Handbolti

Strákarnir okkar með Slóveníu, Kúbu og Græn­höfða­eyjum í riðli á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta fengu í kvöld að vita hverjum þeir mæta í riðlakeppninni á HM 2025.
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta fengu í kvöld að vita hverjum þeir mæta í riðlakeppninni á HM 2025. Vísir/Vilhelm

Ísland verður í riðli með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta karla á næsta ári.

Dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið í Vatroslav Lisinski höllinni í Zagreb í dag. G-riðilinn sem Ísland er í verður einmitt leikinn í Zagreb.

Íslenska liðið er sem áður sagði með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum í riðli. Þrjú efstu liðin komast í milliriðil.

Dagur Sigurðsson og strákarnir hans í Króatíu verða í H-riðli sem verður leikinn í Zagreb. Auk Króata eru Egyptar, Argentínumenn og Bareinar í H-riðlinum. Ef Íslendingar komast í milliriðli mæta þeir þar liðunum úr H-riðlinum.

Þýskaland, sem Alfreð Gíslason stýrir, er í A-riðli ásamt Tékklandi, Póllandi og Sviss. A-riðilinn verður leikinn í Herning í Danmörku.

Danir, sem hafa orðið heimsmeistarar þrisvar sinnum í röð, eru í B-riðli ásamt Ítölum, Alsíringum og Túnisbúum.

Riðlarnir á HM

A-riðill (Herning)

  • Þýskaland
  • Tékkland
  • Pólland
  • Sviss

B-riðill (Herning)

  • Danmörk
  • Ítalía
  • Alsír
  • Túnis

C-riðill (Porec)

  • Frakkland
  • Austurríki
  • Katar
  • Kúveit

D-riðill (Varadzin)

  • Ungverjaland
  • Holland
  • Norður-Makedóníu
  • Gínea

E-riðill (Osló)

  • Noregur
  • Portúgal
  • Brasilía
  • Bandaríkin

F-riðill (Osló)

  • Svíþjóð
  • Spánn
  • Japan
  • Síle

G-riðill (Zagreb)

  • Slóvenía
  • Ísland
  • Kúba
  • Grænhöfðaeyjar

H-riðill (Zagreb)

  • Egyptaland
  • Króatía
  • Argentína
  • Barein



Fleiri fréttir

Sjá meira


×