Allt það helsta með einum smelli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júní 2024 08:31 Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu. Þess vegna er það spennandi að kynna nýja og endurbætta útgáfu af upplýsingaveitunni og fræðsluvefnum Skapa.is. Þetta er nýsköpunargátt sem sameinar allar upplýsingar og stuðning á einum stað fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Á Skapa.is getur þú fundið ýmsar gagnlegar upplýsingar sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfinu. Þar er að finna nýsköpunardagatal með öllum helstu nýsköpunartengdum viðburðum, styrkjadagatal með upplýsingum um alla styrki sem frumkvöðlar geta sótt um hér á landi. Hægt er að fræðast um fyrstu skrefin í nýsköpunarumhverfinu, finna upplýsingar um nýsköpun á landsbyggðinni, viðskiptahraðla, klasa og ýmis verkfæri. Einnig býður Skapa.is upp á upplýsingar um fjölbreyttar fjármögnunarleiðir, þar á meðal fjárfestingasjóði og englafjárfestingar. Notendur geta sótt ráðgjöf, fengið endurgjöf og aðgang að reyndum mentorum sem hjálpa til við að þróa hugmyndir fólks. Skapa.is þjónar einnig sem tengiliður milli nýsköpunarfyrirtækja og hins opinbera. Opinberir aðilar geta auglýst vandamál sem þeir þurfa nýjar lausnir til að leysa og þannig skapa tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma sínum lausnum á framfæri. Það skiptir okkur máli sem samfélag að frumkvöðlar búi við öflugt umhverfi til að láta hugmyndir sínar að verða að veruleika. Þannig getum við fjölgað stoðum efnahagslífsins, boðið fjölbreyttari störf, skapað aukin verðmæti og leyst fjölmargar áskoranir. Samvinna ríkis og einkaaðila - lykillinn að árangri Að baki Skapa.is liggur samvinna ríkis og einkaaðila, sem hefur reynst vera lykillinn að velgengni þessa verkefnis. Samhliða niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar var kynnt að ráðist yrði í gerð nýsköpunargáttar en slík gátt reyndist vera til þarna úti, haldið úti af frumkvöðli, Ólafi Erni Guðmundssyni. Ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila og ákveðið var að vinna með honum að gáttinni og byggja á þeim góða grunni sem var til staðar. Skapa.is er ekki aðeins tæki til að tryggja frumkvöðlum góða aðstoð og stuðning, heldur er hún einnig tákn um hvernig samvinna hins opinbera og einkaaðila getur leitt til frábærra niðurstaðna. Nú er tíminn til að nýta sér Skapa.is og láta hugmyndir verða að veruleika. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu. Þess vegna er það spennandi að kynna nýja og endurbætta útgáfu af upplýsingaveitunni og fræðsluvefnum Skapa.is. Þetta er nýsköpunargátt sem sameinar allar upplýsingar og stuðning á einum stað fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Á Skapa.is getur þú fundið ýmsar gagnlegar upplýsingar sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfinu. Þar er að finna nýsköpunardagatal með öllum helstu nýsköpunartengdum viðburðum, styrkjadagatal með upplýsingum um alla styrki sem frumkvöðlar geta sótt um hér á landi. Hægt er að fræðast um fyrstu skrefin í nýsköpunarumhverfinu, finna upplýsingar um nýsköpun á landsbyggðinni, viðskiptahraðla, klasa og ýmis verkfæri. Einnig býður Skapa.is upp á upplýsingar um fjölbreyttar fjármögnunarleiðir, þar á meðal fjárfestingasjóði og englafjárfestingar. Notendur geta sótt ráðgjöf, fengið endurgjöf og aðgang að reyndum mentorum sem hjálpa til við að þróa hugmyndir fólks. Skapa.is þjónar einnig sem tengiliður milli nýsköpunarfyrirtækja og hins opinbera. Opinberir aðilar geta auglýst vandamál sem þeir þurfa nýjar lausnir til að leysa og þannig skapa tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma sínum lausnum á framfæri. Það skiptir okkur máli sem samfélag að frumkvöðlar búi við öflugt umhverfi til að láta hugmyndir sínar að verða að veruleika. Þannig getum við fjölgað stoðum efnahagslífsins, boðið fjölbreyttari störf, skapað aukin verðmæti og leyst fjölmargar áskoranir. Samvinna ríkis og einkaaðila - lykillinn að árangri Að baki Skapa.is liggur samvinna ríkis og einkaaðila, sem hefur reynst vera lykillinn að velgengni þessa verkefnis. Samhliða niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar var kynnt að ráðist yrði í gerð nýsköpunargáttar en slík gátt reyndist vera til þarna úti, haldið úti af frumkvöðli, Ólafi Erni Guðmundssyni. Ríkið á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila og ákveðið var að vinna með honum að gáttinni og byggja á þeim góða grunni sem var til staðar. Skapa.is er ekki aðeins tæki til að tryggja frumkvöðlum góða aðstoð og stuðning, heldur er hún einnig tákn um hvernig samvinna hins opinbera og einkaaðila getur leitt til frábærra niðurstaðna. Nú er tíminn til að nýta sér Skapa.is og láta hugmyndir verða að veruleika. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar