Innlent

Slasaðist á buggy-bíl í Básum í Goðalandi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Björgunarsveitir og sjúkraflutningar voru komin á staðinn klukkan 15 og þyrla um 15:35 og var þá sjúklingur fluttur um borð í hana.
Björgunarsveitir og sjúkraflutningar voru komin á staðinn klukkan 15 og þyrla um 15:35 og var þá sjúklingur fluttur um borð í hana. Landsbjörg

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag að beiðni lögreglunnar til að sækja konu sem hafði slasast við akstur buggy-bifreiðar í Básum í Goðalandi.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlusveitin sé á staðnum að undirbúa brottför. Konan verði flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Engar upplýsingar eru um það hvort um sé að ræða ferðamann eða Íslending, eða hversu alvarlega slösuð konan sé.

Landsbjörg

Uppfært 18:15:

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu  Landsbjörg segir að bíllinn hafi verið að keyra á vegslóða sem liggi ofan á varnargarði við Goðaland þegar hann hafi niður oltið garðinn og út í á.

„Björgunarsveitir sitt hvoru megin Markarfljóts, frá Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út um 10 mínútur yfir tvö, ásamt sjúkraflutningafólki. Ökumaður buggy bílsins virðist hafa losnað úr bílnum við veltuna og festist við hann. Nærstaddir náðu að koma henni strax til aðstoðar og losa frá bílnum og upp úr ánni.

Svo heppilega vildi til að inn á Goðalandi var staddur hópur lækna á ferðalagi sem fór þegar á staðinn og hlúði að þeirri sem slasaðist meðan björgunarsveitir fluttu sjúkraflutningafólk inn að Goðalandi. Þeir mátu ástandið þannig að rétt væri að kalla til þyrlu.

Björgunarsveitir og sjúkraflutningar voru komin á staðinn klukkan 15 og þyrla um 15:35 og var þá sjúklingur fluttur um borð í hana. Björgunarsveitir fóru svo í það verkefni að ná bílnum úr ánni. Því verki var lokið um hálf fimm í dag og héldu björgunarsveitir þá til baka,“ segir í tilkynningunni.

Landsbjörg

Landsbjörg

Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×