Umhverfismat Coda Terminal í Straumsvík Heiða Aðalsteinsdóttir skrifar 30. maí 2024 14:01 Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). Dæmi um slíka iðnaðarferla eru framleiðsla áls, stáls og sements, sem flest öll mannvirkjagerð reiðir sig á, ekki síst hér á landi. CO2 sem tekið verður á móti verður dælt djúpt í jarðlög með Carbfix tækninni sem hermir eftir og flýtir náttúrulegum ferlum til að binda CO2 varanlega í berg með öruggum og sannreyndum hætti og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Umhverfismat er veigamikið verkfæri fyrir framkvæmdaraðila og fyrir samfélagið í heild sinni til að eiga samtal um möguleg áhrif sem nýjar framkvæmdir kunna að hafa á umhverfi og samfélag. Það brýnir framkvæmdaraðila til að huga að fjölmörgum þáttum framkvæmdar sinnar þegar á undirbúningsstigi og að miðla þeim til hagaðila og almennings. Þegar vel tekst til gerir umhverfismat framkvæmdaraðila kleift að koma auga á möguleg umhverfisáhrif á fyrstu stigum verkefnisins og að skilgreina mótvægisaðgerðir og vöktun til að fyrirbyggja möguleg neikvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þátttaka almennings og hagaðila í því samtali er ákaflega mikilvæg og hvetur Carbfix sem flest til að kynna sér Coda Terminal sem er stærsta núverandi verkefni okkar og útvíkkar tækni sem beitt hefur verið með góðum árangri í rúman áratug. Tilgangur Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslag með sannreyndum og öruggum aðferðum við að binda CO2 í stein með því að útvíkka tæknina á heimsvísu. Undanfarin tæp tvö ár hefur Carbfix unnið að umhverfismati Coda Terminal ásamt fjölmörgum sérfræðingum á sínu sviði til að byggja upp sem heildstæðasta mynd af framkvæmdinni og mögulegum áhrifum hennar á umhverfið. Afrakstur þessarar vinnu er nú að finna í umhverfismatsskýrslu sem er birt og auglýst í sex vikur. Á þeim tíma hvetjum við öll sem áhuga hafa að kynna sér efni skýrslunnar á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á vefsíðu Carbfix. Við bjóðum öll áhugasöm hjartanlega velkomin á opinn fund um umhverfismatið og niðurstöður þess í samkomusal Hauka, að Ásvöllum Hafnarfirði, fimmtudaginn 30. maí n.k. kl. 17.30. Við hlökkum til að eiga uppbyggilegt samtal um umhverfismat Coda Terminal, verkefni sem er til þess fallið að hafa marktæk jákvæð áhrif á loftslagið. Höfundur leiðir skipulags- og umhverfismál hjá Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Carbfix fagnar því að umhverfismat Coda Terminal, sem er móttöku- og geymslustöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík sé komið í opið kynningarferli eftir um það bil tveggja ára undirbúning og vinnu. Coda Terminal tekur á móti CO2 sem fangað er frá iðnaði og ekki er hægt að útrýma með orkuskiptum (e. hard to abate). Dæmi um slíka iðnaðarferla eru framleiðsla áls, stáls og sements, sem flest öll mannvirkjagerð reiðir sig á, ekki síst hér á landi. CO2 sem tekið verður á móti verður dælt djúpt í jarðlög með Carbfix tækninni sem hermir eftir og flýtir náttúrulegum ferlum til að binda CO2 varanlega í berg með öruggum og sannreyndum hætti og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Umhverfismat er veigamikið verkfæri fyrir framkvæmdaraðila og fyrir samfélagið í heild sinni til að eiga samtal um möguleg áhrif sem nýjar framkvæmdir kunna að hafa á umhverfi og samfélag. Það brýnir framkvæmdaraðila til að huga að fjölmörgum þáttum framkvæmdar sinnar þegar á undirbúningsstigi og að miðla þeim til hagaðila og almennings. Þegar vel tekst til gerir umhverfismat framkvæmdaraðila kleift að koma auga á möguleg umhverfisáhrif á fyrstu stigum verkefnisins og að skilgreina mótvægisaðgerðir og vöktun til að fyrirbyggja möguleg neikvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Þátttaka almennings og hagaðila í því samtali er ákaflega mikilvæg og hvetur Carbfix sem flest til að kynna sér Coda Terminal sem er stærsta núverandi verkefni okkar og útvíkkar tækni sem beitt hefur verið með góðum árangri í rúman áratug. Tilgangur Carbfix er að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslag með sannreyndum og öruggum aðferðum við að binda CO2 í stein með því að útvíkka tæknina á heimsvísu. Undanfarin tæp tvö ár hefur Carbfix unnið að umhverfismati Coda Terminal ásamt fjölmörgum sérfræðingum á sínu sviði til að byggja upp sem heildstæðasta mynd af framkvæmdinni og mögulegum áhrifum hennar á umhverfið. Afrakstur þessarar vinnu er nú að finna í umhverfismatsskýrslu sem er birt og auglýst í sex vikur. Á þeim tíma hvetjum við öll sem áhuga hafa að kynna sér efni skýrslunnar á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á vefsíðu Carbfix. Við bjóðum öll áhugasöm hjartanlega velkomin á opinn fund um umhverfismatið og niðurstöður þess í samkomusal Hauka, að Ásvöllum Hafnarfirði, fimmtudaginn 30. maí n.k. kl. 17.30. Við hlökkum til að eiga uppbyggilegt samtal um umhverfismat Coda Terminal, verkefni sem er til þess fallið að hafa marktæk jákvæð áhrif á loftslagið. Höfundur leiðir skipulags- og umhverfismál hjá Carbfix.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun