og samningamaður landsins í kjarnorkumálum. Hann bauð sig fram árið 2013 og skráði sig í framboð 2021 en dróg það til baka til að styðja Raisi. Hann er sagður hafa tafið viðræður við heimsveldin ítrekað þegar þau reyndu að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun landsins á meðan stjórnvöld í Teheran héldu áætluninni áfram óáreitt. Jalili er lýst sem harðlínuíslamista með enga stjórnunarreynslu. Lítið raunverulegt val Mohammad Baqer Qalibaf, forseti íranska þingsins, þykir einnig eiga nokkuð góðar líkur á sigri. Hann var áður herforingi við byltingarvörðinn en hefur einnig gegnt embætti ríkislögreglustjóra og borgarstjóra höfuðborgarinnar Teheran. Hann bauð sig fram í forsetakosningum 2005 og 2013 en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann dró sig í hlé í kosningunum árið 2017 til þess að hjálpa Raisi sem var þá í framboði. Sem herforingi tók Qalibaf þátt í að berja niður mótmæli háskólanema af hörku árið 1999, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann er sagður hafa skipað lögreglumönnum að skjóta á námsmenn aftur árið 2003 þegar hann var ríkislögreglustjóri. AP telur Qalibaf njóta stuðnings æðstaklerksins. BBC segir að annar þeirra Jalili eða Qalibaf gæti ákveðið að draga sig í hlé ef útlit er fyrir að atkvæði harðlínumanna dreifist á milli þeirra. Þrír aðrir frambjóðendur eru einnig sagðir harðlínumenn. Sjötti frambjóðandinn þykir skera sig nokkuð úr. Massoud Pezeshkian er þingmaður Tabriz-héraðs. Hann er sagður hófsamur á íranskan mælikvarða og eiga möguleika á sigri ef kjörsókn verður dræm. AP telur líkur Pezeshkian á sigri aftur á móti litlar. Sem fyrr komast Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti landsins og harðlínumaður, ekki í gegnum nálarauga varðmannaráðsins. BBC segir að útilokun hans sýni hversu lítið raunverulegt var íranskir kjósendur hafa. Það sé í reynd aðeins á milli harðlínumanna sem æðstiklerkurinn treystir sér til þess að vinna með. Kjörsókn í Íran hefur verið í lægstu lægðum í undanförnum kosningum. Reiknað er með því að sú þróun haldi áfram í kosningunum í lok mánaðar. Íran Trúmál Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. 22. maí 2024 08:54 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Forsetakosningar í Íran fara fram 28. júní. Boðað var til þeirra eftir að Raisi fórst í þyrluslysi í afskekktu fjalllendi í norðvesturhluta Írans í maí. Raisi var lærlingur Ali Khamenei, æðstaklerks Írans, og jafnvel talinn líklegur eftirmaður hans. Áttatíu manns skráðu sig í framboð en svonefnt varðmannaráð valdi sex úr hópi þeirra til að vera í framboði á sunnudag. Nefndin, sem er skipuð klerkum og dómurum, metur frambjóðendur og hvort þeir séu hliðhollir byltingunni og íslömskum gildum. Nær allir þeirra sem voru valdir til framboðs eru harðlínumenn sem eru líkt þenkjandi og Khamenei, raunverulegur leiðtogi Írans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sá sem er talinn eftirlæti Khamenei er Saeed Jalili, fyrrverandi formaður þjóðaröryggisráðs Írans og samningamaður landsins í kjarnorkumálum. Hann bauð sig fram árið 2013 og skráði sig í framboð 2021 en dróg það til baka til að styðja Raisi. Hann er sagður hafa tafið viðræður við heimsveldin ítrekað þegar þau reyndu að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun landsins á meðan stjórnvöld í Teheran héldu áætluninni áfram óáreitt. Jalili er lýst sem harðlínuíslamista með enga stjórnunarreynslu. Lítið raunverulegt val Mohammad Baqer Qalibaf, forseti íranska þingsins, þykir einnig eiga nokkuð góðar líkur á sigri. Hann var áður herforingi við byltingarvörðinn en hefur einnig gegnt embætti ríkislögreglustjóra og borgarstjóra höfuðborgarinnar Teheran. Hann bauð sig fram í forsetakosningum 2005 og 2013 en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann dró sig í hlé í kosningunum árið 2017 til þess að hjálpa Raisi sem var þá í framboði. Sem herforingi tók Qalibaf þátt í að berja niður mótmæli háskólanema af hörku árið 1999, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann er sagður hafa skipað lögreglumönnum að skjóta á námsmenn aftur árið 2003 þegar hann var ríkislögreglustjóri. AP telur Qalibaf njóta stuðnings æðstaklerksins. BBC segir að annar þeirra Jalili eða Qalibaf gæti ákveðið að draga sig í hlé ef útlit er fyrir að atkvæði harðlínumanna dreifist á milli þeirra. Þrír aðrir frambjóðendur eru einnig sagðir harðlínumenn. Sjötti frambjóðandinn þykir skera sig nokkuð úr. Massoud Pezeshkian er þingmaður Tabriz-héraðs. Hann er sagður hófsamur á íranskan mælikvarða og eiga möguleika á sigri ef kjörsókn verður dræm. AP telur líkur Pezeshkian á sigri aftur á móti litlar. Sem fyrr komast Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti landsins og harðlínumaður, ekki í gegnum nálarauga varðmannaráðsins. BBC segir að útilokun hans sýni hversu lítið raunverulegt var íranskir kjósendur hafa. Það sé í reynd aðeins á milli harðlínumanna sem æðstiklerkurinn treystir sér til þess að vinna með. Kjörsókn í Íran hefur verið í lægstu lægðum í undanförnum kosningum. Reiknað er með því að sú þróun haldi áfram í kosningunum í lok mánaðar.
Íran Trúmál Tengdar fréttir Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. 22. maí 2024 08:54 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. 22. maí 2024 08:54
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47