Lífið

Sveita­setur lýtalæknis til sölu: „Eign fyrir fjár­sterka aðila“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er á stærðarinnar jörð sem gefur mikla möguleika til landbúnaðar eða ferðaþjónustu.
Húsið er á stærðarinnar jörð sem gefur mikla möguleika til landbúnaðar eða ferðaþjónustu.

Guðmundur Már Guðmundsson lýtalæknir og eiginkona hans Auður Möller hafa sett reisulegt 270 fermetra hús við Strandarhöfuð austan við Hvolsvelli á sölu. Húsið er staðsett á 240 hektara landi með fallegu útsýni til fjalla og Vestmannaeyja.

Fram kemur í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis að um sé að ræða eign fyrir fjársterka aðila. Á lóðinni er 270 fermetra íbúðarhús, hesthús, reiðhöll og hlaða. Fasteignamat eignarinnar er 99.729.000 kr og brunabótamatið 349.440.000 kr.

Fasteignaljósmyndun

Íbúðarhúsið er tveggja hæða timburhús sem var byggt árið 2006. Húsið skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu og stofu í opnu rými, fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi, opið sjónvarpsrými, sturtuherbergi, þvottahús, búr og tvöfaldan bílskúr. Við húsið er stærðarinnar timburverönd með heitum potti.

Húsið er innréttað á afar fallegan og hlýlegan máta, sannkallað sveitasetur.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×