Foreldrum hætti til að setja pressu á börn sín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2024 10:17 Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðingur ræddi samskipti foreldra við börnin sín þegar kemur að vali á menntaskóla. Sálfræðingur segir foreldra hætta til að gera of mikið úr vali barna sinna á menntaskóla og gefa valinu óeðlilega mikið vægi. Foreldrar upplifi margir hverjir að framtíð barnanna ráðist af valinu og því í hvaða menntaskóla barnið fer. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðingur ræddi þar óeðlilega pressu þegar kemur að vali á framhaldsskóla, nú þegar grunnskólabörn útskrifast um land allt. Foreldrar líti á þetta sem mælistiku Lydía segir í Bítinu að börnin sem séu á leið í menntaskóla séu fimmtán, sextán ára. Þau séu því ekki með fullþroskaðan heila og geti ekki séð hlutina í sama samhengi og foreldrarnir. „Þannig það er svolítið okkar hlutverk að hjálpa þeim í gegnum þennan tíma en kannski stundum erum við ekkert rosalega góð í því, kannski við foreldrarnir sérstaklega, af því að við förum að setja of mikið vægi í þetta,“ segir Lydía. Foreldrum hætti til að mæla sinn árangur sem foreldrar út frá því hvaða einkunnir börn þeirra fái og í hvaða menntaskóla þau komist og jafnvel gæði barnanna sjálfra. Það sé skiljanlegt, um sé að ræða einhverskonar ótta um framtíðina. „Okkur finnst þetta samt skipta máli, við erum hrædd, þetta er einhverskonar ótti. Okkur finnst einhvern veginn eins og framtíð barnanna okkar ráðist af þessu og ef þau komast ekki í besta skólann þá einhvern veginn sjáum við fyrir okkur að lífið verði ekki jafn gott eða að þau komist ekki jafn langt í lífinu, sem er auðvitað ekkert rétt.“ Horfi inn á við Lydía minnir á að mikilvægt sé að taka tillit til þess að börn séu fjölbreyttur hópur. Ekki henti einn og sami skólinn hverjum sem er. Þar þurfi foreldrar að hlusta á börn sín og leiðbeina þeim. Sjálf veltir hún fyrir sér hvort börn þurfi að velja framabrautina of ung. „En við þurfum kannski líka bara að hjálpa krökkunum okkar í gegnum þetta og ef einhver er ofboðslega óviss þá kannski bara fer hann í skóla sem opnar kannski bara nokkrar leiðir fyrir viðkomandi þannig að viðkomandi geti valið um útskrift.“ Það að meta virði einstaklinga út frá einkunnum í stærðfræði til að mynda endurspegli að einhverju leyti óheilbrigt viðhorf í samfélaginu. Spurð hvernig foreldrar geti aðgreint heilbrigða pressu, aga, hvatningu frá óeðlilegri pressu segir Lydía: „Ég held að þú þurfir að skoða í rauninni hvaða vægi þú ert að leggja í menntaskólann. Ef þú hugsar: Barnið mitt getur ekki bara fengið að öðlast góða framtíð, getur ekki fengið gott starf, góðar tekjur nema að það komist inn í Versló, eða eitthvað, þá ertu kannski á villigötum.“ Það sé þó í eðli sínu pressa fólgin í því að reyna að komast inn í skólann sem barnið hafi valið sér. Það sé aldrei hægt að losna alfarið við þá pressutilfinningu, spennu og kvíða, jafnvel smá ótta. „Það er alveg eðlilegt að hann sé en hann má ekki vera þannig að hann lami fólk eða leiði fólk út í einhverja vitleysu, þannig að það fari að pressa of mikið á barnið sitt eða gera eitthvað sem er kannski ekki alveg viðeigandi eða í samræmi við raunverulega verkefnið sem er þarna fyrir hendi.“ Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðingur ræddi þar óeðlilega pressu þegar kemur að vali á framhaldsskóla, nú þegar grunnskólabörn útskrifast um land allt. Foreldrar líti á þetta sem mælistiku Lydía segir í Bítinu að börnin sem séu á leið í menntaskóla séu fimmtán, sextán ára. Þau séu því ekki með fullþroskaðan heila og geti ekki séð hlutina í sama samhengi og foreldrarnir. „Þannig það er svolítið okkar hlutverk að hjálpa þeim í gegnum þennan tíma en kannski stundum erum við ekkert rosalega góð í því, kannski við foreldrarnir sérstaklega, af því að við förum að setja of mikið vægi í þetta,“ segir Lydía. Foreldrum hætti til að mæla sinn árangur sem foreldrar út frá því hvaða einkunnir börn þeirra fái og í hvaða menntaskóla þau komist og jafnvel gæði barnanna sjálfra. Það sé skiljanlegt, um sé að ræða einhverskonar ótta um framtíðina. „Okkur finnst þetta samt skipta máli, við erum hrædd, þetta er einhverskonar ótti. Okkur finnst einhvern veginn eins og framtíð barnanna okkar ráðist af þessu og ef þau komast ekki í besta skólann þá einhvern veginn sjáum við fyrir okkur að lífið verði ekki jafn gott eða að þau komist ekki jafn langt í lífinu, sem er auðvitað ekkert rétt.“ Horfi inn á við Lydía minnir á að mikilvægt sé að taka tillit til þess að börn séu fjölbreyttur hópur. Ekki henti einn og sami skólinn hverjum sem er. Þar þurfi foreldrar að hlusta á börn sín og leiðbeina þeim. Sjálf veltir hún fyrir sér hvort börn þurfi að velja framabrautina of ung. „En við þurfum kannski líka bara að hjálpa krökkunum okkar í gegnum þetta og ef einhver er ofboðslega óviss þá kannski bara fer hann í skóla sem opnar kannski bara nokkrar leiðir fyrir viðkomandi þannig að viðkomandi geti valið um útskrift.“ Það að meta virði einstaklinga út frá einkunnum í stærðfræði til að mynda endurspegli að einhverju leyti óheilbrigt viðhorf í samfélaginu. Spurð hvernig foreldrar geti aðgreint heilbrigða pressu, aga, hvatningu frá óeðlilegri pressu segir Lydía: „Ég held að þú þurfir að skoða í rauninni hvaða vægi þú ert að leggja í menntaskólann. Ef þú hugsar: Barnið mitt getur ekki bara fengið að öðlast góða framtíð, getur ekki fengið gott starf, góðar tekjur nema að það komist inn í Versló, eða eitthvað, þá ertu kannski á villigötum.“ Það sé þó í eðli sínu pressa fólgin í því að reyna að komast inn í skólann sem barnið hafi valið sér. Það sé aldrei hægt að losna alfarið við þá pressutilfinningu, spennu og kvíða, jafnvel smá ótta. „Það er alveg eðlilegt að hann sé en hann má ekki vera þannig að hann lami fólk eða leiði fólk út í einhverja vitleysu, þannig að það fari að pressa of mikið á barnið sitt eða gera eitthvað sem er kannski ekki alveg viðeigandi eða í samræmi við raunverulega verkefnið sem er þarna fyrir hendi.“
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira