Skoðun

Takk, Katrín

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

...fyrir að bjóða þig fram til embættis forseta Íslands.

Ég hvatti þig til þess í blaðagrein fyrir tólf árum sem birtist bæði í Fréttablaðinu 29. mars 2012 og Morgunblaðinu 12. apríl 2012. Leiðtogafærni þín var megin inntak þeirrar greinar.

Þér fannst ekki tímabært að bjóða þig fram til embættis forseta fyrr en nú, þrátt fyrir að hafa fengið ítrekað hvatningu til þess. Ég er þér þakklát fyrir að hafa þjónað samfélagi okkar í forystuhlutverki sem alþingismaður og ráðherra í öll þessi ár. Mér hefur liðið vel að vita af þér sem forsætisráðherra. Þú færð mitt atkvæði.

Höfundur er skólameistari.




Skoðun

Skoðun

1969

Tómas A. Tómasson skrifar

Sjá meira


×