Fljótum við enn sofandi að feigðarósi? Erla Björnsdóttir skrifar 6. júní 2024 17:30 Nýlega svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata, um notkun Íslendinga á ADHD lyfjum og svefnlyfjum. Í svari hans kom fram að 26.654 Íslendingar fá uppáskrifuð svefnlyf sem samsvarar um 9% fullorðinna Íslendinga. Konur nota svefnlyf í miklum mæli en notkun þeirra er um 40% umfram það sem við sjáum meðal karla sem er í samræmi við aukið svefnleysi meðal kvenna. Undanfarinn áratug hefur átt sér stað vitundarvakning um mikilvægi svefns og almenningur virðist vera meðvitaðari um að svefn skiptir máli fyrir heilsu, afköst og vellíðan. Þrátt fyrir þessa auknu meðvitund um svefninn erum við ekki endilega að sjá bættar venjur og betri svefn meðal landsmanna sem endurspeglast vel í þessum tölum um óhóflega notkun svefnlyfja, sem er langt umfram það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á ýmsar neikvæðar afleiðingar sem fylgja langtímanotkun svefnlyfja, þar á meðal vitræna skerðingu, aukna hættu á byltum og beinbrotum, ávanabindingu og hugsanleg tengsl við aukna dánartíðni. Svefnlyf geta verið gagnleg í skamman tíma til að meðhöndla brátt og skammvinnt svefnleysi en langtímanotkun er ekki æskileg og samkvæmt klínískum leiðbeingum á ekki að nota svefnlyf lengur en 4 vikur samfellt. Samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum á hugræn atferlismeðferð (HAM) alltaf að vera fyrsta úrræði langvarandi svefnleysis og rannsóknir sýna að þessi meðferð skilar bestum bestum árangri til lengri tíma. Aðgengi að HAM meðferð við svefnleysi hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár, Betri svefn hefur átt samstarf við heilsugæsluna um að auka aðgengi almennings að netmeðferð við svefnleysi ásamt því að bæði heilsugæslan og Betri svefn bjóða uppá hópmeðferðir við svefnvanda. Nýlega kom út smáforritið SheSleep sem er fyrsta smáforrit í heiminum sem er eingöngu fyrir konur er glíma við svefnvanda en þar geta konur nálgast hugræna atferlismeðferð við svefnvanda á ódýran og aðgengilegan máta. Það er því ljóst að margt horfir til betri vegar þegar kemur að almennri meðvitund um mikilvægi svefns og aðgengi að gagnreyndum úrræðum en betur má ef duga skal. Við hér á Íslandi höfum öll tækifæri til þess að snúa við þessari þróun varðandi óhóflega notkun svefnlyfja og starfa samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Svefnlyf geta plástrað vandann og dregið úr einkennum tímabundið en eru ekki lausn til langtíma. Ég á mér þann draum að Ísland verði með lægstu notkun svefnlyfja eftir 5 ár og ég skora á stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn um allt land að sameina krafta sína með mér og gera þennan draum að veruleika. Höfundur er sálfræðingur, doktor í Líf- og læknavísindum og framkvæmdastjóri Betri svefns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Heilbrigðismál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Nýlega svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata, um notkun Íslendinga á ADHD lyfjum og svefnlyfjum. Í svari hans kom fram að 26.654 Íslendingar fá uppáskrifuð svefnlyf sem samsvarar um 9% fullorðinna Íslendinga. Konur nota svefnlyf í miklum mæli en notkun þeirra er um 40% umfram það sem við sjáum meðal karla sem er í samræmi við aukið svefnleysi meðal kvenna. Undanfarinn áratug hefur átt sér stað vitundarvakning um mikilvægi svefns og almenningur virðist vera meðvitaðari um að svefn skiptir máli fyrir heilsu, afköst og vellíðan. Þrátt fyrir þessa auknu meðvitund um svefninn erum við ekki endilega að sjá bættar venjur og betri svefn meðal landsmanna sem endurspeglast vel í þessum tölum um óhóflega notkun svefnlyfja, sem er langt umfram það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á ýmsar neikvæðar afleiðingar sem fylgja langtímanotkun svefnlyfja, þar á meðal vitræna skerðingu, aukna hættu á byltum og beinbrotum, ávanabindingu og hugsanleg tengsl við aukna dánartíðni. Svefnlyf geta verið gagnleg í skamman tíma til að meðhöndla brátt og skammvinnt svefnleysi en langtímanotkun er ekki æskileg og samkvæmt klínískum leiðbeingum á ekki að nota svefnlyf lengur en 4 vikur samfellt. Samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum á hugræn atferlismeðferð (HAM) alltaf að vera fyrsta úrræði langvarandi svefnleysis og rannsóknir sýna að þessi meðferð skilar bestum bestum árangri til lengri tíma. Aðgengi að HAM meðferð við svefnleysi hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár, Betri svefn hefur átt samstarf við heilsugæsluna um að auka aðgengi almennings að netmeðferð við svefnleysi ásamt því að bæði heilsugæslan og Betri svefn bjóða uppá hópmeðferðir við svefnvanda. Nýlega kom út smáforritið SheSleep sem er fyrsta smáforrit í heiminum sem er eingöngu fyrir konur er glíma við svefnvanda en þar geta konur nálgast hugræna atferlismeðferð við svefnvanda á ódýran og aðgengilegan máta. Það er því ljóst að margt horfir til betri vegar þegar kemur að almennri meðvitund um mikilvægi svefns og aðgengi að gagnreyndum úrræðum en betur má ef duga skal. Við hér á Íslandi höfum öll tækifæri til þess að snúa við þessari þróun varðandi óhóflega notkun svefnlyfja og starfa samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Svefnlyf geta plástrað vandann og dregið úr einkennum tímabundið en eru ekki lausn til langtíma. Ég á mér þann draum að Ísland verði með lægstu notkun svefnlyfja eftir 5 ár og ég skora á stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn um allt land að sameina krafta sína með mér og gera þennan draum að veruleika. Höfundur er sálfræðingur, doktor í Líf- og læknavísindum og framkvæmdastjóri Betri svefns
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun