Veður

Allt að á­tján stiga hiti á morgun

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Blíðviðris er vænst víða um land á morgun.
Blíðviðris er vænst víða um land á morgun. Vísir/Vilhelm

Það er útlit fyrir veðurblíðu víða um land á morgun. Hlýjast verður á Suðausturlandi þar sem hiti gæti náð átján stigum. Hæg suðlæg átt færir landsmönnum betri tíð.

Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þetta í samtali við fréttastofu.

Veðurhorfur á landinu um hádegið á morgun.Veðurstofa Íslands

Mikið kuldakast hefur hrjáð bændur og aðra íbúa á Norður- og Austurlandi undanfarna viku en henni er loks að linna. Bjartviðri er spáð sunnan og vestanlands en annars skýjað og úrkomulítið.

Suðvestantil þykknar upp annað kvöld og veðurblíðan færir sig norður á land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×