Falinn fjársjóður fyrir atvinnulífið Ásgeir Ásgeirsson skrifar 30. maí 2024 08:00 Mikil umræða hefur skapast undanfarin misseri um svokallaðar STEM[1] greinar í námi og þá miklu eftirspurn eftir háskólamenntuðum sérfræðingum sem þörf er á í íslensku atvinnulífi. Þá eru greinar á borð við verkfræði og tölvunarfræði oft nefndar í þessu samhengi. Minna er fjallað um tæknifræði sem er rótgróið hagnýtt háskólanám á sviði verkfræði og skilar afar verðmætu vinnuafli út í atvinnulífið. Tæknifræði hefur verið kennd á Íslandi í yfir 50 ár og er starfsheitið „tæknifræðingur“ sem sækja má um að námi loknu lögverndað. En hvað er tæknifræði? Ekki aðeins fyrir iðnmenntaða Nám í tæknifræði er 3 ½ árs grunnám (BSc) á háskólastigi sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins. Tæknifræðinám er sambærilegt grunnámi í verkfræði þar sem sterkur fræðilegur grunnur er nýttur í lausnum hagnýtra verkefna ogí nánum tengslum við atvinnulíf á hverjum tíma. Þá býðst nemendum að fara í starfsnám hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins og vinna krefjandi lokaverkefni sem gjarnan er unnið undir leiðsögn leiðbeinenda úr atvinnulífinu. Hin ríka áhersla á hagnýta verkefnavinnu og krafa um lokaverkefni lengir námið um ½ ár samanborið við grunnám í verkfræði án þess að skerða fræðilegt gildi námsins. Tæknifræðinám er frábær valkostur fyrir nemendur sem ljúka framhaldsskóla með stúdentsprófi og vilja fara hratt út á vinnumarkaðinn eftir tækninám á háskólastigi með lögverndað starfsheiti. Það er misskilningur að tæknifræðinám sé eingöngu háskólanám fyrir iðnmenntaða eða þau sem ljúka verkmenntaskóla, og að tæknifræði sé í raun framhaldsnám í iðngreinum. Það er vissulega þannig að nemendur sem hafa lokið iðnnámi og nauðsynlegum grunni í raungreinum finna sig vel í tæknifræði og verða afar dýrmætir starfskraftar að námi loknu. Tæknifræðingar eftirsóttir starfskraftar En við hvað starfa tæknifræðingar? Forskot tæknifræðinga á vinnumarkaði snýr fyrst og fremst að þeirri hagnýtu þjálfun sem fæst í náminu. Það er mín reynsla eftir áratuga störf við nýsköpun og vöruþróun í iðnfyrirtækjum, bæði á sviði hátæknilausna og í líftækni að tæknifræðingar fá oft fjölbreyttustu störfin, þeir ganga hraðar inn í þessi störf en flestir og skila fyrr verðmætum. Það er einkum innsýn í hönnun, þjálfun á helstu teikni- og hönnunartæki, ásamt verkviti sem gerir tæknifræðinga að afar eftirsóttum starfskröftum. Tæknifræðinga má finna í fyrirtækjum á sviði byggingariðnaðar, hátækniiðnaðar og í orkuiðnaði, á verkfræðistofum og í sprotafyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Þar sinna þau verkefnum allt frá hönnun og þróun og til stjórnunarstarfa á öllum stigum. Þá er gjarnan auglýst samhliða eftir tæknifræðingum og verkfræðingum. Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað árið 1960 og það sameinaðist Verkfræðingafélagi Íslands undir nafni þess síðarnefnda árið 2016. Kjör tæknifræðinga og verkfræðinga eru sambærileg og Verkfræðingfélag Íslands stendur vörð um hagsmuni beggja. Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) býður upp á nám í tæknifræði, nánar tiltekið í byggingartæknifræði, orku- og véltæknifræði og í rafmagnstæknifræði. Þá býður deildin upp á sérstaka námsleið í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf Fyrir þau sem ekki hafa lokið tilskyldum forkröfum þá býður Háskólinn í Reykjavík upp á leið inn í tæknifræðinám í gegnum Háskólagrunn HR. Iðnmenntaðir geta einnig tekið skref inn í tæknifræði með því að ljúka námi í iðnfræði í HR. Þá geta nemendur sem ljúka tæknifræði haldið áfram námi og lokið meistaranámi í verkfræði í HR eða farið í framhaldsnám erlendis. Tæknifræði er frábært nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf. Námið er góður valkostur fyrir þau sem vilja komast hratt út á vinnumarkaðinn eftir öflugt háskólanám á tæknisviði með lögverndað starfsheiti. Nú er staðan sú að ungt fólk sem er að velja sér háskólanám og framtíðarstarf veit almennt ekki af námi í tæknifræði. Því má segja að nám í tæknifræði sé falinn fjársjóður fyrir nemendur og íslenskt atvinnulíf. Höfundur er forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. [1] STEM - Science, Technology, Engineering and