Sport

Braut nefið, rif­bein og sleit krossband í sama bar­daganum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dustin Poirier í bardaganum gegn Islam Makhachev.
Dustin Poirier í bardaganum gegn Islam Makhachev. getty/Jeff Bottari

Reynsluboltinn Dustin Poirier fór ansi illa út úr bardaganum við Islam Makhachev í UFC 302.

Eftir bardagann greindi Poirier frá því að hann hefði nef- og rifbeinsbrotnað auk þess sem krossband í hné slitnaði.

Poirier, sem er 35 ára, stóð heldur betur í Makhachev sem er efstur á pund fyrir punda lista UFC. Hann varðist árásum Rússans vel en varð á endanum að játa sig sigraðan.

Poirier liggur nú undir feldi og íhugar framtíð sína, hvort hann eigi að halda áfram að keppa eða láta staðar numið.

Poirier hefur unnið þrjátíu af fjörutíu bardögum sínum á ferlinum.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×