Fótbolti

Breyting á landsliðshópnum degi fyrir leik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hafrún Rakel gekk til liðs við Bröndy fyrir tímabilið og skoraði mark í fyrsta leik fyrir félagið
Hafrún Rakel gekk til liðs við Bröndy fyrir tímabilið og skoraði mark í fyrsta leik fyrir félagið X / @brondbywomen

Vegna meiðsla hefur Ásdís Karen Halldórsdóttir þurft að draga sig úr landsliðshópi Íslands sem á framundan tvo mikilvæga leiki gegn Austurríki. 

Hafrún Rakel Halldórsdóttir, leikmaður Bröndby í Danmörku, kemur inn í hennar stað. Hún ferðast til Salzburg í dag og kemur til móts við hópinn sem leikur fyrri leik sinn gegn Austurríki á morgun. 

Seinni leikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli næsta þriðjudag. Með tveimur sigrum getur Ísland tryggt sér þátttökurétt á Evrópumótinu sem fer fram í Sviss á næsta ári. 

Hafrún gekk til liðs við Bröndby fyrr í vetur og er liðsfélagi Kristínar Dísar Árnadóttur. Hún hefur spilað 10 leiki fyrir félagið á tímabilinu og skorað eitt mark. Hún á 11 A-landsleiki að baki og hefur skorað eitt mark í íslensku treyjunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×