Köld norðlæg átt á leiðinni og veður fer ört versnandi Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2024 07:16 Appelsínugular viðvaranir taka gildi víða um land síðdegis í dag. Veðurstofan Djúp lægð norðaustur af landinu beinir nú til okkar kaldri norðlægri átt. Fyrri part dags má gera ráð fyrir að vindur verði yfirleitt ekki hvass og úrkoma hvergi mikil, en síðdegis fari veður ört versnandi á Norður- og Austurlandi. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld megi búast við norðvestan hvassviðri eða stormi á þeim slóðum með slyddu eða snjókomu. Hiti á landinu í dag verður á bilinu tvö til tíu stig og verður mildast syðst. „Næstu daga er svo útlit fyrir norðan óveður á landinu með kalsa úrkomu norðan- og austanlands, ýmist rigningu, slyddu eða snjókomu, en lengst af úrkomulítið sunnantil. Samkvæmt nýjustu spám mun veðrið standa linnulítið fram á aðfaranótt föstudags, en skánar þá talsvert gangi spár eftir. Gefnar hafa verið út viðvaranir og þeir sem eiga eitthvað undir veðri eru hvattir til að kynna sér þær og fylgjast vel með veðurspám og veðurathugunum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þannig taka appelsínugular viðvaranir gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna hríðarveðurs síðdegis í dag. Gular viðvaranir taka vildi annars staðar á landinu seint í kvöld eða í fyrramálið. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðan og norðvestan 15-23 m/s. Slydda eða snjókoma á Norður- og Austurlandi, en rigning nærri sjávarmáli. Hiti 0 til 4 stig. Þurrt að kalla sunnantil og við vesturströndina með hita að 9 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðvestan og norðan 13-20, hvassast suðaustantil. Víða rigning, slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Norðvestan og norðan hvassviðri eða stormur. Úrkomulítið sunnantil og við vesturströndina, annars slydda, rigning eða snjókoma. Mikil úrkoma á Norðurlandi. Hiti 0 til 9 stig, mildast suðaustanlands. Á föstudag: Norðan 8-15 og skúrir eða él, en þurrt um landið sunnanvert. Hiti 2 til 12 stig, mildast syðst Á laugardag: Breytileg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt á Suður- og Vesturlandi fram eftir degi. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Suðaustanátt og rigning, en þurrt að kalla norðan- og austanlands. Hlýnar í veðri. Veður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld megi búast við norðvestan hvassviðri eða stormi á þeim slóðum með slyddu eða snjókomu. Hiti á landinu í dag verður á bilinu tvö til tíu stig og verður mildast syðst. „Næstu daga er svo útlit fyrir norðan óveður á landinu með kalsa úrkomu norðan- og austanlands, ýmist rigningu, slyddu eða snjókomu, en lengst af úrkomulítið sunnantil. Samkvæmt nýjustu spám mun veðrið standa linnulítið fram á aðfaranótt föstudags, en skánar þá talsvert gangi spár eftir. Gefnar hafa verið út viðvaranir og þeir sem eiga eitthvað undir veðri eru hvattir til að kynna sér þær og fylgjast vel með veðurspám og veðurathugunum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þannig taka appelsínugular viðvaranir gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna hríðarveðurs síðdegis í dag. Gular viðvaranir taka vildi annars staðar á landinu seint í kvöld eða í fyrramálið. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðan og norðvestan 15-23 m/s. Slydda eða snjókoma á Norður- og Austurlandi, en rigning nærri sjávarmáli. Hiti 0 til 4 stig. Þurrt að kalla sunnantil og við vesturströndina með hita að 9 stigum yfir daginn. Á miðvikudag: Norðvestan og norðan 13-20, hvassast suðaustantil. Víða rigning, slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Norðvestan og norðan hvassviðri eða stormur. Úrkomulítið sunnantil og við vesturströndina, annars slydda, rigning eða snjókoma. Mikil úrkoma á Norðurlandi. Hiti 0 til 9 stig, mildast suðaustanlands. Á föstudag: Norðan 8-15 og skúrir eða él, en þurrt um landið sunnanvert. Hiti 2 til 12 stig, mildast syðst Á laugardag: Breytileg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt á Suður- og Vesturlandi fram eftir degi. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Suðaustanátt og rigning, en þurrt að kalla norðan- og austanlands. Hlýnar í veðri.
Veður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Sjá meira