„Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2024 11:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Arnar Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. „Ég held hins vegar að við Vinstri græn þurfum að hefja nýjan kafla,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður VG, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Flokkurinn hafi, fyrir 25 árum, lagt fram róttæka vinstristefnu, femínisma og friðarhyggju, auk þess sem flokkurinn hafi sett umhverfismál á dagskrá. „Ég held að við þurfum að leita í ræturnar. Ég óttast að það verði hægri sveifla í næstu Alþingiskosningum, og við ætlum okkur svo sannarlega að vera vinstra megin við hana,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir flokkinn ekki ætla að hlaupa frá borði vegna skoðanakannanna. Stefnt sé að því að halda stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki út kjörtímabilið. „Erum auðvitað í stórum málum núna, að klára þingið. Það er verkefni næstu daga.“ Vill lítið lesa í forsetakosningarnar Guðmundur sagðist sem minnst vilja lesa út úr niðurstöðum nýafstaðinna forsetakosninga, þar sem hans gamli formaður, Katrín Jakobsdóttir, laut í lægra haldi fyrir Höllu Tómasdóttur. „Þjóðin hefur sagt hvern hún vill fá sem forseta og ég óska bara Höllu Tómasdóttur innilega til hamingju með forsetakjörið.“ Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
„Ég held hins vegar að við Vinstri græn þurfum að hefja nýjan kafla,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður VG, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Flokkurinn hafi, fyrir 25 árum, lagt fram róttæka vinstristefnu, femínisma og friðarhyggju, auk þess sem flokkurinn hafi sett umhverfismál á dagskrá. „Ég held að við þurfum að leita í ræturnar. Ég óttast að það verði hægri sveifla í næstu Alþingiskosningum, og við ætlum okkur svo sannarlega að vera vinstra megin við hana,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir flokkinn ekki ætla að hlaupa frá borði vegna skoðanakannanna. Stefnt sé að því að halda stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki út kjörtímabilið. „Erum auðvitað í stórum málum núna, að klára þingið. Það er verkefni næstu daga.“ Vill lítið lesa í forsetakosningarnar Guðmundur sagðist sem minnst vilja lesa út úr niðurstöðum nýafstaðinna forsetakosninga, þar sem hans gamli formaður, Katrín Jakobsdóttir, laut í lægra haldi fyrir Höllu Tómasdóttur. „Þjóðin hefur sagt hvern hún vill fá sem forseta og ég óska bara Höllu Tómasdóttur innilega til hamingju með forsetakjörið.“
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira