Íslenski boltinn

Syst­kinin sömdu bæði við Skagaliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunna Rún Sigurðardóttir og Ingi Þór Sigurðsson verða áfram í gulu næstu árin.
Sunna Rún Sigurðardóttir og Ingi Þór Sigurðsson verða áfram í gulu næstu árin. @ia_akranes

Systkinin Sunna Rún Sigurðardóttir og Ingi Þór Sigurðsson hafa bæði skrifað undir nýjan samning við ÍA en báðir samningarnir gilda út leiktíðina 2026.

Ingi Þór (fæddur 2004) spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik árið 2020 og eru leikirnir orðnir 81 og hefur hann skorað í þeim ellefu mörk.

Sunna Rún (fædd 2008) spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokk árið 2022 og hefur spilað 53 leiki og skorað tíu mörk.

Ingi Þór og Sunna Rún koma upp úr yngri flokka starfi ÍA og eru úr mikilli fótboltafjölskyldu. 

Foreldrar þeirra eru Sigurður Þór Sigursteinsson og Margrét Ákadóttir sem samanlagt hafa spilað 268 leiki fyrir félagið. Eldri bróðir þeirra er atvinnumaðurinn Arnór Sigurðsson.

Sigurður Þór varð þrisvar Íslandsmeistari með Skagaliðinu þar af síðast sumarið 2001 en líka 1992 og 1993.

Margrét varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1987 en varð einnig Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2001 þegar hjónin urðu bæði Íslandsmeistarar á sama árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×