Sport

Heljar­mennið Hall keppti einn við tvo bræður og fleygði þeim um búrið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eddie Hall hafði ekki mikið fyrir því að hefja Neffati-bræðurna á loft.
Eddie Hall hafði ekki mikið fyrir því að hefja Neffati-bræðurna á loft.

Fyrsti MMA-bardagi enska kraftakarlsins Eddies Hall var furðulegur í meira lagi.

Hall keppti þá einn gegn tveimur bræðrum, TikTok-stjörnunum Jamil og Jamel Neffati.

Mikill hæðar- og þyngdarmunur er á Hall og bræðrunum en hann er talsvert þyngri en þeir til samans.

Neffati-bræðurnir áttu ekki mikla möguleika í heljarmennið Hall og í 3. lotu tryggði hann sér sigurinn. Hann fleygði bræðrunum um búrið og rotaði svo annan þeirra. Aðfarirnar má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Hall er ekki óvanur því að keppa í bardagaíþróttum því hann tapaði fyrir Hafþóri Júlíusi Björnssyni í boxbardaga fyrir tveimur árum.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×