Arnar Þór Jónsson Meyvant Þórólfsson skrifar 31. maí 2024 15:00 Eflaust varpa flestir öndinni léttar þegar þeirri skýjareið og draumarugli lýkur, sem einkennt hefur umræðuna um forsetakosningar undanfarið. Engan skal undra að þjóðinni líði eins og húðsneyptum hundi og fái aulahroll, þegar hún heyrir fjölmiðlafólk, misgáfaða álitsgjafa og suma frambjóðendur ræða um sig, eins og hún sjálf sé mállaus óviti er þurfi að hugsa fyrir: Þjóðin vill, þjóðin þarf, þjóðinni finnst … Þjóðin er sögð vilja uppfæra grunngildin, flétta saman sviðsmyndum eins og landsbyggð og höfuðborgarsvæði, þrá forseta sem er hlýr og góður stemningsmaður, sem byggir brú á milli kynslóða og berst gegn leiðindum, forseta sem fræðir umheiminn um mikilfengleik Íslands, auðlindir landsins og menningu og markaðssetur þannig landið. Þjóðin þurfi forseta sem hefur starfað erlendis, sótt fræga háskóla í útlöndum, hafi hitt fræga þjóðarleiðtoga og hugsi „glóbalt“. Hvað sem öðru líður þá heldur vindhaninn á Bessastaðakirkju áfram að snúast eftir vindum og skoðanakönnunarfyrirtækin innræta hjá þjóðinni það fylgismynstur sem réttrúnaðarelítunni hugnast. Allt samkvæmt áætlun. Einn forsetaframbjóðandi hefur staðið upp úr í öllu þessu rugli, haldið sig við verðug málefni, sýnt hógværð og kurteisi og staðið sig best gagnvart óvæntum áskorunum, hvort sem var um að ræða fiskflökun, svör við hraðaspurningum eða að lýsa kvótakerfinu á ensku fyrir breskum forsætisráðherra. Það er Arnar Þór Jónsson. Færa má fjölmörg rök sem styðja að Arnar verði 7. forseti íslenska lýðveldisins. Hann hefur lagt áherslu á að Evrópurétturinn megi aldrei öðlast forgang fram yfir íslensk lög. Þannig hefur hann varað við kröfu ESA um bókun 35 og lítur á fyrirhugaða samþykkt hennar sem uppgjöf í hagsmunagæslu fyrir Ísland. Hann undirstrikar að fólkið í landinu sé hinn eiginlegi valdhafi, ekki kjörnir fulltrúar sem koma og fara. Þess vegna sé forseta skylt að nýta málskotsréttinn, ef teflt er í tvísýnu stjórnarskrárvörðum réttindum Íslendinga, yfirráðarétti þjóðarinnar yfir eigin landi eða verið er að framselja vald eða selja auðlindir. Arnar hefur bent á að heimurinn hafi breyst umtalsvert á þeim 30 árum sem liðin eru frá tilkomu EES-samningsins. Þess vegna komi til greina að Ísland segi sig frá honum, ef sjálfstæði landsins er ógnað vegna síbreytilegra túlkana á honum. Dyr standa eftir sem áður opnar fyrir viðskipti, menningarleg samskipti, menntun og störf. Hann telur varasamt að Ísland aðhyllist Evrópusambandsaðild. Þar eru ákvarðanir teknar af embættismönnum, sem fólk hefur ekki kosið. Stefnumótun fer fram á bak við luktar dyr án þess að almenningur fái að tjá sig, skrifræði hefur aukist, stjórnarskrifstofur Evrópusambandsins eru gerðar miðlægar, en ekki þingið. Arnar telur óráðlegt að við gerumst farþegar í regluverki Evrópusambandsins, sem heggur sífellt nær sjálfstæði okkar, m.a. í orkumálum. Að hans mati hefði átt að bera þá örlagaríku stefnubreytingu íslenskra stjórnvalda í utanríkismálum undir ríkisráðsfund, að taka beinan þátt í stríðsrekstri ríkis utan NATO, og varhugavert að fagráðherra í ríkisstjórn Íslands geti leikið einleik í svo afdrifaríku máli. Að auki telur hann mikilvægt að stíga varlega til jarðar í afstöðu til allra stríðsátaka sem nú geisa um víða veröld. Arnar vill standa vörð um málefnalega og gagnrýna umræðu. Þannig geti almenningur lagt fram spurningar og málefnalega gagnrýni gagnvart aðgerðum valdhafa, jafnt í flóknum málum á borð við loftslagsvá og heimsfaraldur sem öðrum. Styðjast þarf við bestu vísindalegu þekkingu, en varast að tilbiðja tilteknar vísindakenningar. Að mati Arnars er það rökvilla að halda því fram að sjónarmið sé rétt er meiri hluti manna styður það. Þess vegna þurfum við að verja hinn frjálsa vettvang umræðunnar og hrópa ekki fólk niður eða þagga niður í því. Höfundur er háskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Eflaust varpa flestir öndinni léttar þegar þeirri skýjareið og draumarugli lýkur, sem einkennt hefur umræðuna um forsetakosningar undanfarið. Engan skal undra að þjóðinni líði eins og húðsneyptum hundi og fái aulahroll, þegar hún heyrir fjölmiðlafólk, misgáfaða álitsgjafa og suma frambjóðendur ræða um sig, eins og hún sjálf sé mállaus óviti er þurfi að hugsa fyrir: Þjóðin vill, þjóðin þarf, þjóðinni finnst … Þjóðin er sögð vilja uppfæra grunngildin, flétta saman sviðsmyndum eins og landsbyggð og höfuðborgarsvæði, þrá forseta sem er hlýr og góður stemningsmaður, sem byggir brú á milli kynslóða og berst gegn leiðindum, forseta sem fræðir umheiminn um mikilfengleik Íslands, auðlindir landsins og menningu og markaðssetur þannig landið. Þjóðin þurfi forseta sem hefur starfað erlendis, sótt fræga háskóla í útlöndum, hafi hitt fræga þjóðarleiðtoga og hugsi „glóbalt“. Hvað sem öðru líður þá heldur vindhaninn á Bessastaðakirkju áfram að snúast eftir vindum og skoðanakönnunarfyrirtækin innræta hjá þjóðinni það fylgismynstur sem réttrúnaðarelítunni hugnast. Allt samkvæmt áætlun. Einn forsetaframbjóðandi hefur staðið upp úr í öllu þessu rugli, haldið sig við verðug málefni, sýnt hógværð og kurteisi og staðið sig best gagnvart óvæntum áskorunum, hvort sem var um að ræða fiskflökun, svör við hraðaspurningum eða að lýsa kvótakerfinu á ensku fyrir breskum forsætisráðherra. Það er Arnar Þór Jónsson. Færa má fjölmörg rök sem styðja að Arnar verði 7. forseti íslenska lýðveldisins. Hann hefur lagt áherslu á að Evrópurétturinn megi aldrei öðlast forgang fram yfir íslensk lög. Þannig hefur hann varað við kröfu ESA um bókun 35 og lítur á fyrirhugaða samþykkt hennar sem uppgjöf í hagsmunagæslu fyrir Ísland. Hann undirstrikar að fólkið í landinu sé hinn eiginlegi valdhafi, ekki kjörnir fulltrúar sem koma og fara. Þess vegna sé forseta skylt að nýta málskotsréttinn, ef teflt er í tvísýnu stjórnarskrárvörðum réttindum Íslendinga, yfirráðarétti þjóðarinnar yfir eigin landi eða verið er að framselja vald eða selja auðlindir. Arnar hefur bent á að heimurinn hafi breyst umtalsvert á þeim 30 árum sem liðin eru frá tilkomu EES-samningsins. Þess vegna komi til greina að Ísland segi sig frá honum, ef sjálfstæði landsins er ógnað vegna síbreytilegra túlkana á honum. Dyr standa eftir sem áður opnar fyrir viðskipti, menningarleg samskipti, menntun og störf. Hann telur varasamt að Ísland aðhyllist Evrópusambandsaðild. Þar eru ákvarðanir teknar af embættismönnum, sem fólk hefur ekki kosið. Stefnumótun fer fram á bak við luktar dyr án þess að almenningur fái að tjá sig, skrifræði hefur aukist, stjórnarskrifstofur Evrópusambandsins eru gerðar miðlægar, en ekki þingið. Arnar telur óráðlegt að við gerumst farþegar í regluverki Evrópusambandsins, sem heggur sífellt nær sjálfstæði okkar, m.a. í orkumálum. Að hans mati hefði átt að bera þá örlagaríku stefnubreytingu íslenskra stjórnvalda í utanríkismálum undir ríkisráðsfund, að taka beinan þátt í stríðsrekstri ríkis utan NATO, og varhugavert að fagráðherra í ríkisstjórn Íslands geti leikið einleik í svo afdrifaríku máli. Að auki telur hann mikilvægt að stíga varlega til jarðar í afstöðu til allra stríðsátaka sem nú geisa um víða veröld. Arnar vill standa vörð um málefnalega og gagnrýna umræðu. Þannig geti almenningur lagt fram spurningar og málefnalega gagnrýni gagnvart aðgerðum valdhafa, jafnt í flóknum málum á borð við loftslagsvá og heimsfaraldur sem öðrum. Styðjast þarf við bestu vísindalegu þekkingu, en varast að tilbiðja tilteknar vísindakenningar. Að mati Arnars er það rökvilla að halda því fram að sjónarmið sé rétt er meiri hluti manna styður það. Þess vegna þurfum við að verja hinn frjálsa vettvang umræðunnar og hrópa ekki fólk niður eða þagga niður í því. Höfundur er háskólakennari á eftirlaunum.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun