Lífið

Herra Hnetu­smjör og Sara selja í­búðina

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Herra Hnetusmjör og Sara bjuggu áður í annarri íbúð í sama húsi. Miklar líkur eru á því að þau haldi sig innan bæjarmarka.
Herra Hnetusmjör og Sara bjuggu áður í annarri íbúð í sama húsi. Miklar líkur eru á því að þau haldi sig innan bæjarmarka. Skjáskot

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör, og unnusta hans Sara Linneth hafa sett íbúð sína við Digranesveg í Kópavogi á sölu. Þess má geta að parið bjó áður í annarri íbúð í sama húsi. Ásett verð er 84,9 milljónir.

Um er að ræða mikið endurnýjaða 124 fermetra íbúð með bílskúr í húsi sem var byggt árið 1978. Samtals eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými. Þaðan er útgengt á tólf fermetra viðarklæddar suðursvalir með góðu útsýni. 

Fasteignaljósmyndun

Nýlega var bílskúrinn endurnýjaður og útbúinn sem herbergi með salernisaðstöðu. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Herra Hnetusmjör hefur ekki farið leynt með stolt sitt af því að vera Kópavogsbúi og borið hróður bæjarins víða allt frá því að hann hóf að starfa sem tónlistarmaður árið 2014. Í textum hans er Kópavogur alltaf í forgrunni og hefur verið frá upphafi. Ekki er vitað hvert fjölskyldan er að flytja en miklar líkur eru á því að hann haldi sig innan bæjarins.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×