Hommar og hegningarlög Kjartan Þór Ingason skrifar 30. maí 2024 11:01 „Guðmundur Sigurjónsson dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynvillu.“ Svo hljómar frétt í dagblaðinu Dagur þann 10. apríl 1924. Mörgum lesendum Dags brá eflaust í brún að frægur ólympíufari í glímu, bindindismaður og vonarstjarna í góðtemplarareglunni skyldi hafa brotið gegn „náttúrulegu eðli“ og játað brot sín fúslega fyrir dómi. Eftir að Guðmundur var látinn laus tókst honum að ná ágætum tökum á lífinu í samfélaginu en var þó ávallt álitinn afbrigðilegur af hluta samborgara sinna. Saga Guðmundar spilar mikilvægt hlutverk í sögu okkar sem tilheyrum hinsegin samfélaginu, enda er Guðmundur eini einstaklingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð á Íslandi svo vitað sé. Ætli Guðmundur hefði trúað því ef einhver hefði sagt honum að einni öld frá dómnum ætti karlmaður sem er giftur öðrum karlmanni stuðning þúsunda kjósenda í embætti þjóðhöfðingja Íslendinga? Ólöglegt í 62 ríkjum Í sannleika sagt þá skil ég ef Guðmundur hefði seint trúað því að þetta væri veruleikinn á Íslandi árið 2024. Sú staða varð ekki að veruleika í tómarúmi heldur er hún afleiðing þrotlausrar baráttu kynslóða hinsegin fólks fyrir lagalegum úrbótum og samfélagslegri viðurkenningu. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og mikilvægt að vinna gegn því bakslagi sem hefur orðið, sérstaklega í garð transfólks. Viðhorfsbreytingin sem hefur orðið hér á landi á þessum 100 árum hefur því miður ekki dreifst jafnt um heimskringluna. Í dag er samkynhneigð ólögleg með beinu eða óbeinu orðalagi í 62 ríkjum, þar af eru 12 ríki þar sem samkynhneigðir eiga á hættu að vera dæmdir til dauða. Í mörgum þessara ríkja líkt og á Íslandi árið 1924 er hugmyndin um þjóðkjörinn hinsegin þjóðhöfðingja, sem þarf ekki að lifa loftlausu lífi inni í skáp, óraunverulegur draumur. Stuðningur landsmanna við Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands sendir skýr skilaboð inn í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, ekki einungis hér á landi heldur um heim allan. Bara af því að hann er hommi? Við sem tilheyrum hinsegin samfélaginu erum jafn fjölbreytt og við erum fjölmenn, hvert með okkar hæfileika, mannkosti og galla. Baldur fær atkvæði mitt, ekki „bara vegna þess að hann er hommi“ ef svo má segja, heldur vegna yfirburðaþekkingar hans á alþjóðastjórnmálum, stjórnskipun Íslands, skýrum viðmiðum um málskotsréttinn og framúrskarandi framkomu í ræðu og riti. Ég var svo lánsamur að fá Baldur sem kennara í námi mínu í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þar fékk ég góða innsýn inn í kenningar hans um smáríki og þau tækifæri sem Ísland getur nýtt sér til að hafa jákvæð áhrif á alheimsþorpið. Það sem ég man þó mest eftir voru jákvæð samskipti við nemendur. Eitt er að vera klár í sínu fagi en það þýðir ekki að allir sem eru klárir séu góðir kennarar. Góður kennari hlustar af yfirvegun á spurningar nemenda sinna, ræðir við þá af virðingu og gefur sér tíma til að útskýra flókin viðfangsefni, sem Baldur gerir svo sannarlega. Brjótum blað! Ég vil forseta sem ég get verið stoltur af, sem kemur fram af auðmýkt en er jafnframt fullur af fróðleik og með þor til að standa upp fyrir mannréttindum innan sem utan landsteinanna. Fyrir 100 árum dæmdu íslenskir dómstólar Guðmund í fangelsi fyrir það eitt að vera eins og hann er. Núna er sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag til að brjóta blað í sögunni og kjósa framúrskarandi, frambærilegan og réttsýnan samkynhneigðan einstakling í embætti forseta Íslands, sem hefði þótt óhugsandi á tíma Guðmundar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson þann 1. júní. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og ólöglegur í 62 ríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
„Guðmundur Sigurjónsson dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynvillu.“ Svo hljómar frétt í dagblaðinu Dagur þann 10. apríl 1924. Mörgum lesendum Dags brá eflaust í brún að frægur ólympíufari í glímu, bindindismaður og vonarstjarna í góðtemplarareglunni skyldi hafa brotið gegn „náttúrulegu eðli“ og játað brot sín fúslega fyrir dómi. Eftir að Guðmundur var látinn laus tókst honum að ná ágætum tökum á lífinu í samfélaginu en var þó ávallt álitinn afbrigðilegur af hluta samborgara sinna. Saga Guðmundar spilar mikilvægt hlutverk í sögu okkar sem tilheyrum hinsegin samfélaginu, enda er Guðmundur eini einstaklingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð á Íslandi svo vitað sé. Ætli Guðmundur hefði trúað því ef einhver hefði sagt honum að einni öld frá dómnum ætti karlmaður sem er giftur öðrum karlmanni stuðning þúsunda kjósenda í embætti þjóðhöfðingja Íslendinga? Ólöglegt í 62 ríkjum Í sannleika sagt þá skil ég ef Guðmundur hefði seint trúað því að þetta væri veruleikinn á Íslandi árið 2024. Sú staða varð ekki að veruleika í tómarúmi heldur er hún afleiðing þrotlausrar baráttu kynslóða hinsegin fólks fyrir lagalegum úrbótum og samfélagslegri viðurkenningu. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og mikilvægt að vinna gegn því bakslagi sem hefur orðið, sérstaklega í garð transfólks. Viðhorfsbreytingin sem hefur orðið hér á landi á þessum 100 árum hefur því miður ekki dreifst jafnt um heimskringluna. Í dag er samkynhneigð ólögleg með beinu eða óbeinu orðalagi í 62 ríkjum, þar af eru 12 ríki þar sem samkynhneigðir eiga á hættu að vera dæmdir til dauða. Í mörgum þessara ríkja líkt og á Íslandi árið 1924 er hugmyndin um þjóðkjörinn hinsegin þjóðhöfðingja, sem þarf ekki að lifa loftlausu lífi inni í skáp, óraunverulegur draumur. Stuðningur landsmanna við Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands sendir skýr skilaboð inn í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, ekki einungis hér á landi heldur um heim allan. Bara af því að hann er hommi? Við sem tilheyrum hinsegin samfélaginu erum jafn fjölbreytt og við erum fjölmenn, hvert með okkar hæfileika, mannkosti og galla. Baldur fær atkvæði mitt, ekki „bara vegna þess að hann er hommi“ ef svo má segja, heldur vegna yfirburðaþekkingar hans á alþjóðastjórnmálum, stjórnskipun Íslands, skýrum viðmiðum um málskotsréttinn og framúrskarandi framkomu í ræðu og riti. Ég var svo lánsamur að fá Baldur sem kennara í námi mínu í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þar fékk ég góða innsýn inn í kenningar hans um smáríki og þau tækifæri sem Ísland getur nýtt sér til að hafa jákvæð áhrif á alheimsþorpið. Það sem ég man þó mest eftir voru jákvæð samskipti við nemendur. Eitt er að vera klár í sínu fagi en það þýðir ekki að allir sem eru klárir séu góðir kennarar. Góður kennari hlustar af yfirvegun á spurningar nemenda sinna, ræðir við þá af virðingu og gefur sér tíma til að útskýra flókin viðfangsefni, sem Baldur gerir svo sannarlega. Brjótum blað! Ég vil forseta sem ég get verið stoltur af, sem kemur fram af auðmýkt en er jafnframt fullur af fróðleik og með þor til að standa upp fyrir mannréttindum innan sem utan landsteinanna. Fyrir 100 árum dæmdu íslenskir dómstólar Guðmund í fangelsi fyrir það eitt að vera eins og hann er. Núna er sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag til að brjóta blað í sögunni og kjósa framúrskarandi, frambærilegan og réttsýnan samkynhneigðan einstakling í embætti forseta Íslands, sem hefði þótt óhugsandi á tíma Guðmundar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson þann 1. júní. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og ólöglegur í 62 ríkjum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun