Enski boltinn

Ekkert verður af kaupunum á Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Útlitið er ekki bjart hjá Dominic Calvert-Lewin og félögum í Everton ef ekki telst að selja félagið. Hann er einn af þeim sem gæti verið seldur til að bæta fjárhagsstöðuna.
Útlitið er ekki bjart hjá Dominic Calvert-Lewin og félögum í Everton ef ekki telst að selja félagið. Hann er einn af þeim sem gæti verið seldur til að bæta fjárhagsstöðuna. Getty/Alex Livesey

Everton leitar sér nú að nýjum kaupanda eftir að ekkert varð að kaupum bandaríska fjárfestingafélaginu 777 Partners á enska úrvalsdeildarfélaginu.

Þetta eru ekki góðar fréttir enda glímir Everton við mikla fjárhagserfiðleika og missti meðal annars stig í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili vegna þeirra.

Farhad Moshiri, meirihlutaeigandi í Everton, var búinn að semja við 777 hópinn í síðasta september um sölu á 94,1 prósent hluta í félaginu.

Niðurstaðan var aftur á móti, eftir viðræður 777, Everton og ensku úrvalsdeildarinnar, að ekki fengust sannanir fyrir því að fjárfestingafélagið ætti peninginn til að kaupa Everton.

777 Partners missti á endanum af lokafrestinum til að sanna það að það ætti þessa fjármuni og Everton þarf nú að leita að nýjum kaupanda. Það má helst ekki taka langan tíma.

Félagið hélt sér sem betur fer fyrir þá í deildinni en óskynsöm kaup og peningaeyðsla síðustu ár setur það í mjög erfiða stöðu. Reksturinn er erfiður og nauðsynlegt að fá fjársterkan aðila inn til að bjarga málunum.

Við það bætist að Everton er að byggja nýjan glæsilegan leikvang á besta stað niður við höfnina í Liverpool. Það kostar líka sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×