Erlent

Frægs sjónvarpslæknis leitað

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Leit stendur yfir að breska lækninum Michael Mosley.
Leit stendur yfir að breska lækninum Michael Mosley. Getty/Brook Mitchell

Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna.

Mosley var í fríi ásamt eiginkonu sinni þegar hann hvarf í gær. Hann hafi ætlað að ganga að miðju eyjunnar en skilaði sér aldrei úr göngunni. Sími Mosley fannst í herberginu sem hjónin dvöldu í á eyjunni. Fréttastofa BBC greinir frá.

Hinn 67 ára Mosley er frægur fyrir sjónvarpssþætti sem voru sýndir á sjónvarpstöð BBC undir nafninu, „Trust Me, I'm a Doctor“ eða „Treystu mér, ég er læknir“. Lögreglan, slökkviliðið og sjálfboðaliðar á eyjunni taka þátt í leitinni.

Lögreglumaður á eyjunni sagði í samtali við BBC að síðast hafi sést til Mosley á hættulegu svæði á eyjunni. Mikill hiti mældist á eyjunni í gær en hæst var hann um 40 gráður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×