Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 16:09 Ljósmyndin til vinstri er af hluta hópsins við Keflavíkurflugvöll en hin frá Öxnadalnum úr rútuferð hópsins. Ljósmynd/Samsett mynd Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. Útskriftarnemarnir létu ekki mótlætið stöðva sig heldur stukku upp í rútur fimmtán mínútum síðar sem flytja þau á Keflavíkurflugvöll þar sem flugvél á vegum Heimsferða mun flytja þau til Portúgals til að fagna útskriftinni. Þessa sögu segir Magnús Máni Sigurgeirsson, skemmtanastjóri skólafélags Menntaskólans á Akureyri, í samtali við Vísi. Vöknuðu klukkan fimm í morgun „Við vorum búin að innrita farangurinn og öryggisleit og allt heila klabbið. Í upphafi var seinkað flugferðinni, fyrst um einn og hálfan tíma, síðan um örlítið meira en síðan fengum við þær fréttir að við myndum ekki fljúga frá Akureyri,“ segir Magnús. Magnús tekur fram að flestir útskriftarnemarnir hafi vaknað klukkan fimm í morgun en að nú sé áætlað að hópurinn lendi í Portúgal um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Er því langur dagur í höndum fyrir útskriftarnemanna sem halda þó í gleðina. Að sögn Magnúsar er rútan núna stödd á Reykjanesbrautinni. „Við erum að bruna brautina í þessum töluðu orðum,“ segir hann og tekur fram að mikið fjör sé í rútunni þrátt fyrir þreytu. Hann bætir við að sumir hafi reynt að leggja sig í rútuferðinni þó það hafi reynst erfitt vegna spennustigsins í rútunni. Spurður hvort að það sé ekki gott að komast úr appelsínugulri veðurviðvörun á Akureyri og út í sólina í Portúgal segir Magnús: „Jú jú það er einstaklega ljúft“. Akureyri Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Útskriftarnemarnir létu ekki mótlætið stöðva sig heldur stukku upp í rútur fimmtán mínútum síðar sem flytja þau á Keflavíkurflugvöll þar sem flugvél á vegum Heimsferða mun flytja þau til Portúgals til að fagna útskriftinni. Þessa sögu segir Magnús Máni Sigurgeirsson, skemmtanastjóri skólafélags Menntaskólans á Akureyri, í samtali við Vísi. Vöknuðu klukkan fimm í morgun „Við vorum búin að innrita farangurinn og öryggisleit og allt heila klabbið. Í upphafi var seinkað flugferðinni, fyrst um einn og hálfan tíma, síðan um örlítið meira en síðan fengum við þær fréttir að við myndum ekki fljúga frá Akureyri,“ segir Magnús. Magnús tekur fram að flestir útskriftarnemarnir hafi vaknað klukkan fimm í morgun en að nú sé áætlað að hópurinn lendi í Portúgal um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Er því langur dagur í höndum fyrir útskriftarnemanna sem halda þó í gleðina. Að sögn Magnúsar er rútan núna stödd á Reykjanesbrautinni. „Við erum að bruna brautina í þessum töluðu orðum,“ segir hann og tekur fram að mikið fjör sé í rútunni þrátt fyrir þreytu. Hann bætir við að sumir hafi reynt að leggja sig í rútuferðinni þó það hafi reynst erfitt vegna spennustigsins í rútunni. Spurður hvort að það sé ekki gott að komast úr appelsínugulri veðurviðvörun á Akureyri og út í sólina í Portúgal segir Magnús: „Jú jú það er einstaklega ljúft“.
Akureyri Akureyrarflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira