Körfubolti

Verð­laun veitt á lokahófi KKÍ

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Valur er deildarmeistari og nýkrýndur Íslandsmeistari. Þeir hafa átt besta leikmanninn karlamegin undanfarin tvö ár.
Valur er deildarmeistari og nýkrýndur Íslandsmeistari. Þeir hafa átt besta leikmanninn karlamegin undanfarin tvö ár. Vísir / Anton Brink

Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í Laugardalshöll í dag. Þar voru leikmenn, þjálfarar og  dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í deildarkeppni á nýafstöðnu tímabili.

Auk þess var einum sjálfboðaliða ársins veitt viðurkenning fyrir sitt framlag til hreyfingarinnar.

Valið var í eftirfarandi flokka, bæði karla- og kvennamegin í Subway deildinni og 1. deildinni. Úrslitakeppnin er ekki tekin með í útreikningum, eingöngu frammistaða í deildarkeppni. 

  • Úrvalslið - 5 leikmenn
  • Leikmaður ársins - MVP 
  • Erlendur leikmaður ársins
  • Þjálfari ársins 
  • Varnarmaður ársins 
  • Prúðasti leikmaðurinn

Lokahófið hófst klukkan 12:00 og var sýnt í beinu streymi. Upptöku af verðlaunaafhendingunni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Lokahóf KKÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×