Leitt að geta ekki auglýst leynivopnið sem myndi trekkja að Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2024 07:01 Heimilistónar stígur á svið í Gamla bíói í kvöld. Hressasta hljómsveit landsins, stöllurnar í Heimilistónum blása til sumarkjólaballs í Gamla bíó í kvöld. Þar verða ýmsir leynigestir en vinkonurnar nefna sérstaklega eitt leynivopn sem mikil leynd hvílir yfir. Þær segjast aldrei hafa verið betri, segjast alls ekki vera eins og þær léku sig í Iceguys þáttunum og heita því að House mix af Kúst og fæjó sé í bígerð. „Við höfum fengið fólk sem mætir óvart til okkar á böll, bara dettur inn og það veit ekki hvar á sig stendur veðrið, hvaða gleðibomba er í gangi hérna,“ segir sveitin en blaðamaður fékk að setjast niður með þeim eftir æfingu í Garðabæ. Hljómsveitina er skipuð af fjórum af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar þeim Elvu Ósk Ólafsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Vigdísi Gunnarsdóttur. Leikkonurnar stofnuðu Heimilistóna árið 1997 eða fyrir 26 árum síðan og sveitin hefur komið víða við. Hún tók meðal annars þátt í Söngvakeppninni árið 2018 með slagaranum Kúst og fæjó. Þær segjast hvergi nærri hættar og lofa í hið minnsta 25 árum í viðbót af Heimilistónum. Ball eins og í gamla daga „Við höfum reynt að halda svona ball einu sinni á ári. Fyrst vorum við alltaf með þetta fyrsta vetrardag en nú erum við allar viðloðandi leikhús og erfitt að finna tíma þar sem við erum allar lausar, þá ákváðum við að flytja þetta yfir á sumarið,“ segir Ólafía. Þær segjast hafa saknað þess að hafa böll í boði þar sem fólk gæti klætt sig upp og farið að dansa. Það hafi vantað undanfarin ár. Húsið í Gamla bíó opnar klukkan níu, ballið byrjar tíu og er búið klukan eitt en engin skylda er að klæða sig upp, bara að hafa gaman. „Enda er þetta ball fyrir fólk á öllum aldri. við erum bæði með nýja tónlist, leggjum út af gömlum textum en tökum líka nýja tónlist sem er relevant í dag,“ segir Vigdís og Katla tekur undir. Þær segja að nóg verði af leynigestum á staðnum og nefna Villa vandræðaskáld, Þórarinn Ólason, Almar Blæ og Magnús R. Einarsson í því samhengi. Einn gestanna er þó svo mikið leynivopn að Heimilistónar gefa ekkert upp um hvar verði þar á ferðinni. „Þetta verða fullt af gestasöngvurum en svo erum við með leynivopn. Það er leynigestur,“ segir Elva og hinar taka undir að þar sé á ferðinni alvöru bomba. „Það er eiginlega erfitt að geta ekki auglýst leynivopnið af því að það myndi trekkja svo að,“ segir Ólafí hlæjandi og hinar taka aftur undir. Þær segjast sérstaklega þakklátar Magnúsi Diðriki Baldurssyni saxófónleikara sem verið hefur fastur liður með sveitinni á tónleikum undanfarin ár. Vinkonurnar ræddu Sumarkjólaballið í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Sumarpar ársins og lifandi Tinder „Það hefur alltaf verið breitt aldursbil ballgesta og svo veljum við flottasta búninginn og höfum valið þriggja manna dómnefnd sem tekur það að sér,“ segir Katla. Ólafía segir að í fyrsta sinn verði valið sumarpar ársins. „Sumarstúlka og sumarherra. Það verður þá sumarparið,“ segir Ólafía og Katla skýtur hlæjandi inn í: „Við þurfum helst að koma þeim saman.“ Í dómnefnd vegna vals á sumarparinu eru þau Dóra Einarsdóttir, Guðmundur Karl Friðjónsson og Almar Blær Sigurjónsson. Þær eru sammála um að það gerist margt á Heimilistónaböllum. Þar finni fólk ástina og nefnir Vigdís einmitt að dóttir hennar hafi fundið sinn mann á slíku balli. Það sé til vitnis um að allt geti gerst. „Þú mátt alveg hafa það eftir okkur að þetta er lifandi Tinder veisla og þau eru ekki eina matchið hjá okkur. Það eru fleiri!“ segir hún og Vigdís bætir því við að þarna sé líka kjörið tækifæri fyrir alla til að koma makanum á óvart. Alls ekki eins og þær voru í Iceguys Þá berst mögnuð frammistaða Heimilistóna í grínþáttunum Iceguys í tal, þar sem brandarinn snýst um að þær einoki æfingarhúsnæði á kostnað popparanna í Iceguys strákasveitinni. Þær segja gott tilefni til að minna á að þær séu alls ekki svona í raunveruleikanum. „Við myndum aldrei rífast við aðra hljómsveit,“ segir Vigdís hlæjandi. Ólafía bætir því við að þær séu einmitt alls ekkert eins og þær hafi leikið „sjálfar sig“ í þáttunum vinsælu. „Bara alls ekki. Þetta er einmitt mjög góð spurning og maður var alveg skíthræddur við að maður væri að ýta aðdáendum frá sér út af tilbúinni frekju,“ segir hún létt í bragði og Katla skýtur því inn að Sóli Hólm, handritshöfundur og skapari þáttanna, eigi þarna allan heiðurinn. Þær segja að það hafi komið til tals að gera sjónvarpsþætti um Heimilistóna, möguleika leikna skemmtiþætti. Það sé erfitt að finna tíma í það, enda þær allar sjálfstætt starfandi og með nóg fyrir stafni. „Bara það að ná okkur saman í þessa tvo daga sem þurfti fyrir Iceguys, það var ekki fyndið hvað það var erfitt. Það var mjög erfitt að finna lausan tíma hjá okkur öllum.“ Þær segja að það sem hafi haldið þeim á sviði hafi verið það hvað þeim finnist þetta skemmtilegt. Þær elski að gefa af sér og samstarfið hafi alltaf gengið vel, þó það sé alltaf flókið að vera í hljómsveit. „Það er svo mannbætandi að vera í hljómsveit. Það ætti að skylda alla til þess, þetta er svo þroskandi, ögrandi,“ segir Elva og hinar taka undir. Þær segja klárt mál að sveitin eigi inni 25 ár í viðbót, hið minnsta. Ráku Röggu Gísla, samt ekki „Við höfum alveg talað um það að það væri gaman að setja myndavél upp í loftið og láta fylgjast með okkur. Því við erum allar með ADHD, munum ekki neitt frá einni sekúndu til annarrar og svo erum við alltaf að skipta um hljóðfæri og maður getur orðið alveg ruglaður,“ segir Ólafía hlæjandi. Vigdís og Katla segja þær oft villast uppi á sviði í miðju lagi. Allt geti gerst uppi á sviði og það verði raunin í alvöru skemmtun í Gamla bíói í kvöld þar sem eflaust muni koma fát á þær nokkrum sinnum á meðan þær skipta um hljóðfæri. „Þetta er líka vegna þess að stundum höfum við verið fimm, stundum fjórar,“ segir Vigdís hlæjandi og Ólafía skýtur inn í í gríni: „Já, við rákum Röggu Gísla. Það var þannig,“ við hlátrasköll hinna. „Það hljómar rosa vel, haltu þessu,“ segir Katla hlæjandi. „Þó það sé bölvuð lygi,“ segir Vigdís og Ólafía bætir við: „Þetta er svolítið gott. Við rákum Röggu Gísla. Já haltu þessu. Þó það sé bölvuð lygi.“ Tölvuvinna í Söngvakeppninni og House remix Talið berst að þátttöku sveitarinnar í Söngvakeppninni árið 2018. Þar vöktu þær gríðarlega athygli og komust í úrslit með slagaranum Kúst og fæjó. Þær segja spurðar það vera í bígerð að gefa út nýja útgáfu af laginu, í House techno stíl, enda sé slíkt inni í dag. „Þetta stendur einmitt til. Það standa yfir viðræður um þetta. Segðu aðdáendum að þetta sé allt í bígerð,“ segir Ólafía og blaðamaður rifjar upp að Halla Tómasdóttir verðandi forseti sé meira að segja með sitt eigið House Remix, þetta eigi því vel við. „Kú, kú, kú, kú Kúúúst og fææææjó,“ syngur Katla með og restin af sveitinni tekur undir að þetta muni gerast. Þær segjast ekki ýkja áhugasamar um að taka mögulega aftur þátt í Söngvakeppninni. „Ég nenni því ekki. Nennið þið því?“ spyr Ólafía og hinar svara neitandi. Þær segja að það hafi komið á óvart hvað það hafi verið mikil tölvuvinna að taka þátt en Katla segir allskonar Eurovision nörda allstaðar að hafa haft samband og viljað vita allskonar hluti um þær. „Þetta var mikil vinna, svona leiðindaálag. Maður er fljótur að gleyma því en núna þegar ég hugsa um þetta, rifjast þetta upp, maður var alltaf að tjékka á póstinum aftur og aftur og aftur.“ Nokkuð ljóst að enginn mun þurfa að tjékka á tölvupóstinum sínum í kvöld í Gamla bíói. Þrátt fyrir leiðindaveður úti á tíma sem á að kallast sumar lofa þær stöllur hlýju veðri og geggjaðri stemningu í salnum í kvöld. Tónlist Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Við höfum fengið fólk sem mætir óvart til okkar á böll, bara dettur inn og það veit ekki hvar á sig stendur veðrið, hvaða gleðibomba er í gangi hérna,“ segir sveitin en blaðamaður fékk að setjast niður með þeim eftir æfingu í Garðabæ. Hljómsveitina er skipuð af fjórum af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar þeim Elvu Ósk Ólafsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Vigdísi Gunnarsdóttur. Leikkonurnar stofnuðu Heimilistóna árið 1997 eða fyrir 26 árum síðan og sveitin hefur komið víða við. Hún tók meðal annars þátt í Söngvakeppninni árið 2018 með slagaranum Kúst og fæjó. Þær segjast hvergi nærri hættar og lofa í hið minnsta 25 árum í viðbót af Heimilistónum. Ball eins og í gamla daga „Við höfum reynt að halda svona ball einu sinni á ári. Fyrst vorum við alltaf með þetta fyrsta vetrardag en nú erum við allar viðloðandi leikhús og erfitt að finna tíma þar sem við erum allar lausar, þá ákváðum við að flytja þetta yfir á sumarið,“ segir Ólafía. Þær segjast hafa saknað þess að hafa böll í boði þar sem fólk gæti klætt sig upp og farið að dansa. Það hafi vantað undanfarin ár. Húsið í Gamla bíó opnar klukkan níu, ballið byrjar tíu og er búið klukan eitt en engin skylda er að klæða sig upp, bara að hafa gaman. „Enda er þetta ball fyrir fólk á öllum aldri. við erum bæði með nýja tónlist, leggjum út af gömlum textum en tökum líka nýja tónlist sem er relevant í dag,“ segir Vigdís og Katla tekur undir. Þær segja að nóg verði af leynigestum á staðnum og nefna Villa vandræðaskáld, Þórarinn Ólason, Almar Blæ og Magnús R. Einarsson í því samhengi. Einn gestanna er þó svo mikið leynivopn að Heimilistónar gefa ekkert upp um hvar verði þar á ferðinni. „Þetta verða fullt af gestasöngvurum en svo erum við með leynivopn. Það er leynigestur,“ segir Elva og hinar taka undir að þar sé á ferðinni alvöru bomba. „Það er eiginlega erfitt að geta ekki auglýst leynivopnið af því að það myndi trekkja svo að,“ segir Ólafí hlæjandi og hinar taka aftur undir. Þær segjast sérstaklega þakklátar Magnúsi Diðriki Baldurssyni saxófónleikara sem verið hefur fastur liður með sveitinni á tónleikum undanfarin ár. Vinkonurnar ræddu Sumarkjólaballið í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Sumarpar ársins og lifandi Tinder „Það hefur alltaf verið breitt aldursbil ballgesta og svo veljum við flottasta búninginn og höfum valið þriggja manna dómnefnd sem tekur það að sér,“ segir Katla. Ólafía segir að í fyrsta sinn verði valið sumarpar ársins. „Sumarstúlka og sumarherra. Það verður þá sumarparið,“ segir Ólafía og Katla skýtur hlæjandi inn í: „Við þurfum helst að koma þeim saman.“ Í dómnefnd vegna vals á sumarparinu eru þau Dóra Einarsdóttir, Guðmundur Karl Friðjónsson og Almar Blær Sigurjónsson. Þær eru sammála um að það gerist margt á Heimilistónaböllum. Þar finni fólk ástina og nefnir Vigdís einmitt að dóttir hennar hafi fundið sinn mann á slíku balli. Það sé til vitnis um að allt geti gerst. „Þú mátt alveg hafa það eftir okkur að þetta er lifandi Tinder veisla og þau eru ekki eina matchið hjá okkur. Það eru fleiri!“ segir hún og Vigdís bætir því við að þarna sé líka kjörið tækifæri fyrir alla til að koma makanum á óvart. Alls ekki eins og þær voru í Iceguys Þá berst mögnuð frammistaða Heimilistóna í grínþáttunum Iceguys í tal, þar sem brandarinn snýst um að þær einoki æfingarhúsnæði á kostnað popparanna í Iceguys strákasveitinni. Þær segja gott tilefni til að minna á að þær séu alls ekki svona í raunveruleikanum. „Við myndum aldrei rífast við aðra hljómsveit,“ segir Vigdís hlæjandi. Ólafía bætir því við að þær séu einmitt alls ekkert eins og þær hafi leikið „sjálfar sig“ í þáttunum vinsælu. „Bara alls ekki. Þetta er einmitt mjög góð spurning og maður var alveg skíthræddur við að maður væri að ýta aðdáendum frá sér út af tilbúinni frekju,“ segir hún létt í bragði og Katla skýtur því inn að Sóli Hólm, handritshöfundur og skapari þáttanna, eigi þarna allan heiðurinn. Þær segja að það hafi komið til tals að gera sjónvarpsþætti um Heimilistóna, möguleika leikna skemmtiþætti. Það sé erfitt að finna tíma í það, enda þær allar sjálfstætt starfandi og með nóg fyrir stafni. „Bara það að ná okkur saman í þessa tvo daga sem þurfti fyrir Iceguys, það var ekki fyndið hvað það var erfitt. Það var mjög erfitt að finna lausan tíma hjá okkur öllum.“ Þær segja að það sem hafi haldið þeim á sviði hafi verið það hvað þeim finnist þetta skemmtilegt. Þær elski að gefa af sér og samstarfið hafi alltaf gengið vel, þó það sé alltaf flókið að vera í hljómsveit. „Það er svo mannbætandi að vera í hljómsveit. Það ætti að skylda alla til þess, þetta er svo þroskandi, ögrandi,“ segir Elva og hinar taka undir. Þær segja klárt mál að sveitin eigi inni 25 ár í viðbót, hið minnsta. Ráku Röggu Gísla, samt ekki „Við höfum alveg talað um það að það væri gaman að setja myndavél upp í loftið og láta fylgjast með okkur. Því við erum allar með ADHD, munum ekki neitt frá einni sekúndu til annarrar og svo erum við alltaf að skipta um hljóðfæri og maður getur orðið alveg ruglaður,“ segir Ólafía hlæjandi. Vigdís og Katla segja þær oft villast uppi á sviði í miðju lagi. Allt geti gerst uppi á sviði og það verði raunin í alvöru skemmtun í Gamla bíói í kvöld þar sem eflaust muni koma fát á þær nokkrum sinnum á meðan þær skipta um hljóðfæri. „Þetta er líka vegna þess að stundum höfum við verið fimm, stundum fjórar,“ segir Vigdís hlæjandi og Ólafía skýtur inn í í gríni: „Já, við rákum Röggu Gísla. Það var þannig,“ við hlátrasköll hinna. „Það hljómar rosa vel, haltu þessu,“ segir Katla hlæjandi. „Þó það sé bölvuð lygi,“ segir Vigdís og Ólafía bætir við: „Þetta er svolítið gott. Við rákum Röggu Gísla. Já haltu þessu. Þó það sé bölvuð lygi.“ Tölvuvinna í Söngvakeppninni og House remix Talið berst að þátttöku sveitarinnar í Söngvakeppninni árið 2018. Þar vöktu þær gríðarlega athygli og komust í úrslit með slagaranum Kúst og fæjó. Þær segja spurðar það vera í bígerð að gefa út nýja útgáfu af laginu, í House techno stíl, enda sé slíkt inni í dag. „Þetta stendur einmitt til. Það standa yfir viðræður um þetta. Segðu aðdáendum að þetta sé allt í bígerð,“ segir Ólafía og blaðamaður rifjar upp að Halla Tómasdóttir verðandi forseti sé meira að segja með sitt eigið House Remix, þetta eigi því vel við. „Kú, kú, kú, kú Kúúúst og fææææjó,“ syngur Katla með og restin af sveitinni tekur undir að þetta muni gerast. Þær segjast ekki ýkja áhugasamar um að taka mögulega aftur þátt í Söngvakeppninni. „Ég nenni því ekki. Nennið þið því?“ spyr Ólafía og hinar svara neitandi. Þær segja að það hafi komið á óvart hvað það hafi verið mikil tölvuvinna að taka þátt en Katla segir allskonar Eurovision nörda allstaðar að hafa haft samband og viljað vita allskonar hluti um þær. „Þetta var mikil vinna, svona leiðindaálag. Maður er fljótur að gleyma því en núna þegar ég hugsa um þetta, rifjast þetta upp, maður var alltaf að tjékka á póstinum aftur og aftur og aftur.“ Nokkuð ljóst að enginn mun þurfa að tjékka á tölvupóstinum sínum í kvöld í Gamla bíói. Þrátt fyrir leiðindaveður úti á tíma sem á að kallast sumar lofa þær stöllur hlýju veðri og geggjaðri stemningu í salnum í kvöld.
Tónlist Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira