Erlent

Vendingar í leit að sjónvarpslækni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mosley gekk um þorpið Pedi með regnhlíf og hélt svo inn í land.
Mosley gekk um þorpið Pedi með regnhlíf og hélt svo inn í land. BBC

Upptaka öryggismyndavélar virðast sýna hinn 67 ára Michael Mosley, frægan sjónvarpslækni, spóka sig í bænum Pedi á grísku eyjunni Symi en hans hefur verið leitað frá því á miðvikudaginn.

Mosley birtist á upptökunni klukkan 13:57 og er það jafnframt það síðasta sem vitað er um ferðir hans.

Mosley er þekktur fyrir að stýra sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á breska ríkisútvarpinu undir nafninu „Trust Me, I'm a Doctor.“ Hans hefur verið saknað síðan á miðvikudaginn og hefur umfangsmikil leit staðið yfir síðan með hjálp þyrla og dróna.

Mosley var í fríi ásamt eiginkonu sinni á eyjunni Symi, einni Tylftareyjanna í Eyjahafi. Hann hafi ætlað að ganga að miðju eyjarinnar yfir hrjóstrugt landslag en skilaði sér aldrei. Sími hans fannst í herberginu sem hjónin dvöldu í.

Fjögur börn Mosley eru komin til eyjarinnar til að aðstoða við leitina og eiginkona hans hefur einnig tekið þátt í leitarstarfinu. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Eleftherios Papakaloudoukas, bæjarstjóra Symi, að leitin haldi áfram þar til Mosley er fundinn. Mikill hiti er búinn að vera á Symi undanfarna daga sem hefur ekki gert Mosley hægar um vik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×