Lífið

Rómantísk útsýnisíbúð Bergrúnar Írisar til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bergrún Íris er bersýnilega mikill fagurkeri.
Bergrún Íris er bersýnilega mikill fagurkeri.

Rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur sett fallega hæð við Herjólfsgötu í Hafnarfirði á sölu. Eignin er í húsi sem var byggt árið 1946. Ásett verð er 79,9 milljónir.

Um er að ræða 99 fermetra eign með einstöku útsýni yfir hafið. Samtals eru þrjú svefnherbergi og eitt barðherbergi.

Heimili Bergrúnar Írisar og fjölskyldu er notalegt og smart umvafið hlýlegri litapallettu.

Gott flæði er milli eldhúss og stofu. Útgengt er úr rýminu á rúmgóðar svalir með útsýni til suðurs og suðvesturs. Í eldhúsi er hvít sprautu­lökkuð inn­rétt­ing með viðarborðplötu og kalkmálaðir veggir sem gefa rýminu notalega stemnigu.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Tengdar fréttir

„Heilt ár af því að upp­lifa lífið án deyf­ing­ar“

Bergrún Íris Sæv­ars­dótt­ir rit- og myndhöfundur fagnaði eins árs edrúafmæli í gærkvöldi á Hamborgarafabrikkunni ásamt fjölskyldu sinni. Hún segist taka einn dag í einu þar sem alkahólismi er mun flóknari sjúkdómur en það eitt að leggja frá sér glasið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×