Kyrie Irving leyfir Luka Doncic ekki að axla ábyrgð á tapinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2024 13:30 Liðsfélagarnir féllust í faðma eftir tapið í nótt Stephen Maturen/Getty Images Kyrie Irving vill ekki láta Luka Doncic axla ábyrgð á tapi þeirra Dallas Mavericks manna gegn Boston Celtics í nótt. Doncic var frábær lengst af í leiknum og náði 30 stiga þrefaldri tvennu. Hann er aðeins sá fjórði í sögunni sem gerir það í tapleik í úrslitum NBA deildarinnar. Hann var hins vegar alveg bensínlaus undir lokin, tapaði boltanum og klikkaði á nokkrum vítaskotum sem er mjög úr karakter. „Mínir töpuðu boltar og vítaklúður kostuðu okkur leikinn, ég verð að gera betur,“ sagði Doncic á blaðamannafundi eftir leik. Luka Doncic became the first Maverick player in NBA Finals history to have a triple double:32 PTS11 REB11 AST4 STLStill not enough to the W 😔 pic.twitter.com/58McsbNrIZ— TNT Sports (@tntsports) June 10, 2024 Kyrie Irving hefur ekki komið nógu mikið til hjálpar í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Hann hefur í báðum leikjum endað með færri stig heldur en skottilraunir. Þá á hann líka ennþá eftir að hitta úr þriggja stiga skoti en ekkert af átta skotum í síðustu tveimur leikjum hefur farið ofan í. „Hann er ekki einn og við munum segja honum það. Þetta tekur á tilfinningarnar fyrir hann, honum finnst hann geta gert betur, alveg eins og mér. Ég verð að axla meiri ábyrgð, fyrstu tveir leikirnir hafa ekki verið þeir bestu hjá mér,“ sagði Irving svo eftir á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1TcI94mrGmU">watch on YouTube</a> Boston Celtics leiða einvígið 2-0 en nú verður haldið til Dallas þar sem Mavericks bjóða Celtics heim næstu tvo leiki. Þeir fara fram klukkan 00:30 aðfaranótt fimmtudags og aðfaranótt laugardags. Stöð 2 Sport verður með upphitun og beina útsendingu frá miðnætti. NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Doncic var frábær lengst af í leiknum og náði 30 stiga þrefaldri tvennu. Hann er aðeins sá fjórði í sögunni sem gerir það í tapleik í úrslitum NBA deildarinnar. Hann var hins vegar alveg bensínlaus undir lokin, tapaði boltanum og klikkaði á nokkrum vítaskotum sem er mjög úr karakter. „Mínir töpuðu boltar og vítaklúður kostuðu okkur leikinn, ég verð að gera betur,“ sagði Doncic á blaðamannafundi eftir leik. Luka Doncic became the first Maverick player in NBA Finals history to have a triple double:32 PTS11 REB11 AST4 STLStill not enough to the W 😔 pic.twitter.com/58McsbNrIZ— TNT Sports (@tntsports) June 10, 2024 Kyrie Irving hefur ekki komið nógu mikið til hjálpar í fyrstu tveimur leikjum seríunnar. Hann hefur í báðum leikjum endað með færri stig heldur en skottilraunir. Þá á hann líka ennþá eftir að hitta úr þriggja stiga skoti en ekkert af átta skotum í síðustu tveimur leikjum hefur farið ofan í. „Hann er ekki einn og við munum segja honum það. Þetta tekur á tilfinningarnar fyrir hann, honum finnst hann geta gert betur, alveg eins og mér. Ég verð að axla meiri ábyrgð, fyrstu tveir leikirnir hafa ekki verið þeir bestu hjá mér,“ sagði Irving svo eftir á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1TcI94mrGmU">watch on YouTube</a> Boston Celtics leiða einvígið 2-0 en nú verður haldið til Dallas þar sem Mavericks bjóða Celtics heim næstu tvo leiki. Þeir fara fram klukkan 00:30 aðfaranótt fimmtudags og aðfaranótt laugardags. Stöð 2 Sport verður með upphitun og beina útsendingu frá miðnætti.
NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn