Skattheimtumenn ISAVIA Benedikt V Warén skrifar 30. maí 2024 15:00 Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, en þá vék eldri grasflugbraut fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar nýr malbikaður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkun flugvallarins fyrir Austurland allt. Öll loforð um akbrautir og stæði hafa verið vanefnd í áraraðir. Hins vegar er hægt að fara snöggt í skattheimtu vegna bílastæða. Það gerist eins og hendi sé veifað þó stór hluti bílastæðisins, við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, sé möl og undir vatni í bleytutíð. Vanalega eru framkvæmdir við flugvelli á fjárhagsáætlun Alþingis. En, - öfugt við hina tvo alþjóðaflugvelli Íslands, er allt í einu þörf á að fjármagna framkvæmdir við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, - með betli. Þeir sem hafa einhverja glóru um skiptingu þess fjármagns, sem verður til á Íslandi, vita að Austfirðingafjórðungur leggur til mun meira fjármagn til ríkisreksturs en kemur til baka til Austurlands í verklegar framkvæmdir. Lítið aðlaðandi fyrir farþega með farangur. Malborið bílastæði með pollum í bleytutíð og án ljósastaura. Áætlanir ráðamanna Isavia voru að hefja skattlagningu, eingöngu vegna bílastæða á Alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum. Það hefur væntanlega verið gert til að Austfirðingar hefðu forgang á þá sérstöku upplifun að greiða skemmtanaskatt. Rúsínan í pylsuendanum var að upplifa skattinn við það eitt að skjótast út á flugvöll að ná í frakt. Það er ekki séns að Austfirðingar átti sig á því í hverju sú jákvæða upplifun á að vera fólgin, að láta féfletta sig. Eftir kröftug mótmæli heimafyrir, var dregið úr ýtrustu skattheimtu Isavia. Fallið var frá því að innheimta skattinn við að skjótast á flugvöllinn, vegna flutningsþjónustu Flugleiða og voru frímörk skattleysisins rýmkuð í fimm klukkustundir. Jafnframt var samþykkt að hefja ekki innheimtu skattsins fyrr en að hægt væri gera slíkt hið sama á Reykjavíkurflugvelli og Alþjóðaflugvellinum á Akureyri. Auk þess að Austfirðingar búi við skerta heilbrigðisþjónustu, þurfa þeir að taka á sig hagræðinguna, sem búið er að koma á í nafni hagkvæmni stærðarinnar og býr umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað við alvarlegt fjársvelti af þeim sökum. Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar er þar með komin á þjóðvegakerfið og flugleiðir til borgarinnar. Það bitnar harkalega á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Þar er vinnutap ekki inni í EXCEL-skjali heilbrigðisyfirvalda og fellur því af fullum þunga á sjúklinginn. Þá skiptir engu hvort tafir verði í flugi vegna áhafnaskorts, bilana eða veðurs. Svona skattlagning er grímulaus atlagan að fólki sem býr á Austurlandi. Það fólk er þátttakendur í sameiginlegum rekstri ríkisins með vinnuframlagi sínu. Eiga þeir skertan rétt þegar kemur að þjónustu ríkisins? Er umrædd skattheimta með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar? Nú skil ég loksins hvað Isavia á við með bættri ferðaupplifun. Innifalið í bílastæðagjaldinu er nefnilega veiðileyfi á leirgeddurnar í drullupollunum á bílastæðum á Egilsstaðaflugvelli. Verður Vegagerðin næsta ríkisfyrirtækið, sem kemur til með að nýta sér þessa sérstæðu skattaglufu? Gæti Vegagerðin farið að rukka inn veggjöld vegna Fjarðarheiðaganga til að vegfarendur fái þá sérstöku upplifun að borga fyrir aðgang að göngum en þurfa samt sem áður að fara yfir Fjarðaheiðina í blindbyl þar til búið er að fjármagna göngin? Hvort þarf fimm háskólagráður til að skilja svona fíflagang eða þrjá Bakkabræður? Meðfylgjandi myndir sýna hvað Isavia er að fara að rukka fyrir. Bílastæðin eru búin að vera óbreytt í 33 ár. Upplifunina geta lesendur getið sér til um. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í ellefta sæti M-listans í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, en þá vék eldri grasflugbraut fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar nýr malbikaður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkun flugvallarins fyrir Austurland allt. Öll loforð um akbrautir og stæði hafa verið vanefnd í áraraðir. Hins vegar er hægt að fara snöggt í skattheimtu vegna bílastæða. Það gerist eins og hendi sé veifað þó stór hluti bílastæðisins, við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, sé möl og undir vatni í bleytutíð. Vanalega eru framkvæmdir við flugvelli á fjárhagsáætlun Alþingis. En, - öfugt við hina tvo alþjóðaflugvelli Íslands, er allt í einu þörf á að fjármagna framkvæmdir við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, - með betli. Þeir sem hafa einhverja glóru um skiptingu þess fjármagns, sem verður til á Íslandi, vita að Austfirðingafjórðungur leggur til mun meira fjármagn til ríkisreksturs en kemur til baka til Austurlands í verklegar framkvæmdir. Lítið aðlaðandi fyrir farþega með farangur. Malborið bílastæði með pollum í bleytutíð og án ljósastaura. Áætlanir ráðamanna Isavia voru að hefja skattlagningu, eingöngu vegna bílastæða á Alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum. Það hefur væntanlega verið gert til að Austfirðingar hefðu forgang á þá sérstöku upplifun að greiða skemmtanaskatt. Rúsínan í pylsuendanum var að upplifa skattinn við það eitt að skjótast út á flugvöll að ná í frakt. Það er ekki séns að Austfirðingar átti sig á því í hverju sú jákvæða upplifun á að vera fólgin, að láta féfletta sig. Eftir kröftug mótmæli heimafyrir, var dregið úr ýtrustu skattheimtu Isavia. Fallið var frá því að innheimta skattinn við að skjótast á flugvöllinn, vegna flutningsþjónustu Flugleiða og voru frímörk skattleysisins rýmkuð í fimm klukkustundir. Jafnframt var samþykkt að hefja ekki innheimtu skattsins fyrr en að hægt væri gera slíkt hið sama á Reykjavíkurflugvelli og Alþjóðaflugvellinum á Akureyri. Auk þess að Austfirðingar búi við skerta heilbrigðisþjónustu, þurfa þeir að taka á sig hagræðinguna, sem búið er að koma á í nafni hagkvæmni stærðarinnar og býr umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað við alvarlegt fjársvelti af þeim sökum. Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar er þar með komin á þjóðvegakerfið og flugleiðir til borgarinnar. Það bitnar harkalega á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Þar er vinnutap ekki inni í EXCEL-skjali heilbrigðisyfirvalda og fellur því af fullum þunga á sjúklinginn. Þá skiptir engu hvort tafir verði í flugi vegna áhafnaskorts, bilana eða veðurs. Svona skattlagning er grímulaus atlagan að fólki sem býr á Austurlandi. Það fólk er þátttakendur í sameiginlegum rekstri ríkisins með vinnuframlagi sínu. Eiga þeir skertan rétt þegar kemur að þjónustu ríkisins? Er umrædd skattheimta með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar? Nú skil ég loksins hvað Isavia á við með bættri ferðaupplifun. Innifalið í bílastæðagjaldinu er nefnilega veiðileyfi á leirgeddurnar í drullupollunum á bílastæðum á Egilsstaðaflugvelli. Verður Vegagerðin næsta ríkisfyrirtækið, sem kemur til með að nýta sér þessa sérstæðu skattaglufu? Gæti Vegagerðin farið að rukka inn veggjöld vegna Fjarðarheiðaganga til að vegfarendur fái þá sérstöku upplifun að borga fyrir aðgang að göngum en þurfa samt sem áður að fara yfir Fjarðaheiðina í blindbyl þar til búið er að fjármagna göngin? Hvort þarf fimm háskólagráður til að skilja svona fíflagang eða þrjá Bakkabræður? Meðfylgjandi myndir sýna hvað Isavia er að fara að rukka fyrir. Bílastæðin eru búin að vera óbreytt í 33 ár. Upplifunina geta lesendur getið sér til um. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í ellefta sæti M-listans í Múlaþingi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun