Forseti jafnréttis og hugsjóna í þágu samfélagsins Þóra Leósdóttir skrifar 30. maí 2024 13:01 Þegar orðið á götunni sagði að Katrín Jakobsdóttir hygðist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands þá hugsaði ég - hættu nú alveg, það væri galið! Ég vildi alls ekki missa hana sem forsætisráðherra, hún var jú límið í þessari ríkisstjórn og hélt öllu saman þarna niður á Austurvelli. Það tók mig um það bil sólarhring að komast yfir vonbrigðin svo áttaði ég mig á þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í því að Katrín verði forseti Íslands. Kona hugsaði glöð í bragði: Ég ætla að kjósa Katrínu og leggja mitt af mörkum henni til stuðnings. Hvers vegna? Ég tel afar mikilvægt að kona verði næsti forseti lýðveldisins. Það er brýnt að börn og ungmenni upplifi að kona geti verið forseti. Að auki er röðin einfaldlega komin að kvenmanni. Við vitum öll hvað það breytti miklu, innan lands og utan þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti. Að öðrum kvenframbjóðendum ólöstuðum þá hefur Katrín það sem til þarf. Jafnréttismál eru samofin öllu því sem hefur áhrif á líf okkar, líðan og velferð. Katrín hefur á sínum starfsferli sett jafnréttis- og mannréttindamál á oddinn. Jákvæð þróun loftslagsmála, náttúruverndar, efnahagsmála, listsköpunar og menningar byggir á jafnrétti og virðingu fyrir mannréttindum. Það var því mikið gæfuspor þegar jafnréttismálin voru færð til forsætisráðuneytisins 2019 og skrifstofa jafnréttismála sett á laggirnar. Þannig varð loks unnt að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda þvert á ráðuneyti og málaflokka. Katrín hefur markvisst unnið að því að efla og auka jafnrétti og velsæld í íslensku samfélagi til hagsbóta fyrir öll kyn. Dæmi um slík mál eru lög um fæðingarorlof, þungunarrof, kynrænt sjálfræði og kynferðislega friðhelgi auk aðgerða gegn haturstjáningu og kynbundnu ofbeldi. Nefna má að auki verkefni um mannréttindastofnun, endurmat á virði kvennastarfa og ýmsar áætlanir í þágu launajafnréttis. Sem forsætisráðherra gekk Katrín út af kontórnum og tók þátt í kvennaverkfalli ásamt 99.999 konum og kvárum á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn þar sem jörðin titraði af samstöðu og baráttuhug, þannig var hún og er ein af okkur! Við manneskjur höfum eðlislæga þörf fyrir að vera, gera og tilheyra. Við þurfum konu í forsetaembættið sem hefur hugrekki og hugsjónir í þágu samfélagsins að leiðarljósi. Katrín Jakobsdóttir er sú kona, hún hefur velsæld og hagsmuni þjóðarinnar ávallt í huga og veit að það þrífst enginn einstaklingur án samfélags. Ég kýs Katrínu fyrrverandi alþingiskonu og forsætisráðherra með þakklæti í huga og er stolt af því. Höfundur er iðjuþjálfi og elíta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Þegar orðið á götunni sagði að Katrín Jakobsdóttir hygðist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands þá hugsaði ég - hættu nú alveg, það væri galið! Ég vildi alls ekki missa hana sem forsætisráðherra, hún var jú límið í þessari ríkisstjórn og hélt öllu saman þarna niður á Austurvelli. Það tók mig um það bil sólarhring að komast yfir vonbrigðin svo áttaði ég mig á þeim fjölmörgu tækifærum sem felast í því að Katrín verði forseti Íslands. Kona hugsaði glöð í bragði: Ég ætla að kjósa Katrínu og leggja mitt af mörkum henni til stuðnings. Hvers vegna? Ég tel afar mikilvægt að kona verði næsti forseti lýðveldisins. Það er brýnt að börn og ungmenni upplifi að kona geti verið forseti. Að auki er röðin einfaldlega komin að kvenmanni. Við vitum öll hvað það breytti miklu, innan lands og utan þegar Vigdís Finnbogadóttir var forseti. Að öðrum kvenframbjóðendum ólöstuðum þá hefur Katrín það sem til þarf. Jafnréttismál eru samofin öllu því sem hefur áhrif á líf okkar, líðan og velferð. Katrín hefur á sínum starfsferli sett jafnréttis- og mannréttindamál á oddinn. Jákvæð þróun loftslagsmála, náttúruverndar, efnahagsmála, listsköpunar og menningar byggir á jafnrétti og virðingu fyrir mannréttindum. Það var því mikið gæfuspor þegar jafnréttismálin voru færð til forsætisráðuneytisins 2019 og skrifstofa jafnréttismála sett á laggirnar. Þannig varð loks unnt að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda þvert á ráðuneyti og málaflokka. Katrín hefur markvisst unnið að því að efla og auka jafnrétti og velsæld í íslensku samfélagi til hagsbóta fyrir öll kyn. Dæmi um slík mál eru lög um fæðingarorlof, þungunarrof, kynrænt sjálfræði og kynferðislega friðhelgi auk aðgerða gegn haturstjáningu og kynbundnu ofbeldi. Nefna má að auki verkefni um mannréttindastofnun, endurmat á virði kvennastarfa og ýmsar áætlanir í þágu launajafnréttis. Sem forsætisráðherra gekk Katrín út af kontórnum og tók þátt í kvennaverkfalli ásamt 99.999 konum og kvárum á Arnarhóli þann 24. október síðastliðinn þar sem jörðin titraði af samstöðu og baráttuhug, þannig var hún og er ein af okkur! Við manneskjur höfum eðlislæga þörf fyrir að vera, gera og tilheyra. Við þurfum konu í forsetaembættið sem hefur hugrekki og hugsjónir í þágu samfélagsins að leiðarljósi. Katrín Jakobsdóttir er sú kona, hún hefur velsæld og hagsmuni þjóðarinnar ávallt í huga og veit að það þrífst enginn einstaklingur án samfélags. Ég kýs Katrínu fyrrverandi alþingiskonu og forsætisráðherra með þakklæti í huga og er stolt af því. Höfundur er iðjuþjálfi og elíta.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun