Verðmætin og sköpunarkraftur sá sem í mannauð okkar býr Pétur Már Halldórsson skrifar 1. júní 2024 08:31 Við lifum í landi sem er ríkt af náttúruauðlindum. Við búum að gnótt grænnar orku sem falin er í fallvötnum, jarðhita og vindi. Við státum af órþjótnadi uppsprettu tærasta vatns í heimi. Við sitjum umlukin ríkari fiskimiðum en nokkur þjóð og búum í stórbrotinni náttúru sem milljónir ferðamenn vilja njóta. Á liðnum áratugum höfum við höfum byggt lífskjör okkar, hagvöxt og verðmætasköpun á þessum mögnuðu náttúruaðulindum og grunnstoðunum þremur; fiskinum, orkunni og ferðamannastraum. Verðmætasta auðlind þessa lands er þó mannauður þjóðarinnar og af honum hefur sprottið fjórða stoð okkar hagkerfis. Sú stoð sem vaxið hefur hvað hraðast á síðasta áratug. Það er stoð nýsköpunar, hátækni- og hugverka og iðnaðar. Ævintýrið um Nox Undanfarin 14 ár hef ég fengið að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hluti af þeirri einvala sveitar sérfræðinga sem hafa byggt upp hátæknifyrirtækið Nox Medical. Nox varð til þegar forveri þess Flaga hf, lagði niður starfsemi sína á Íslandi og flutti úr landi árið 2006, Fyrst og fremst sökum þess að í þá daga var rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja á Íslandi á engan hátt sambærilegt við það rekstrarumhverfi sem önnur þjóðríki kepptust við að skapa þeim fyrirtækjum sem byggja starfsemi sína á nýsköpun, tækniþróun og hugviti. Þegar eigendur Flögu töldu þann kost vænstan að slökkva ljósin á Íslandi, leggja niður verðmæt þekkingarstörf og flytja reksturinn úr landi var það undir forystu hjónanna og frumkvöðlanna Kolbrúnar Eydísar Ottósdóttur og Sveinbjörns Höskuldssonar að sjö verkfræðingar og fyrrum starfsmenn Flögu sem höfðu misst vinnuna, lögðu úr vör og stofnuðu Nox Medical á grunni þeirrar þekkingar og reynslu sem þau höfðu öðlast í störfum sínum fyrir Flögu. Nú átján árum síðar er Nox Medical leiðandi fyrirtæki í heiminum í þróun, framleiðslu og sölu lækningatækja sem notuðu eru eru af heilbrigðisstéttum um til greininga á svefntruflunum. Rúmlega 20 milljónir einstaklinga um allan heim hafa nú fengið greiningu á svefnvandamálum þar sem tækni Nox kemur við sögu. Starfsmenn Nox á Íslandi eru nú rúmlega 100 talsins. Auk þess starfa rúmlega 300 starfsmenn hjá systur fyrirtækjum Nox í bandaríkjunum en Nox Medical sameinaði starfsemi sína árið 2019 við Fusion Health í Atlanta undir merkjum Nox Health Group Inc. Velta samstæðunnar 2024 er áætluð rúmlega 10 milljarðar kr. Á 16 árum hefur Nox vaxið úr því að vera tekjulaus sproti í að vera stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum og hefur á sama tíma skilað rúmum 27 milljörðum af gjaldeyristekjum inn í íslenskt hagkerfi. Ekkert sprettur af sjálfu sér. Vissulega þarf góða og byltingakennda hugmynd, þrotlausar rannsóknir og þróun hugmyndarinnar til að koma henni í vöru. Það þarf að vera óhræddur við að gera mistök og læra af þeim. En fyrst og síðast er það kraftur, samheldni, útsjónarsemi og þrautseigja þess fólks sem leggur sig allt fram og vinnur sigrana. Það er mannauðurinn sem sem skilar þessum árangri. Þau fyrirtæki sem byggja verðmæta sköpun sína á nýsköpun, tækniþróun og þeim verðmætum sem í mannauði býr, þurfa að búa við rekstrarskilyrði sem eru fyrsta flokks. Annars skjóta sprotar ekki rótum og ná aldrei að verða að þeim ævintýrum sem við höfum séð verða að veruleika á Íslandi í fyrirtækjum eins og Kerecis, Controlant , Alvotech, að ógleymdum brautryðjendum á sviði nýsköpunar og þekkingarfyrirtækjanna Össur og Marel. Samkeppni þjóðríkja Það er frekar stutt síðan að stjórnvöld hér að landi fóru að sjá tækifæri og vinna markvisst í því að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði fyrir þau fyrirtæki frumkvöðla sem sem byggja verðmætasköpun sína á nýsköpun, tækniþróun og hugverkum. Í stjórnartíð síðustu tveggja ríkistjórna undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur orðið grundvallar breyting á. Mikilvægi þess að styrkja grunnrannsóknir og sprota á fyrstu stigum eins og gert er gegnum Tækniþróunarsjóð Rannís er ótvírætt. Án tilvistar Tækniþróunarsjóðs hefur hugmyndin um Nox aldrei orðið að veruleika. Tilkoma Kríu Sprota og Nýsköpunarsjóðs árið 2021 hefur stuðlað að aukinni fjárfestingu vísisjóða í nýsköpunarfyrirtækjum og fjármögnunarumhverfi þeirra hefur tekið stakkaskiptum. Síðast en ekki síst skiptir sköpum sá hvati sem falinn er í endurgreiðslu hins opinbera á hluta fjárfestinga fyrirtækja í rannsókna og þróunarstarfi. Þessi hvati er eitt af áhrifaríkustu tækjum þjóðríkja í að laða til sín og byggja upp fyrirtæki í þekkingariðnaði. Þessi fyrirtæki byggja starfsemi sína alla jafna ekki á náttúruauðlindum annarri en þeirri sem í mannauð okkar býr. Fyrirkomulag þetta hefur sannað gildi sitt og þjóðhagslegur ávinningur sem af því hlýst er mikill. Hvati þessi til fjárfestinga skilar sér margfalt til baka til þjóðríkja í auknum skatttekjum. Katrínu á Bessastaði Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafa ríkisstjórnir hennar tekið veigamiklar, djarfar og framsæknar ákvarðanir sem styrkja samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðavettvangi og leiða til þess að hér verða til ný fyrirtæki, ný störf og og öflugir tekjustraumar gjaldeyris sem spretta af nýsköpun. Ákvarðanir sem stuðla að aukinni hagsæld og verða til þess að við bjóðum komandi kynslóðum fjölbreytt spennandi og vel launuð störf sem við viljum að börnin okkar njóti. Það er vegna ótvíræðra leiðtogahæfleika Katrínar Jakobsdóttur, skilnings hennar á tækifærum nýsköpunar og þeim verðmætum og sköpunarkrafti sem í mannauð okkar býr, að hún er sá forseti sem ég óska mér. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Nox Medical, stjórnarformaður Nox Holding og Stjórnarmaður í Kríu sprota og nýsköpunarsjóði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Við lifum í landi sem er ríkt af náttúruauðlindum. Við búum að gnótt grænnar orku sem falin er í fallvötnum, jarðhita og vindi. Við státum af órþjótnadi uppsprettu tærasta vatns í heimi. Við sitjum umlukin ríkari fiskimiðum en nokkur þjóð og búum í stórbrotinni náttúru sem milljónir ferðamenn vilja njóta. Á liðnum áratugum höfum við höfum byggt lífskjör okkar, hagvöxt og verðmætasköpun á þessum mögnuðu náttúruaðulindum og grunnstoðunum þremur; fiskinum, orkunni og ferðamannastraum. Verðmætasta auðlind þessa lands er þó mannauður þjóðarinnar og af honum hefur sprottið fjórða stoð okkar hagkerfis. Sú stoð sem vaxið hefur hvað hraðast á síðasta áratug. Það er stoð nýsköpunar, hátækni- og hugverka og iðnaðar. Ævintýrið um Nox Undanfarin 14 ár hef ég fengið að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hluti af þeirri einvala sveitar sérfræðinga sem hafa byggt upp hátæknifyrirtækið Nox Medical. Nox varð til þegar forveri þess Flaga hf, lagði niður starfsemi sína á Íslandi og flutti úr landi árið 2006, Fyrst og fremst sökum þess að í þá daga var rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja á Íslandi á engan hátt sambærilegt við það rekstrarumhverfi sem önnur þjóðríki kepptust við að skapa þeim fyrirtækjum sem byggja starfsemi sína á nýsköpun, tækniþróun og hugviti. Þegar eigendur Flögu töldu þann kost vænstan að slökkva ljósin á Íslandi, leggja niður verðmæt þekkingarstörf og flytja reksturinn úr landi var það undir forystu hjónanna og frumkvöðlanna Kolbrúnar Eydísar Ottósdóttur og Sveinbjörns Höskuldssonar að sjö verkfræðingar og fyrrum starfsmenn Flögu sem höfðu misst vinnuna, lögðu úr vör og stofnuðu Nox Medical á grunni þeirrar þekkingar og reynslu sem þau höfðu öðlast í störfum sínum fyrir Flögu. Nú átján árum síðar er Nox Medical leiðandi fyrirtæki í heiminum í þróun, framleiðslu og sölu lækningatækja sem notuðu eru eru af heilbrigðisstéttum um til greininga á svefntruflunum. Rúmlega 20 milljónir einstaklinga um allan heim hafa nú fengið greiningu á svefnvandamálum þar sem tækni Nox kemur við sögu. Starfsmenn Nox á Íslandi eru nú rúmlega 100 talsins. Auk þess starfa rúmlega 300 starfsmenn hjá systur fyrirtækjum Nox í bandaríkjunum en Nox Medical sameinaði starfsemi sína árið 2019 við Fusion Health í Atlanta undir merkjum Nox Health Group Inc. Velta samstæðunnar 2024 er áætluð rúmlega 10 milljarðar kr. Á 16 árum hefur Nox vaxið úr því að vera tekjulaus sproti í að vera stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum og hefur á sama tíma skilað rúmum 27 milljörðum af gjaldeyristekjum inn í íslenskt hagkerfi. Ekkert sprettur af sjálfu sér. Vissulega þarf góða og byltingakennda hugmynd, þrotlausar rannsóknir og þróun hugmyndarinnar til að koma henni í vöru. Það þarf að vera óhræddur við að gera mistök og læra af þeim. En fyrst og síðast er það kraftur, samheldni, útsjónarsemi og þrautseigja þess fólks sem leggur sig allt fram og vinnur sigrana. Það er mannauðurinn sem sem skilar þessum árangri. Þau fyrirtæki sem byggja verðmæta sköpun sína á nýsköpun, tækniþróun og þeim verðmætum sem í mannauði býr, þurfa að búa við rekstrarskilyrði sem eru fyrsta flokks. Annars skjóta sprotar ekki rótum og ná aldrei að verða að þeim ævintýrum sem við höfum séð verða að veruleika á Íslandi í fyrirtækjum eins og Kerecis, Controlant , Alvotech, að ógleymdum brautryðjendum á sviði nýsköpunar og þekkingarfyrirtækjanna Össur og Marel. Samkeppni þjóðríkja Það er frekar stutt síðan að stjórnvöld hér að landi fóru að sjá tækifæri og vinna markvisst í því að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði fyrir þau fyrirtæki frumkvöðla sem sem byggja verðmætasköpun sína á nýsköpun, tækniþróun og hugverkum. Í stjórnartíð síðustu tveggja ríkistjórna undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur orðið grundvallar breyting á. Mikilvægi þess að styrkja grunnrannsóknir og sprota á fyrstu stigum eins og gert er gegnum Tækniþróunarsjóð Rannís er ótvírætt. Án tilvistar Tækniþróunarsjóðs hefur hugmyndin um Nox aldrei orðið að veruleika. Tilkoma Kríu Sprota og Nýsköpunarsjóðs árið 2021 hefur stuðlað að aukinni fjárfestingu vísisjóða í nýsköpunarfyrirtækjum og fjármögnunarumhverfi þeirra hefur tekið stakkaskiptum. Síðast en ekki síst skiptir sköpum sá hvati sem falinn er í endurgreiðslu hins opinbera á hluta fjárfestinga fyrirtækja í rannsókna og þróunarstarfi. Þessi hvati er eitt af áhrifaríkustu tækjum þjóðríkja í að laða til sín og byggja upp fyrirtæki í þekkingariðnaði. Þessi fyrirtæki byggja starfsemi sína alla jafna ekki á náttúruauðlindum annarri en þeirri sem í mannauð okkar býr. Fyrirkomulag þetta hefur sannað gildi sitt og þjóðhagslegur ávinningur sem af því hlýst er mikill. Hvati þessi til fjárfestinga skilar sér margfalt til baka til þjóðríkja í auknum skatttekjum. Katrínu á Bessastaði Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafa ríkisstjórnir hennar tekið veigamiklar, djarfar og framsæknar ákvarðanir sem styrkja samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðavettvangi og leiða til þess að hér verða til ný fyrirtæki, ný störf og og öflugir tekjustraumar gjaldeyris sem spretta af nýsköpun. Ákvarðanir sem stuðla að aukinni hagsæld og verða til þess að við bjóðum komandi kynslóðum fjölbreytt spennandi og vel launuð störf sem við viljum að börnin okkar njóti. Það er vegna ótvíræðra leiðtogahæfleika Katrínar Jakobsdóttur, skilnings hennar á tækifærum nýsköpunar og þeim verðmætum og sköpunarkrafti sem í mannauð okkar býr, að hún er sá forseti sem ég óska mér. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Nox Medical, stjórnarformaður Nox Holding og Stjórnarmaður í Kríu sprota og nýsköpunarsjóði
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar