Beið í klukkustund eftir að fá að kjósa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 20:26 Inga Heiða Lunddal segir starfsfólk kjördeildar í Lækjarskóla hafa með einstakri kurteisi og vingjarnlegheitum hafa komið í veg fyrir að hún yrði pirruð þegar hún beið í klukkutíma í röð eftir kjörklefa. Kjósandi í Hafnarfirði ætlaði að skjótast í Lækjarskóla til að greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt um sexleytið. Úr varð klukkustundarlöng bið eftir að komast í kjörklefann. „Þetta var bara galið,“ segir Inga Heiða Lunddal Gestsdóttir. Hún leggur áherslu á hve almennilegt og kurteist starfsfólk í Lækjarskóla hafi verið en biðin hafi þó reynt á þolinmæðina. Hún telur biðina líklega mega rekja til þess að í fyrstu kjördeild mæti þeir sem búi í ákveðnum götum en einnig fólk sem tilheyrir hópunum „Erlend búseta“ og „ótilgreint“. Auk þess séu húsin flest blokkir og því margir íbúar á einum fleti. Eina röðin „Það var ekki röð neins staðar nema í okkar kjördeild,“ segir Inga Heiða. Hún áætlar að um áttatíu manns hafi verið í röðinni þegar mest var sem mjakaðist áfram. Sumir höfðu alls ekki þolinmæði eða hreinlega tíma í biðina. „Það var ein sem sagðist ekki ætla að kjósa,“ segir Inga Heiða. Starfsfólk hafi brugðist skynsamlega við, hleypt henni fram fyrir og leyft að kjósa. Aðrir hafi yfirgefið svæðið og sagst ætla að koma aftur síðar. Hvort sú verði raunin þurfi að koma í ljós. Þótt Inga Heiða fái klukkutímann í röðinni fyrsta laugardaginn í júní aldrei aftur hrósar hún starfsfólki kjörnefndar í hástert. Þau hafi gengið um, leiðbeint fólki úr öðrum kjördeildum sem villtist í röðina löngu og svo leitað uppi eldra fólk og boðið því stóla. Nýtti atkvæðið vel „Þetta er allavega búið,“ segir Inga greinilega í góðum gír fyrir kvöldið. Hún hafi nýtt atkvæðið vel og kosið rétt. „Svo vil ég þakka stelpunni sem tók á móti okkur virkilega vel fyrir. Hún var svo brosmild og kurteis,“ segir Inga. Það hafi komið í veg fyrir að hægt væri að verða pirraður. Ekki náðist í Gest Svavarsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar. Forsetakosningar 2024 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. 1. júní 2024 20:31 „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. 1. júní 2024 19:57 Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Þetta var bara galið,“ segir Inga Heiða Lunddal Gestsdóttir. Hún leggur áherslu á hve almennilegt og kurteist starfsfólk í Lækjarskóla hafi verið en biðin hafi þó reynt á þolinmæðina. Hún telur biðina líklega mega rekja til þess að í fyrstu kjördeild mæti þeir sem búi í ákveðnum götum en einnig fólk sem tilheyrir hópunum „Erlend búseta“ og „ótilgreint“. Auk þess séu húsin flest blokkir og því margir íbúar á einum fleti. Eina röðin „Það var ekki röð neins staðar nema í okkar kjördeild,“ segir Inga Heiða. Hún áætlar að um áttatíu manns hafi verið í röðinni þegar mest var sem mjakaðist áfram. Sumir höfðu alls ekki þolinmæði eða hreinlega tíma í biðina. „Það var ein sem sagðist ekki ætla að kjósa,“ segir Inga Heiða. Starfsfólk hafi brugðist skynsamlega við, hleypt henni fram fyrir og leyft að kjósa. Aðrir hafi yfirgefið svæðið og sagst ætla að koma aftur síðar. Hvort sú verði raunin þurfi að koma í ljós. Þótt Inga Heiða fái klukkutímann í röðinni fyrsta laugardaginn í júní aldrei aftur hrósar hún starfsfólki kjörnefndar í hástert. Þau hafi gengið um, leiðbeint fólki úr öðrum kjördeildum sem villtist í röðina löngu og svo leitað uppi eldra fólk og boðið því stóla. Nýtti atkvæðið vel „Þetta er allavega búið,“ segir Inga greinilega í góðum gír fyrir kvöldið. Hún hafi nýtt atkvæðið vel og kosið rétt. „Svo vil ég þakka stelpunni sem tók á móti okkur virkilega vel fyrir. Hún var svo brosmild og kurteis,“ segir Inga. Það hafi komið í veg fyrir að hægt væri að verða pirraður. Ekki náðist í Gest Svavarsson, formann yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, við vinnslu fréttarinnar.
Forsetakosningar 2024 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. 1. júní 2024 20:31 „Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. 1. júní 2024 19:57 Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda. 1. júní 2024 20:31
„Galið! Kosningar eru greinilega ekki fyrir öll!“ Ingvar Örn Arngeirsson segir að betur megi huga að fólki sem glími við áskoranir þegar komi að kosningum. Einhverfur vinur hans treysti sér ekki til að fara inn í kjörklefa og gat af þeim sökum ekki kosið í dag. 1. júní 2024 19:57
Mætti á kjörstað en fékk þau svör að hún væri búin að kjósa Þorgerður Björnsdóttir, Selfyssingur á áttræðisaldri, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hún var búin að kjósa í forsetakosningunum. Hún hafði þó ekki greitt atkvæði sjálf. 1. júní 2024 19:29