Upplifun mín á því að taka þátt í Gefum íslensku séns Brynjar Björnsson skrifar 8. júní 2024 09:01 Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Vaxandi fjöldi þessa erlenda fólks, einkum þeirra sem sjá fram á að búa á Íslandi til lengri tíma, hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að læra íslensku. Þetta hvatti mig til að athuga og svo taka þátt í verkefnum á vegum átaksins Gefum íslensku séns, sem kallast Þriðja rýmið og Hraðíslenska, þar sem móðurmálshafar og fólk sem lærir íslensku sem annað mál ræða saman á íslensku. Mjög fljótt fór ég að heyra frá nemendunum (beint og óbeint) þá gagnrýni að ég eigi til með að tala of hratt og nota of flókinn orðaforða til að þau gætu átt nægilega góð samskipti við mig í þessum æfingum. Þetta gerðist þrátt fyrir fyrirætlanir mínar, verandi alveg meðvitaður um að ég væri að spjalla við þátttakendur með mjög misjafna færni í tungumálinu – jafnvel að taka sín fyrstu skref. Þessi upplifun vakti mig til umhugsunar. Einstaklingur sem elst upp í tilteknu málumhverfi og heyrir og notar tungumálið nógu oft getur átt til með að temja sér ákveðna sjálfkrafa beitingu tungumálsins sem getur þá leitt til ómeðvitaðrar beitingar á borð við talhraða og málfar sem gerir málið illskiljanlegra þeim sem tala það sem annað mál. Það kemur svo íslenskunni ekki heldur til hjálpar að ég hef lengi haft mikinn áhuga á enskumælandi menningu og finnst raunverulega gaman að beita enskri tungu, sem hefur skapað tilhneigingu til þess að skipta of fljótt úr íslensku yfir í ensku, eitt af því sem á ekki að gerast. Við þessa sjálfsskoðun varð mér líka hugsað til þess að of oft hafi tilraunir mínar til að hleypa erlendu fólki inn í tungumálið líklega ekki borið tilætlaðan árangur. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri þessa átaks sem ég tek þátt í, bendir líka á að þó að átakið sé auðvitað miðað að erlendu fólki, þá sé það jafnvel frekar miðað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli. Í mínu tilviki hafði þátttaka í átakinu fljótt þau áhrif að ég fór almennt að huga að hægara flæði í talaðri íslensku og finna aðrar leiðir til að koma málinu til skila á skýrari hátt, eftir aðstæðum. Bara með því að huga að þessum atriðum verð ég aðgengilegri erlendu fólki sem lærir íslensku. Svo er þessi ofangreinda upplifun líka upphaf, eitthvað til hafa í huga og byggja á þegar haldið er áfram að taka þátt í átakinu með það að markmiði að á Íslandi eigi íslenskan að vera sjálfsagt samskiptamál allra (eða allavega sem flestra) í landinu. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Vaxandi fjöldi þessa erlenda fólks, einkum þeirra sem sjá fram á að búa á Íslandi til lengri tíma, hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að læra íslensku. Þetta hvatti mig til að athuga og svo taka þátt í verkefnum á vegum átaksins Gefum íslensku séns, sem kallast Þriðja rýmið og Hraðíslenska, þar sem móðurmálshafar og fólk sem lærir íslensku sem annað mál ræða saman á íslensku. Mjög fljótt fór ég að heyra frá nemendunum (beint og óbeint) þá gagnrýni að ég eigi til með að tala of hratt og nota of flókinn orðaforða til að þau gætu átt nægilega góð samskipti við mig í þessum æfingum. Þetta gerðist þrátt fyrir fyrirætlanir mínar, verandi alveg meðvitaður um að ég væri að spjalla við þátttakendur með mjög misjafna færni í tungumálinu – jafnvel að taka sín fyrstu skref. Þessi upplifun vakti mig til umhugsunar. Einstaklingur sem elst upp í tilteknu málumhverfi og heyrir og notar tungumálið nógu oft getur átt til með að temja sér ákveðna sjálfkrafa beitingu tungumálsins sem getur þá leitt til ómeðvitaðrar beitingar á borð við talhraða og málfar sem gerir málið illskiljanlegra þeim sem tala það sem annað mál. Það kemur svo íslenskunni ekki heldur til hjálpar að ég hef lengi haft mikinn áhuga á enskumælandi menningu og finnst raunverulega gaman að beita enskri tungu, sem hefur skapað tilhneigingu til þess að skipta of fljótt úr íslensku yfir í ensku, eitt af því sem á ekki að gerast. Við þessa sjálfsskoðun varð mér líka hugsað til þess að of oft hafi tilraunir mínar til að hleypa erlendu fólki inn í tungumálið líklega ekki borið tilætlaðan árangur. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri þessa átaks sem ég tek þátt í, bendir líka á að þó að átakið sé auðvitað miðað að erlendu fólki, þá sé það jafnvel frekar miðað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli. Í mínu tilviki hafði þátttaka í átakinu fljótt þau áhrif að ég fór almennt að huga að hægara flæði í talaðri íslensku og finna aðrar leiðir til að koma málinu til skila á skýrari hátt, eftir aðstæðum. Bara með því að huga að þessum atriðum verð ég aðgengilegri erlendu fólki sem lærir íslensku. Svo er þessi ofangreinda upplifun líka upphaf, eitthvað til hafa í huga og byggja á þegar haldið er áfram að taka þátt í átakinu með það að markmiði að á Íslandi eigi íslenskan að vera sjálfsagt samskiptamál allra (eða allavega sem flestra) í landinu. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun