Reynir við fyrsta Evrópumeistaratitilinn í áttunda sinn í sínum síðasta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2024 07:01 Mikkel Hansen fær einn lokaséns til að vinna Meistaradeild Evrópu. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images Mikkel Hansen er að flestra mati einn besti handboltamaður sögunnar. Hann er líka einn sá sigursælasti, en honum hefur þó aldrei tekist að vinna stærsta tiltinn sem í boði er fyrir félagslið, Meistaradeild Evrópu. Hansen, sem verður 37 ára í haust, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í sumar. Hann er því sannarlega á síðustu metrunum á ferlinum. Með félagsliðum sínum hefur Hansen unnið nánast allt sem í boði er. Fjórtan landstitlar og tólf bikarmeistaratitlar er meðal þess sem má telja upp á glæstum ferli dönsku skyttunnar, en þá eru ótaldir þeir titlar sem hann hefur unnið með danska landsliðinu. Þó er ein keppni sem Hansen hefur aldrei náð að vinna, sjálf Meistaradeild Evrópu. Hann fær þó tækifæri til að bæta úr því í sínum síðasta leik með félagsliði á ferlinum í dag. Handball 𝐫𝐨𝐲𝐚𝐥𝐭𝐲 takes the stage 👑🔝 One word to describe Mikkel Hansen? 🤔 #ehffinal4 #ehfcl #clm pic.twitter.com/kzZVLFgDA6— EHF Champions League (@ehfcl) June 8, 2024 Hansen og félagar í Álaborg tryggðu sér nefnilega í gær sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hansen kemst í úrslit keppninnar, en þetta verður hins vegar í síðasta sinn sem hann tekur þátt í þessum leik. Alls hefur Hansen farið átta sinnum í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Þrisvar hefur hann þurft að sætta sig við fjórða sætið og þrisvar hefur hann unnið til bronsverðlauna. Tímabilið 2016-2017 fór hann alla leið í úrslit með PSG, en liðið mátti þola ein marks tap gegn makedónska liðinu RK Vardar. Hansen fær því eina lokatilraun til að klára þennan síðasta stóra titil sem í boði er þegar Álaborg mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Hvort Hansen nái að klára titilinn í sinni áttundu og síðustu ferð í úrslitahelgina verður þó að koma í ljós. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Hansen, sem verður 37 ára í haust, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París í sumar. Hann er því sannarlega á síðustu metrunum á ferlinum. Með félagsliðum sínum hefur Hansen unnið nánast allt sem í boði er. Fjórtan landstitlar og tólf bikarmeistaratitlar er meðal þess sem má telja upp á glæstum ferli dönsku skyttunnar, en þá eru ótaldir þeir titlar sem hann hefur unnið með danska landsliðinu. Þó er ein keppni sem Hansen hefur aldrei náð að vinna, sjálf Meistaradeild Evrópu. Hann fær þó tækifæri til að bæta úr því í sínum síðasta leik með félagsliði á ferlinum í dag. Handball 𝐫𝐨𝐲𝐚𝐥𝐭𝐲 takes the stage 👑🔝 One word to describe Mikkel Hansen? 🤔 #ehffinal4 #ehfcl #clm pic.twitter.com/kzZVLFgDA6— EHF Champions League (@ehfcl) June 8, 2024 Hansen og félagar í Álaborg tryggðu sér nefnilega í gær sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hansen kemst í úrslit keppninnar, en þetta verður hins vegar í síðasta sinn sem hann tekur þátt í þessum leik. Alls hefur Hansen farið átta sinnum í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Þrisvar hefur hann þurft að sætta sig við fjórða sætið og þrisvar hefur hann unnið til bronsverðlauna. Tímabilið 2016-2017 fór hann alla leið í úrslit með PSG, en liðið mátti þola ein marks tap gegn makedónska liðinu RK Vardar. Hansen fær því eina lokatilraun til að klára þennan síðasta stóra titil sem í boði er þegar Álaborg mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Hvort Hansen nái að klára titilinn í sinni áttundu og síðustu ferð í úrslitahelgina verður þó að koma í ljós.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira