Lífið

Gummi Marteins selur glæsihús í Garða­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Guðmundur Marteinsson hætti um áramótin sem framkvæmdastjóri Bónus eftir rúma þrjá áratugi í starfi.
Guðmundur Marteinsson hætti um áramótin sem framkvæmdastjóri Bónus eftir rúma þrjá áratugi í starfi.

Guðmund­ur Marteins­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Bón­us, og eig­in­kona hans Ingi­björg B. Hall­dórs­dótt­ir hafa sett einbýlishús sitt við Hjálmakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 380 fermetra hús sem var byggt árið 2008.

Arkitekt hússins er Sigurður Hallgrímsson og sá Haraldur Friðgeirsson um hönnun hússins að innan.

Húsið einkennist af miklum munaði og búið öllum nútíma þægindum. Óskað er eft­ir til­boði í eign­ina.

Húsið er staðsett innst í botnlanga á vinsælum stað í Akralandi í Garðabæ.Fasteignaljósmyndun

Eignin skiptist í tvær stofur, fimm svefnherbergi, fjögur baðherbergi og sjónvarpsrými. Eldhúsið er stílhreint og bjart búið veglegri sérsmíðaðri innréttingu í tveimur mismunandi litum, annars vegar ljós með stein á borð og hins vegar úr dökkum við með góðu skápaplássi sem nær upp í loft.

Stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Útengt er úr rýminu á snyrtilega verönd.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Eldhúsið er stílhreint með góðu skápaplássi.Fasteignaljósmyndun
Hringlaga gluggi í lofti hleypir birtunni inn á sjarmerandi máta.Fasteignaljósmyndun
Baðherbergi hússins eru fjögur öll búin sérsmíðuðum innréttingum.Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×