Mathematics Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Tækni Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast undanfarin misseri um svokallaðar STEM[1] greinar í námi og þá miklu eftirspurn eftir háskólamenntuðum sérfræðingum sem þörf er á í íslensku atvinnulífi. Þá eru greinar á borð við verkfræði og tölvunarfræði oft nefndar í þessu samhengi. Minna er fjallað um tæknifræði sem er rótgróið hagnýtt háskólanám á sviði verkfræði og skilar afar verðmætu vinnuafli út í atvinnulífið. Tæknifræði hefur verið kennd á Íslandi í yfir 50 ár og er starfsheitið „tæknifræðingur“ sem sækja má um að námi loknu lögverndað. En hvað er tæknifræði? Ekki aðeins fyrir iðnmenntaða Nám í tæknifræði er 3 ½ árs grunnám (BSc) á háskólastigi sem tekur mið af þörfum atvinnulífsins. Tæknifræðinám er sambærilegt grunnámi í verkfræði þar sem sterkur fræðilegur grunnur er nýttur í lausnum hagnýtra verkefna ogí nánum tengslum við atvinnulíf á hverjum tíma. Þá býðst nemendum að fara í starfsnám hjá mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins og vinna krefjandi lokaverkefni sem gjarnan er unnið undir leiðsögn leiðbeinenda úr atvinnulífinu. Hin ríka áhersla á hagnýta verkefnavinnu og krafa um lokaverkefni lengir námið um ½ ár samanborið við grunnám í verkfræði án þess að skerða fræðilegt gildi námsins. Tæknifræðinám er frábær valkostur fyrir nemendur sem ljúka framhaldsskóla með stúdentsprófi og vilja fara hratt út á vinnumarkaðinn eftir tækninám á háskólastigi með lögverndað starfsheiti. Það er misskilningur að tæknifræðinám sé eingöngu háskólanám fyrir iðnmenntaða eða þau sem ljúka verkmenntaskóla, og að tæknifræði sé í raun framhaldsnám í iðngreinum. Það er vissulega þannig að nemendur sem hafa lokið iðnnámi og nauðsynlegum grunni í raungreinum finna sig vel í tæknifræði og verða afar dýrmætir starfskraftar að námi loknu. Tæknifræðingar eftirsóttir starfskraftar En við hvað starfa tæknifræðingar? Forskot tæknifræðinga á vinnumarkaði snýr fyrst og fremst að þeirri hagnýtu þjálfun sem fæst í náminu. Það er mín reynsla eftir áratuga störf við nýsköpun og vöruþróun í iðnfyrirtækjum, bæði á sviði hátæknilausna og í líftækni að tæknifræðingar fá oft fjölbreyttustu störfin, þeir ganga hraðar inn í þessi störf en flestir og skila fyrr verðmætum. Það er einkum innsýn í hönnun, þjálfun á helstu teikni- og hönnunartæki, ásamt verkviti sem gerir tæknifræðinga að afar eftirsóttum starfskröftum. Tæknifræðinga má finna í fyrirtækjum á sviði byggingariðnaðar, hátækniiðnaðar og í orkuiðnaði, á verkfræðistofum og í sprotafyrirtækjum svo eitthvað sé nefnt. Þar sinna þau verkefnum allt frá hönnun og þróun og til stjórnunarstarfa á öllum stigum. Þá er gjarnan auglýst samhliða eftir tæknifræðingum og verkfræðingum. Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað árið 1960 og það sameinaðist Verkfræðingafélagi Íslands undir nafni þess síðarnefnda árið 2016. Kjör tæknifræðinga og verkfræðinga eru sambærileg og Verkfræðingfélag Íslands stendur vörð um hagsmuni beggja. Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) býður upp á nám í tæknifræði, nánar tiltekið í byggingartæknifræði, orku- og véltæknifræði og í rafmagnstæknifræði. Þá býður deildin upp á sérstaka námsleið í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf Fyrir þau sem ekki hafa lokið tilskyldum forkröfum þá býður Háskólinn í Reykjavík upp á leið inn í tæknifræðinám í gegnum Háskólagrunn HR. Iðnmenntaðir geta einnig tekið skref inn í tæknifræði með því að ljúka námi í iðnfræði í HR. Þá geta nemendur sem ljúka tæknifræði haldið áfram námi og lokið meistaranámi í verkfræði í HR eða farið í framhaldsnám erlendis. Tæknifræði er frábært nám sem talar beint inn í íslenskt atvinnulíf. Námið er góður valkostur fyrir þau sem vilja komast hratt út á vinnumarkaðinn eftir öflugt háskólanám á tæknisviði með lögverndað starfsheiti. Nú er staðan sú að ungt fólk sem er að velja sér háskólanám og framtíðarstarf veit almennt ekki af námi í tæknifræði. Því má segja að nám í tæknifræði sé falinn fjársjóður fyrir nemendur og íslenskt atvinnulíf. Höfundur er forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. [1] STEM - Science, Technology, Engineering and Mathematics
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun