Erlent

Trump lík­lega sviptur byssu­leyfinu í kjöl­far dómsins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Trump hefur leyfi til að bera skotvopn innaklæða í New York.
Trump hefur leyfi til að bera skotvopn innaklæða í New York. Getty/Eva Marie Uzcategui

Lögregluyfirvöld í New York hefur hafið rannsókn sem miðar að því að úrskurða um það hvort svipta eigi Donald Trump, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi forseta, byssuleyfi.

Trump hefur leyfi til að bera skotvopn innanklæða og var með þrjú skotvopn skráð á leyfið. Tveimur vopnum var skilað inn þegar Trump var ákærður fyrir skjalafals í fyrra í tengslum við greiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels en þriðja hefur verið flutt til Flórída, þar sem Trump hefur aðsetur.

Ekki liggur fyrir hvort umrætt skotvopn er enn í eigu Trump.

Forsetinn fyrrverandi var á dögunum dæmdur sekur í ofangreindu máli en samkvæmt alríkislögum og lögum í New York og Flórída mega menn sem hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi (e. felony) ekki eiga skotvopn.

Samkvæmt New York Times verður niðurstaðan líklega sú að svipta Trump leyfinu en hann getur áfrýja ákvörðuninni. Talsmaður Trump tjáði sig ekki beint um málið í yfirlýsingu en sakaði Demókrata um að misbeita kerfinu til að koma höggi á andstæðing sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×