Erlent

Mánaðarverkfalli í Fær­eyjum lýkur

Jón Þór Stefánsson skrifar
Verkfallið stóð í fjórar vikur.
Verkfallið stóð í fjórar vikur. Getty

Verkfall sem staðið hefur yfir síðastliðnar fjórar vikur í Færeyjum lauk í gærkvöldi. Til þess að binda enda á verkfallið skrifuðu félag atvinnurekenda þar í landi og fimm stórra verkalýðsfélaga undir kjarasamning.

Samkvæmt Kringvarpinu mun samningurinn tryggja launafólki þrettán prósenta launahækkun.

Verkfallið hófst þann ellefta maí síðastliðinn og hafði það mikil áhrif á færeyskt samfélag. Greint var frá því að hillur stæðu tómar í marvöruverslunum og að eldsneyti væri af mjög skornum skammti.

Ræstingarfólk var á meðal þeirra sem lögðu niður störf og þar af leiðandi þurfti að loka skólum leikskólum og dagvistunarstofnunum.

Þá var opinberri heimsókn Friðriks danakonungs og Maríu drottningar til Færeyja frestað. Þau ætluðu að vera í Færeyjum frá tólfta til fjórtánda júní.


Tengdar fréttir

Stefnir í óefni náist samningar ekki í bráð

Á morgun setjast færeysk verkalýðsfélög við samningaborðið og freista þess að binda enda á þrálát verkföll sem staðið hafa yfir síðan ellefta maí síðastliðinn. Ágústa Gísladóttir, aðalræðismaður Íslands í Færeyjum, segir ástandið alvarlegt en að færeyskt samfélag stæði við bak verkafólksins.

Hillur að verða tómar í Fær­eyjum og ekkert sam­komu­lag í aug­sýn

Fjórða vika verkfalls fjögurra stéttarfélaga er hafin í Færeyjum, en sáttasemjari segir enn langt í land að samkomulag náist milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Verkfallið hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Hillur í matvöruverslunum eru orðnar tómlegar og farið er að bera á eldssneytisskorti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×