Það er nú bara þannig með hann Jón... Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir skrifar 29. maí 2024 11:45 Það stefnir í spennandi forsetakosningar á Íslandi og ég er búin að ákveða að nota dýrmætt atkvæði mitt til þess að kjósa Jón Gnarr. Ekki eru þó öll búin að gera upp hug sinn og talað er um að "fylgið sé á fleygiferð" og verði jafnvel fram á síðustu stundu, eðlilega, að velja sér forseta er stór ákvörðun sem hefur áhrif á framtíð okkar á margan hátt. Hugmyndir hafa komið fram um að einhver ættu að draga framboð sitt til baka í von um að styrkja annan frambjóðanda og hafa þannig áhrif á að raddir og málsflutningur þeirra sem hafa fengið tilskilinn fjölda meðmælenda heyrist. Einhver tala fyrir því að kjósa „taktískt“, það er að segja, að kjósa tiltekinn frambjóðanda til þess eins að reyna að hindra annan í því að ná kosningu, hugsun sem er mjög í anda gamallar klækjapólitíkur. Sjálf hafna ég því að taka þátt í slíkum leik og leyfi mér jafnframt að hvetja aðra til að kjósa eins og hugur þeirra og hjarta býður, fyrir sig.Ég hef valið frambjóðanda sem ég finn sterkan samhljóm með, sem veitir innblástur og talar fyrir sameiningu, jafnræði og réttlæti, heima og heiman, minni leiðindum, miklu minni leiðindum, og sem mun þjóna okkur, þjóð sinni, af auðmýkt og af einlægum áhuga. Ég kýs forseta sem leggur áherslu á jákvæða orðræðu og sem ég get treyst til að hlusta og heyra og að takast á við málefni líðandi stundar með yfirvegun, skilningi og næmni. Ég kýs forseta sem ég treysti til að gæta sameiginlegra hagsmuna okkar þar sem þörf er á og til að auka enn veg okkar og virðingu í samfélagi þjóðanna.Jón Gnarr hefur í gegnum tíðina stigið fram á mismunandi sviðum og oft sýnt óvenjulega og ferska nálgun á ýmis málefni. Sem fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur hefur hann dýrmæta reynslu af því að leiða og bæta samfélag okkar. Hann tekur ábyrgð sína alvarlega og skilur hlutverk forsetaembættisins innan stjórnskipunarinnar, tilgang þess og takmörk. Hann hefur sýnt að hann hefur dómgreind, innsæi og kjark til að taka erfiðar ákvarðanir og að hann hefur getu til að stíga inn og koma á breytingum þar sem breytinga er þörf. Jón Gnarr hefur einstaka hæfileika til að tengjast fólki á persónulegan og einlægan hátt, hann er næmur á menn og málefni og hefur mikla hæfni til að eiga innihaldsrík samskipti við einstaklinga og hópa á skýran og áhrifaríkan hátt og hefur þannig sameinað og hrifið fólk með sér. Hann mun leggja áherslu á samstöðu og samhug meðal Íslendinga og tala fyrir réttlæti, einingu og samheldni í samfélaginu. Jón Gnarr mun vinna að því að brúa bilið milli ólíkra hópa, hvetja til samtals og samvinnu og skapa vettvang þar sem raddir allra heyrast og eru virtar.Jón Gnarr mun standa vörð um náttúru og auðlindir og leggja áherslu á mikilvægt samtal um loftlagsmál. Hann tekur skýra afstöðu með friði, mannúð og með mannréttindum og hefur óhikað stutt og vakið athygli á baráttu minnihlutahópa bæði hérlendis og erlendis svo eftir hefur verið tekið, veitt ungmennum sem og eldra fólki verðskuldaða athygli og látið þeirra raddir berast lengra. Jón Gnarr mun halda áfram að fagna fjölbreytileikanum og bjóða fleirum að borðinu og leggja sitt af mörkum til að stuðla að samfélagi þar sem öll fá að njóta sín.Forseti okkar þarf að geta veitt von og sameinað þegar á móti blæs og glaðst með okkur þegar vel gengur. Það er einnig skýrt hlutverk forseta Íslands að vera verðugur fulltrúi okkar á erlendri grundu og kynna þar menningu okkar, sögu og gildi. Með því að styrkja tengsl við önnur lönd getur forsetinn stuðlað að auknu samstarfi, styrkt bæði menningarleg og viðskiptaleg tengsl og stutt efnahagslega framþróun og samvinnu. Jafnframt getur hann vakið athygli á hugviti okkar, menningu og listum. Jón Gnarr hefur sýnt einstaka hæfileika til að vekja athygli á Íslandi og á Íslendingum og vekja aðdáun og áhuga og laða fólk að. Hann veitir innblástur og er, líkt og þjóðin, framsækinn, hugmyndaríkur og óhræddur við að fara ótroðnar slóðir. Jón Gnarr er táknmynd fyrir íslenska nýsköpun og djörfung, með einstaka hæfileika til að sameina fólk og dýpka samtal og sýn á samfélags- og heimsmál. Hann mun halda áfram að kynna eiginleika okkar og sérstöðu, að við erum einstök þjóð fyrir margar sakir, með okkar sérstaka tungumál, rík af menningu, hugrökk og með skapandi hugsun sem hefur komið okkur langt á fjölmörgum sviðum. Ég kýs Jón Gnarr meðal annars vegna þess að hann er svolítið Vigdísarlegur, maður fólksins alls, alltumfaðmandi, hugvekjandi. Það er nú bara þannig með hann Jón... hann gefur mér von. Höfundur er frumkvöðull, framkvæmdastjóri og Jónskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það stefnir í spennandi forsetakosningar á Íslandi og ég er búin að ákveða að nota dýrmætt atkvæði mitt til þess að kjósa Jón Gnarr. Ekki eru þó öll búin að gera upp hug sinn og talað er um að "fylgið sé á fleygiferð" og verði jafnvel fram á síðustu stundu, eðlilega, að velja sér forseta er stór ákvörðun sem hefur áhrif á framtíð okkar á margan hátt. Hugmyndir hafa komið fram um að einhver ættu að draga framboð sitt til baka í von um að styrkja annan frambjóðanda og hafa þannig áhrif á að raddir og málsflutningur þeirra sem hafa fengið tilskilinn fjölda meðmælenda heyrist. Einhver tala fyrir því að kjósa „taktískt“, það er að segja, að kjósa tiltekinn frambjóðanda til þess eins að reyna að hindra annan í því að ná kosningu, hugsun sem er mjög í anda gamallar klækjapólitíkur. Sjálf hafna ég því að taka þátt í slíkum leik og leyfi mér jafnframt að hvetja aðra til að kjósa eins og hugur þeirra og hjarta býður, fyrir sig.Ég hef valið frambjóðanda sem ég finn sterkan samhljóm með, sem veitir innblástur og talar fyrir sameiningu, jafnræði og réttlæti, heima og heiman, minni leiðindum, miklu minni leiðindum, og sem mun þjóna okkur, þjóð sinni, af auðmýkt og af einlægum áhuga. Ég kýs forseta sem leggur áherslu á jákvæða orðræðu og sem ég get treyst til að hlusta og heyra og að takast á við málefni líðandi stundar með yfirvegun, skilningi og næmni. Ég kýs forseta sem ég treysti til að gæta sameiginlegra hagsmuna okkar þar sem þörf er á og til að auka enn veg okkar og virðingu í samfélagi þjóðanna.Jón Gnarr hefur í gegnum tíðina stigið fram á mismunandi sviðum og oft sýnt óvenjulega og ferska nálgun á ýmis málefni. Sem fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur hefur hann dýrmæta reynslu af því að leiða og bæta samfélag okkar. Hann tekur ábyrgð sína alvarlega og skilur hlutverk forsetaembættisins innan stjórnskipunarinnar, tilgang þess og takmörk. Hann hefur sýnt að hann hefur dómgreind, innsæi og kjark til að taka erfiðar ákvarðanir og að hann hefur getu til að stíga inn og koma á breytingum þar sem breytinga er þörf. Jón Gnarr hefur einstaka hæfileika til að tengjast fólki á persónulegan og einlægan hátt, hann er næmur á menn og málefni og hefur mikla hæfni til að eiga innihaldsrík samskipti við einstaklinga og hópa á skýran og áhrifaríkan hátt og hefur þannig sameinað og hrifið fólk með sér. Hann mun leggja áherslu á samstöðu og samhug meðal Íslendinga og tala fyrir réttlæti, einingu og samheldni í samfélaginu. Jón Gnarr mun vinna að því að brúa bilið milli ólíkra hópa, hvetja til samtals og samvinnu og skapa vettvang þar sem raddir allra heyrast og eru virtar.Jón Gnarr mun standa vörð um náttúru og auðlindir og leggja áherslu á mikilvægt samtal um loftlagsmál. Hann tekur skýra afstöðu með friði, mannúð og með mannréttindum og hefur óhikað stutt og vakið athygli á baráttu minnihlutahópa bæði hérlendis og erlendis svo eftir hefur verið tekið, veitt ungmennum sem og eldra fólki verðskuldaða athygli og látið þeirra raddir berast lengra. Jón Gnarr mun halda áfram að fagna fjölbreytileikanum og bjóða fleirum að borðinu og leggja sitt af mörkum til að stuðla að samfélagi þar sem öll fá að njóta sín.Forseti okkar þarf að geta veitt von og sameinað þegar á móti blæs og glaðst með okkur þegar vel gengur. Það er einnig skýrt hlutverk forseta Íslands að vera verðugur fulltrúi okkar á erlendri grundu og kynna þar menningu okkar, sögu og gildi. Með því að styrkja tengsl við önnur lönd getur forsetinn stuðlað að auknu samstarfi, styrkt bæði menningarleg og viðskiptaleg tengsl og stutt efnahagslega framþróun og samvinnu. Jafnframt getur hann vakið athygli á hugviti okkar, menningu og listum. Jón Gnarr hefur sýnt einstaka hæfileika til að vekja athygli á Íslandi og á Íslendingum og vekja aðdáun og áhuga og laða fólk að. Hann veitir innblástur og er, líkt og þjóðin, framsækinn, hugmyndaríkur og óhræddur við að fara ótroðnar slóðir. Jón Gnarr er táknmynd fyrir íslenska nýsköpun og djörfung, með einstaka hæfileika til að sameina fólk og dýpka samtal og sýn á samfélags- og heimsmál. Hann mun halda áfram að kynna eiginleika okkar og sérstöðu, að við erum einstök þjóð fyrir margar sakir, með okkar sérstaka tungumál, rík af menningu, hugrökk og með skapandi hugsun sem hefur komið okkur langt á fjölmörgum sviðum. Ég kýs Jón Gnarr meðal annars vegna þess að hann er svolítið Vigdísarlegur, maður fólksins alls, alltumfaðmandi, hugvekjandi. Það er nú bara þannig með hann Jón... hann gefur mér von. Höfundur er frumkvöðull, framkvæmdastjóri og Jónskona.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun