Opið bréf til Jóns Ólafssonar heimspekings Tómas Ísleifsson skrifar 31. maí 2024 14:31 Hvort má Katrín Jakobsdóttir bjóða sig fram? Jón Ólafsson! þú ert prófessor við Háskóla Íslands, doktor í heimspeki með gráðu í Rússlandsfræðum og hefur göfug stefnumið samkvæmt skilgreiningu ritstjórnar Vísindavefsins: „Helstu áhugamál Jóns í rannsóknum eru á sviði stjórnmálaheimspeki og stjórnmálakenninga í víðum skilningi – mestan áhuga hefur hann á viðfangsefnum sem liggja á mörkum heimspeki, stjórnmálafræði og sagnfræði ekki síst þeim sem menningarfræðin hefur helst snúist um: Vald, togstreita, yfirráð, frelsi, þekkingarframleiðsla og þekkingariðnaður – alræði, andóf og lýðræði.“ Jón! þú hefur þó engan veginn einkarétt á vísindum og sannleika máls. Ég hef ekki tíma, degi fyrir forsetakosningu, að svara spurningu þinni, um hvort skrif margra um framboð Katrínar sé siðlegt. Ég bendi þér og lesendum á að lærð grein þín með tilvitnun í karlrembu, þegar framboð Katrínar er gagnrýnt, þarfnast samræðu um eðli máls, en ekki sleggjudóma heimspekings. Þú sækir þér efnivið til að drepa niður alla gagnrýni á framboð Katrínar með því að vitna í bókartitil, sem þú snarar á íslensku með heitinu „Rökvísi kvenhaturs“. Snjöll þýðing þín sýnir hvað tunga okkar Íslendinga er máttug. Öll tilvísun þín í efni bókarinnar var mér ljós, áður en ég las útmálun þína. Það er augljóst að lífið getur verið erfitt fyrir illa upp alinn mömmudreng, þegar konur í hans lífi, krefjast sinna réttinda um jafnræði karls og konu. Ég geri ráð fyrir að bókin „Rökvísi kvenhaturs“ fletti ofan af lífssýn kynbundins misréttis um aldir, í kristnum samfélögum. Samt! eru kristin klassísk gildi það skásta sem mannkyn hefur fengið til að skapa samfélag jafnræðis. Ég þarf ekki doktorsgráðu í heimspeki til að skilja fjölmörg tilvik frá æskudögum í mínu nærumhverfi þar sem karlar og konur voru ekki vegin á sömu vog, þegar þeim var gefin einkunn. Karl var „ákveðinn, fastur fyrir“ kona „frekja, skass, gribba, vargur“. Ég tek fram að ég hlaut ekki þess lags veganesti úr mínum föðurgarði. Faðir minn var höfðingi í hugsun og sýndi aldrei takta „feðraveldis“. Ég held að hann hafi ekki verið eindæmi í minni sveit. Jón! við erum vonandi sammála – að illt tungutak þarfnast ekki lengri samræðu/rökræðu (dialog). Þá er til þess að taka að sem betur fer ala nú flestar mæður á Íslandi syni sína betur upp að þessu leiti. Flestar karlrembur Íslands eru dauðar, þær hafa ekki risið upp úr gröfum sínum til að gera aðsúg að framboði Katrínar Jakobsdóttur. Jón Ólafsson heimspekingur! ég óttast að þú veifir röngu tré, þegar þú fordæmir alla þá sem mótmæla framboði Katrínar – að þeir séu haldnir karlrembu/kvenhatri og þá einnig nokkrar konur, sem telja að Katrín hafi sig svikið? Þig brestur ekki þekkingu eða vit. Ég er hér ekki til að kveða upp palladóm um öll skrif, með og móti framboði Katrínar. Aðeins að verja minn málflutning. Ég sé að grein þín birtist fáum mínútum á eftir minni grein. Það er því ljóst að þú varst ekki að gagnrýna mín skrif. Samt finnst mér ástæða til að benda þér og öllum lesendum á að grein mín „Elíta menningar og örlög þjóðar“ er byggð á kröfu minni að rökræða sé virt í öllum pólitískum samskiptum og ákvörðunum. Hér til, er ég einn til frásagnar um samskipti mín og „flokksins“ á tveimur fundum sumarið 2019, sem ég lýsi í grein minni „Elíta menningar og örlög þjóðar“. Ég geri ráð fyrir að heimspekingurinn og stjórnspekingurinn Jón Ólafsson leggist ekki á þá árina að halda því fram að sá sem er skautaður í hlutverk hins óverðuga - sem sé ekki svaraverður, hafi brotið af sér? Göngum á sjónarhól hópsins/flokksins: Álítur þú að samfélag/hópur geri rétt í því að hunsa orðræðu einstaklings, sem bendir á að hópurinn kunni að vera á villigötum, sem muni leiða hópinn fyrir björg, svo að hópurinn muni tortímast, vegna villu sinnar? Mörg dæmi eru þess í veraldarsögunni að einn einstaklingur hafi bjargað villuráfandi hjörð og huglaus hjörðin orðið sæl yfir lífgjöfinni. Ég geri ráð fyrir að þú teljir viturlegt að hlusta á aðvaranir og hefja samræðu um hvort breyta skuli stefnu hópsins? Ég tel að sú valdstjórn, sem flokkaklíkurnar á Alþingi Íslendinga beittu huglausa þingmenn, í orkupakkamálinu sumarið 2019, sé ekki lýðræðinu og frelsi okkar til framdráttar og geti orðið til þess að fjöregg þjóðarinnar brotni – glatist. Gjörðir Katrínar Jakobsdóttur í orkupakkamálinu álít ég landráð. Ég tel að gagnrýni mína á gjörðir Katrínar sé málefnaleg og að Katrínu bresti dómgeind og hugrekki til að gegna starfi forseta Íslands. Ég er undrandi á hjarðhegðun og hugleysi íslenskrar þjóðar. Í morgun hafðir þú fengið 866 „like“ og nú eru þau 2,1 sem stendur, að ég giska á, fyrir 2100 aðdáendur. Ég hef 0 eða ekkert „like“, engan aðdáanda. Ég er reiðubúinn til að falla með sæmd í valinn í ormagryfju heimsks, illgjarns lýðs minnar þjóðar. Drottinn guð! ég bið um að þú leiðir þjóð mína úr helvíti lyginnar. Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hvort má Katrín Jakobsdóttir bjóða sig fram? Jón Ólafsson! þú ert prófessor við Háskóla Íslands, doktor í heimspeki með gráðu í Rússlandsfræðum og hefur göfug stefnumið samkvæmt skilgreiningu ritstjórnar Vísindavefsins: „Helstu áhugamál Jóns í rannsóknum eru á sviði stjórnmálaheimspeki og stjórnmálakenninga í víðum skilningi – mestan áhuga hefur hann á viðfangsefnum sem liggja á mörkum heimspeki, stjórnmálafræði og sagnfræði ekki síst þeim sem menningarfræðin hefur helst snúist um: Vald, togstreita, yfirráð, frelsi, þekkingarframleiðsla og þekkingariðnaður – alræði, andóf og lýðræði.“ Jón! þú hefur þó engan veginn einkarétt á vísindum og sannleika máls. Ég hef ekki tíma, degi fyrir forsetakosningu, að svara spurningu þinni, um hvort skrif margra um framboð Katrínar sé siðlegt. Ég bendi þér og lesendum á að lærð grein þín með tilvitnun í karlrembu, þegar framboð Katrínar er gagnrýnt, þarfnast samræðu um eðli máls, en ekki sleggjudóma heimspekings. Þú sækir þér efnivið til að drepa niður alla gagnrýni á framboð Katrínar með því að vitna í bókartitil, sem þú snarar á íslensku með heitinu „Rökvísi kvenhaturs“. Snjöll þýðing þín sýnir hvað tunga okkar Íslendinga er máttug. Öll tilvísun þín í efni bókarinnar var mér ljós, áður en ég las útmálun þína. Það er augljóst að lífið getur verið erfitt fyrir illa upp alinn mömmudreng, þegar konur í hans lífi, krefjast sinna réttinda um jafnræði karls og konu. Ég geri ráð fyrir að bókin „Rökvísi kvenhaturs“ fletti ofan af lífssýn kynbundins misréttis um aldir, í kristnum samfélögum. Samt! eru kristin klassísk gildi það skásta sem mannkyn hefur fengið til að skapa samfélag jafnræðis. Ég þarf ekki doktorsgráðu í heimspeki til að skilja fjölmörg tilvik frá æskudögum í mínu nærumhverfi þar sem karlar og konur voru ekki vegin á sömu vog, þegar þeim var gefin einkunn. Karl var „ákveðinn, fastur fyrir“ kona „frekja, skass, gribba, vargur“. Ég tek fram að ég hlaut ekki þess lags veganesti úr mínum föðurgarði. Faðir minn var höfðingi í hugsun og sýndi aldrei takta „feðraveldis“. Ég held að hann hafi ekki verið eindæmi í minni sveit. Jón! við erum vonandi sammála – að illt tungutak þarfnast ekki lengri samræðu/rökræðu (dialog). Þá er til þess að taka að sem betur fer ala nú flestar mæður á Íslandi syni sína betur upp að þessu leiti. Flestar karlrembur Íslands eru dauðar, þær hafa ekki risið upp úr gröfum sínum til að gera aðsúg að framboði Katrínar Jakobsdóttur. Jón Ólafsson heimspekingur! ég óttast að þú veifir röngu tré, þegar þú fordæmir alla þá sem mótmæla framboði Katrínar – að þeir séu haldnir karlrembu/kvenhatri og þá einnig nokkrar konur, sem telja að Katrín hafi sig svikið? Þig brestur ekki þekkingu eða vit. Ég er hér ekki til að kveða upp palladóm um öll skrif, með og móti framboði Katrínar. Aðeins að verja minn málflutning. Ég sé að grein þín birtist fáum mínútum á eftir minni grein. Það er því ljóst að þú varst ekki að gagnrýna mín skrif. Samt finnst mér ástæða til að benda þér og öllum lesendum á að grein mín „Elíta menningar og örlög þjóðar“ er byggð á kröfu minni að rökræða sé virt í öllum pólitískum samskiptum og ákvörðunum. Hér til, er ég einn til frásagnar um samskipti mín og „flokksins“ á tveimur fundum sumarið 2019, sem ég lýsi í grein minni „Elíta menningar og örlög þjóðar“. Ég geri ráð fyrir að heimspekingurinn og stjórnspekingurinn Jón Ólafsson leggist ekki á þá árina að halda því fram að sá sem er skautaður í hlutverk hins óverðuga - sem sé ekki svaraverður, hafi brotið af sér? Göngum á sjónarhól hópsins/flokksins: Álítur þú að samfélag/hópur geri rétt í því að hunsa orðræðu einstaklings, sem bendir á að hópurinn kunni að vera á villigötum, sem muni leiða hópinn fyrir björg, svo að hópurinn muni tortímast, vegna villu sinnar? Mörg dæmi eru þess í veraldarsögunni að einn einstaklingur hafi bjargað villuráfandi hjörð og huglaus hjörðin orðið sæl yfir lífgjöfinni. Ég geri ráð fyrir að þú teljir viturlegt að hlusta á aðvaranir og hefja samræðu um hvort breyta skuli stefnu hópsins? Ég tel að sú valdstjórn, sem flokkaklíkurnar á Alþingi Íslendinga beittu huglausa þingmenn, í orkupakkamálinu sumarið 2019, sé ekki lýðræðinu og frelsi okkar til framdráttar og geti orðið til þess að fjöregg þjóðarinnar brotni – glatist. Gjörðir Katrínar Jakobsdóttur í orkupakkamálinu álít ég landráð. Ég tel að gagnrýni mína á gjörðir Katrínar sé málefnaleg og að Katrínu bresti dómgeind og hugrekki til að gegna starfi forseta Íslands. Ég er undrandi á hjarðhegðun og hugleysi íslenskrar þjóðar. Í morgun hafðir þú fengið 866 „like“ og nú eru þau 2,1 sem stendur, að ég giska á, fyrir 2100 aðdáendur. Ég hef 0 eða ekkert „like“, engan aðdáanda. Ég er reiðubúinn til að falla með sæmd í valinn í ormagryfju heimsks, illgjarns lýðs minnar þjóðar. Drottinn guð! ég bið um að þú leiðir þjóð mína úr helvíti lyginnar. Höfundur er líffræðingur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun