Þingmenn opnið augun og finnið kjarkinn Jón Hjaltason skrifar 5. júní 2024 12:31 Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. Því blasir við enn einn ráðherrafundurinn þar sem hver stappar stálinu í annan og lofar auknum stuðningi við að drepa Rússa. Og svo hvíslar þar hver í annars eyru óhróðri um Pútin, að hann fari um Evrópu myrðandi mann og annan, sé svikahundur, gott ef ekki veikur á geði, sem sagt maður sem alls ekki er semjandi við. Og til að toppa vitleysuna þá eigum við að trúa því að hann hyggist leggja undir sig sífellt fleiri lönd í Evrópu. Úkraína sé aðeins byrjunin. Ég segi ykkur það satt að þessi fundur í Sviss verður ekkert annað en stríðsráðstefna. Íslenskir þingmenn, ég heiti á ykkur, opnið augun. Þótt við séum með stríðsmann á stóli utanríkisráðherra verðið þið engu að síður að setja hag barna okkar og barnabarna ofar stuðningi við helstefnu ráðherrans. Ofar stuðningi við ríkisstjórn sem dansar eftir nótum ráðamanna í Evrópu sem þrjóskast í stórhættulegri villu sinni um að stríðið verði að vinnast á vígvellinum. Það sem blasir við öllum viti bornum mönnum er samningaborð. Þingmenn góðir, takið á ykkur rögg. Látið af stríðsáróðrinum. Stefnið ekki framtíð barna okkar í voða með skaðræðistali um sigur á vígvelli. Efnum til raunverulegrar friðarráðstefnu og bjóðum Rússum. Látum (fyrstu) fjóra milljarðana renna til slíkrar ráðstefnu. Þannig verður þeim best varið. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. Því blasir við enn einn ráðherrafundurinn þar sem hver stappar stálinu í annan og lofar auknum stuðningi við að drepa Rússa. Og svo hvíslar þar hver í annars eyru óhróðri um Pútin, að hann fari um Evrópu myrðandi mann og annan, sé svikahundur, gott ef ekki veikur á geði, sem sagt maður sem alls ekki er semjandi við. Og til að toppa vitleysuna þá eigum við að trúa því að hann hyggist leggja undir sig sífellt fleiri lönd í Evrópu. Úkraína sé aðeins byrjunin. Ég segi ykkur það satt að þessi fundur í Sviss verður ekkert annað en stríðsráðstefna. Íslenskir þingmenn, ég heiti á ykkur, opnið augun. Þótt við séum með stríðsmann á stóli utanríkisráðherra verðið þið engu að síður að setja hag barna okkar og barnabarna ofar stuðningi við helstefnu ráðherrans. Ofar stuðningi við ríkisstjórn sem dansar eftir nótum ráðamanna í Evrópu sem þrjóskast í stórhættulegri villu sinni um að stríðið verði að vinnast á vígvellinum. Það sem blasir við öllum viti bornum mönnum er samningaborð. Þingmenn góðir, takið á ykkur rögg. Látið af stríðsáróðrinum. Stefnið ekki framtíð barna okkar í voða með skaðræðistali um sigur á vígvelli. Efnum til raunverulegrar friðarráðstefnu og bjóðum Rússum. Látum (fyrstu) fjóra milljarðana renna til slíkrar ráðstefnu. Þannig verður þeim best varið. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar