Viðskipti innlent

500 manns sóttu um störf hjá OCHE Reykja­vík

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Mikael Harðarson, framkvæmdastjóri Oche Reykjavík.
Mikael Harðarson, framkvæmdastjóri Oche Reykjavík. Aðsend

Alþjóðlega veitingastaða- og afþreyingakeðjan Oche opnar á gamla Stjörnutorgi Kringlunnar í næstu viku. Framkvæmdastjóri staðarins segir 500 starfsumsóknir hafa borist, þar af fimmtíu frá plötusnúðum.

Staður­inn mun inni­halda fimmtán pílu­bása, VIP her­bergi, fimm shuff­le­borð, tvö karíókí her­bergi og sæti fyr­ir allt að 300 gesti í mat og drykk. Mikael Harðarson framkvæmdastjóri Oche Reykjavík segir mikla spennu ríkja fyrir opnuninni, bæði hjá starfsfólki staðarins og verðandi viðskiptavinum.

„Opnunarhelgin lítur vel út varðandi bókanir og mikið um hópa sem ætla að að mæta í fjörið strax í byrjun. Það er alveg frábært fyrir okkur að sjá þennan ríka áhuga.“

Mat­seðill­inn á Oche er þróaður af ein­um af eig­end­um staðar­ins, Ágústi Reyn­is­syni, en hann er einn eig­enda veit­ingastaðanna Fisk­markaðsins og Grill­markaðsinsTHG Arkitektar

Hann segir marga hafa fengið að prófa í og allir eigi það sammerkt að láta vel af nýjungunni, enda sé hátæknin þegar kemur að pílu og shuffli alveg óþekkt áður hér á landi.

„Hér var fullt hús í gær þar sem við fengum meistaraflokk Fram í handbolta til að prufukeyra tæknina - bæði í pílunni og shuffle. Það gekk glimrandi vel, tæknin stóð algjörlega fyrir sínu og allir gengu þeir glaðir út."

Oche í Kringl­unni er tí­undi Oche staður­inn sem opn­ar á heimsvísu.THG Arkitektar

Síðustu vikur hafa mikið snúist um ráðningar og segir Mikael að rúmlega 500 umsóknir hafi borist. 

„Þar af voru 50 plötusnúðar sem sóttu um starf en óvenjulegt er að sjá atvinnuauglýsingar um plötusnúða hér á landi. Starfsfólkið sem var ráðið er undanfarið búið að vera í þjálfun fyrir opnunina og ég finn að það ríkir mikil eftirvænting í okkar herbúðum. Þetta á að vera og verður gaman,” segir Mikael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×